Höfum við efni á að færa áfengi í matvöruverslanir? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. október 2014 07:00 Í greinargerð með frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum fylgir rökstuðningur þar sem tæpt er á rökum, helst um einstaklingsfrelsi. Það gleymist oft að einstaklingsfrelsi eru oft settar skorður til að vernda hagi heildarinnar. Fiskveiðistjórnunarkerfi, umferðarlög, meiðyrðalöggjöfin, samkeppnislög og byggingareglugerðir eru dæmi um hömlur á einstaklingsfrelsinu til að vernda hagsmuni heildarinnar. Ljóst er að flutningsmönnum er umhugað um skaðsemi áfengisneyslu en fjalla aðeins um það í tengslum við neyslu á ólöglegu áfengi eins og heimabruggi. Í því ljósi er vert að benda á að heildarskaðsemi áfengisneyslu er mun meiri af löglegu áfengi en af heimabruggi, fyrst og fremst vegna þess að mun fleira fólk neytir löglegs áfengis en ólöglegs. Sögusagnir um skaðsemi heimabruggs byggjast m.a. á atvikum þar sem fólk drekkur of mikið af heimabruggi (sama neysla löglegs áfengis hefði líklega valdið sama skaða) og á hörmulegu slysi í Vestmannaeyjum árið 1943 þegar 9 manns létust eftir að tunna sem rak til Eyja reyndist innihalda tréspíritus en ekki áfengi eins og talið var í fyrstu. Áfengissala og áfengisneysla minnkaði hér á landi á árunum eftir hrun. Neysla á heimabruggi og smygli vó ekki upp minni sölu ÁTVR.Samfélagsleg skaðsemi Í ritinu „Áfengi, engin venjuleg neysluvara“ sem auðvelt er að finna með hjálp leitarvéla er fjallað um áfengi, áfengisneyslu og skaðsemi út frá öðru sjónarhorni en framleiðenda, dreifingar- og smásöluaðila. Fátt ef nokkuð í þessi riti ratar í greinargerð frumvarpsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að skaðsemi áfengis er ekki síst samfélagsleg. Í ritinu kemur einnig fram að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi hefur jafnan í för með sér aukna neyslu og aukin neysla hefur í för með sér aukin áfengistengd vandamál fyrir bæði einstaklinga og samfélag. Það er rétt sem kemur í fram í greinargerð frumvarpsins að með breyttum starfsháttum ÁTVR hefur aðgengi að áfengi aukist og mögulega má rekja hluta af aukinni áfengisneyslu til þess. Þjónusta ÁTVR hefur breyst á þann hátt að flestir landsmenn geta, ef þeir vilja, hagað skynsamlegum áfengiskaupum sínum þannig að þeir geti haft rauðvín með steikinni eða hvítvín með ljúffengu sjávarfangi án þess að einstaklingsfrelsi þeirra sé verulega skert. Þó aðgengi hafi aukist í seinni tíð með aukinni þjónustu ÁTVR þá er ekki sjálfgefið að aðgengi geti ekki aukist enn frekar. Aðgengi felst ekki aðeins í fjölda metra frá heimili að vínbúð. Sem dæmi þá skerðir aukinn kostnaður aðgengi. Ef bjórflaska kostar t.d. 5.000 kr. þá er aðgengi að bjór töluvert skert. Ef fólk kýs að eiga alltaf mikið af áfengi heima fyrir er aðgengi að áfengi mun meira en ef það kaupir sér aðeins 2 flöskur í vikulegri ferð í vínbúð. Markaðsfræðingar vínframleiðenda vissu vel að með því að hefja sölu á kassavíni jókst aðgengi fólks að áfengi (það var oftar til heima) og neyslan jókst. Ef fólk þarf að gera sér ferð í sérverslun með áfengi þá er aðgengið minna en ef áfengi er selt í matvöruverslun þangað sem fólk á oftar erindi.Hilluspeki markaðsfræða Það er vel þekkt í markaðsfræðum að uppstilling á vörum í verslun hefur mikil áhrif á það hversu margir viðskiptavinir kaupa vöruna. Sælgæti og snakki er stillt þannig upp í verslunum til að fólk kaupi meira af því en það upphaflega ætlaði. Hilluspeki markaðsfræðanna hættir ekki að virka þegar áfengi er selt. Það selst meira af áfengi ef því er stillt upp þar sem fólk á oft leið um í matvöruverslunum en í sérmerktum vínbúðum. Fólk drekkur oftar áfengi ef áfengi er oftar í boði í veislum. Auðvitað er það ákvörðun hvers og eins hvort og hvenær hann eða hún kaupir og drekkur áfengi, en fullyrðingar þess efnis að neyslan aukist ekki nema til skamms tíma verði það selt í matvöruverslunum ganga vart upp sé málið greint út frá markaðsfræðunum. Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar sem láta sig lýðheilsu og forvarnarmál varða þurfa að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir minni brugghúsa og aukin þægindi landsmanna við innkaup áfengis eða aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu samhliða aukinni neyslu áfengis. Hvergi er minnst á í greinargerð frumvarpsins hvernig eigi að bregðast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið samfara aukinni áfengisneyslu. Það er vissuleg fagnaðarefni að vita að samkvæmt frumvarpinu er til meira fé til forvarna. Fjölmargir sérfræðingar í áfengismálum hafa hins vegar rökstutt faglegt forvarnargildi þess að viðhalda ríkisverslun á áfengi. Þurfum við ekki fyrst að meta hvort við höfum ráð á auknu álagi á samfélagið sem fylgir aukinni áfengissölu áður en við berum fram frumvarp sem kollvarpar ríkjandi áfengisstefnu? Almannahagsmunir hljóta að vega meira en hagsmunir áfengisframleiðenda og ferðamannaiðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum fylgir rökstuðningur þar sem tæpt er á rökum, helst um einstaklingsfrelsi. Það gleymist oft að einstaklingsfrelsi eru oft settar skorður til að vernda hagi heildarinnar. Fiskveiðistjórnunarkerfi, umferðarlög, meiðyrðalöggjöfin, samkeppnislög og byggingareglugerðir eru dæmi um hömlur á einstaklingsfrelsinu til að vernda hagsmuni heildarinnar. Ljóst er að flutningsmönnum er umhugað um skaðsemi áfengisneyslu en fjalla aðeins um það í tengslum við neyslu á ólöglegu áfengi eins og heimabruggi. Í því ljósi er vert að benda á að heildarskaðsemi áfengisneyslu er mun meiri af löglegu áfengi en af heimabruggi, fyrst og fremst vegna þess að mun fleira fólk neytir löglegs áfengis en ólöglegs. Sögusagnir um skaðsemi heimabruggs byggjast m.a. á atvikum þar sem fólk drekkur of mikið af heimabruggi (sama neysla löglegs áfengis hefði líklega valdið sama skaða) og á hörmulegu slysi í Vestmannaeyjum árið 1943 þegar 9 manns létust eftir að tunna sem rak til Eyja reyndist innihalda tréspíritus en ekki áfengi eins og talið var í fyrstu. Áfengissala og áfengisneysla minnkaði hér á landi á árunum eftir hrun. Neysla á heimabruggi og smygli vó ekki upp minni sölu ÁTVR.Samfélagsleg skaðsemi Í ritinu „Áfengi, engin venjuleg neysluvara“ sem auðvelt er að finna með hjálp leitarvéla er fjallað um áfengi, áfengisneyslu og skaðsemi út frá öðru sjónarhorni en framleiðenda, dreifingar- og smásöluaðila. Fátt ef nokkuð í þessi riti ratar í greinargerð frumvarpsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að skaðsemi áfengis er ekki síst samfélagsleg. Í ritinu kemur einnig fram að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi hefur jafnan í för með sér aukna neyslu og aukin neysla hefur í för með sér aukin áfengistengd vandamál fyrir bæði einstaklinga og samfélag. Það er rétt sem kemur í fram í greinargerð frumvarpsins að með breyttum starfsháttum ÁTVR hefur aðgengi að áfengi aukist og mögulega má rekja hluta af aukinni áfengisneyslu til þess. Þjónusta ÁTVR hefur breyst á þann hátt að flestir landsmenn geta, ef þeir vilja, hagað skynsamlegum áfengiskaupum sínum þannig að þeir geti haft rauðvín með steikinni eða hvítvín með ljúffengu sjávarfangi án þess að einstaklingsfrelsi þeirra sé verulega skert. Þó aðgengi hafi aukist í seinni tíð með aukinni þjónustu ÁTVR þá er ekki sjálfgefið að aðgengi geti ekki aukist enn frekar. Aðgengi felst ekki aðeins í fjölda metra frá heimili að vínbúð. Sem dæmi þá skerðir aukinn kostnaður aðgengi. Ef bjórflaska kostar t.d. 5.000 kr. þá er aðgengi að bjór töluvert skert. Ef fólk kýs að eiga alltaf mikið af áfengi heima fyrir er aðgengi að áfengi mun meira en ef það kaupir sér aðeins 2 flöskur í vikulegri ferð í vínbúð. Markaðsfræðingar vínframleiðenda vissu vel að með því að hefja sölu á kassavíni jókst aðgengi fólks að áfengi (það var oftar til heima) og neyslan jókst. Ef fólk þarf að gera sér ferð í sérverslun með áfengi þá er aðgengið minna en ef áfengi er selt í matvöruverslun þangað sem fólk á oftar erindi.Hilluspeki markaðsfræða Það er vel þekkt í markaðsfræðum að uppstilling á vörum í verslun hefur mikil áhrif á það hversu margir viðskiptavinir kaupa vöruna. Sælgæti og snakki er stillt þannig upp í verslunum til að fólk kaupi meira af því en það upphaflega ætlaði. Hilluspeki markaðsfræðanna hættir ekki að virka þegar áfengi er selt. Það selst meira af áfengi ef því er stillt upp þar sem fólk á oft leið um í matvöruverslunum en í sérmerktum vínbúðum. Fólk drekkur oftar áfengi ef áfengi er oftar í boði í veislum. Auðvitað er það ákvörðun hvers og eins hvort og hvenær hann eða hún kaupir og drekkur áfengi, en fullyrðingar þess efnis að neyslan aukist ekki nema til skamms tíma verði það selt í matvöruverslunum ganga vart upp sé málið greint út frá markaðsfræðunum. Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar sem láta sig lýðheilsu og forvarnarmál varða þurfa að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir minni brugghúsa og aukin þægindi landsmanna við innkaup áfengis eða aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu samhliða aukinni neyslu áfengis. Hvergi er minnst á í greinargerð frumvarpsins hvernig eigi að bregðast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið samfara aukinni áfengisneyslu. Það er vissuleg fagnaðarefni að vita að samkvæmt frumvarpinu er til meira fé til forvarna. Fjölmargir sérfræðingar í áfengismálum hafa hins vegar rökstutt faglegt forvarnargildi þess að viðhalda ríkisverslun á áfengi. Þurfum við ekki fyrst að meta hvort við höfum ráð á auknu álagi á samfélagið sem fylgir aukinni áfengissölu áður en við berum fram frumvarp sem kollvarpar ríkjandi áfengisstefnu? Almannahagsmunir hljóta að vega meira en hagsmunir áfengisframleiðenda og ferðamannaiðnaðarins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar