Höfum við efni á að færa áfengi í matvöruverslanir? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. október 2014 07:00 Í greinargerð með frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum fylgir rökstuðningur þar sem tæpt er á rökum, helst um einstaklingsfrelsi. Það gleymist oft að einstaklingsfrelsi eru oft settar skorður til að vernda hagi heildarinnar. Fiskveiðistjórnunarkerfi, umferðarlög, meiðyrðalöggjöfin, samkeppnislög og byggingareglugerðir eru dæmi um hömlur á einstaklingsfrelsinu til að vernda hagsmuni heildarinnar. Ljóst er að flutningsmönnum er umhugað um skaðsemi áfengisneyslu en fjalla aðeins um það í tengslum við neyslu á ólöglegu áfengi eins og heimabruggi. Í því ljósi er vert að benda á að heildarskaðsemi áfengisneyslu er mun meiri af löglegu áfengi en af heimabruggi, fyrst og fremst vegna þess að mun fleira fólk neytir löglegs áfengis en ólöglegs. Sögusagnir um skaðsemi heimabruggs byggjast m.a. á atvikum þar sem fólk drekkur of mikið af heimabruggi (sama neysla löglegs áfengis hefði líklega valdið sama skaða) og á hörmulegu slysi í Vestmannaeyjum árið 1943 þegar 9 manns létust eftir að tunna sem rak til Eyja reyndist innihalda tréspíritus en ekki áfengi eins og talið var í fyrstu. Áfengissala og áfengisneysla minnkaði hér á landi á árunum eftir hrun. Neysla á heimabruggi og smygli vó ekki upp minni sölu ÁTVR.Samfélagsleg skaðsemi Í ritinu „Áfengi, engin venjuleg neysluvara“ sem auðvelt er að finna með hjálp leitarvéla er fjallað um áfengi, áfengisneyslu og skaðsemi út frá öðru sjónarhorni en framleiðenda, dreifingar- og smásöluaðila. Fátt ef nokkuð í þessi riti ratar í greinargerð frumvarpsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að skaðsemi áfengis er ekki síst samfélagsleg. Í ritinu kemur einnig fram að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi hefur jafnan í för með sér aukna neyslu og aukin neysla hefur í för með sér aukin áfengistengd vandamál fyrir bæði einstaklinga og samfélag. Það er rétt sem kemur í fram í greinargerð frumvarpsins að með breyttum starfsháttum ÁTVR hefur aðgengi að áfengi aukist og mögulega má rekja hluta af aukinni áfengisneyslu til þess. Þjónusta ÁTVR hefur breyst á þann hátt að flestir landsmenn geta, ef þeir vilja, hagað skynsamlegum áfengiskaupum sínum þannig að þeir geti haft rauðvín með steikinni eða hvítvín með ljúffengu sjávarfangi án þess að einstaklingsfrelsi þeirra sé verulega skert. Þó aðgengi hafi aukist í seinni tíð með aukinni þjónustu ÁTVR þá er ekki sjálfgefið að aðgengi geti ekki aukist enn frekar. Aðgengi felst ekki aðeins í fjölda metra frá heimili að vínbúð. Sem dæmi þá skerðir aukinn kostnaður aðgengi. Ef bjórflaska kostar t.d. 5.000 kr. þá er aðgengi að bjór töluvert skert. Ef fólk kýs að eiga alltaf mikið af áfengi heima fyrir er aðgengi að áfengi mun meira en ef það kaupir sér aðeins 2 flöskur í vikulegri ferð í vínbúð. Markaðsfræðingar vínframleiðenda vissu vel að með því að hefja sölu á kassavíni jókst aðgengi fólks að áfengi (það var oftar til heima) og neyslan jókst. Ef fólk þarf að gera sér ferð í sérverslun með áfengi þá er aðgengið minna en ef áfengi er selt í matvöruverslun þangað sem fólk á oftar erindi.Hilluspeki markaðsfræða Það er vel þekkt í markaðsfræðum að uppstilling á vörum í verslun hefur mikil áhrif á það hversu margir viðskiptavinir kaupa vöruna. Sælgæti og snakki er stillt þannig upp í verslunum til að fólk kaupi meira af því en það upphaflega ætlaði. Hilluspeki markaðsfræðanna hættir ekki að virka þegar áfengi er selt. Það selst meira af áfengi ef því er stillt upp þar sem fólk á oft leið um í matvöruverslunum en í sérmerktum vínbúðum. Fólk drekkur oftar áfengi ef áfengi er oftar í boði í veislum. Auðvitað er það ákvörðun hvers og eins hvort og hvenær hann eða hún kaupir og drekkur áfengi, en fullyrðingar þess efnis að neyslan aukist ekki nema til skamms tíma verði það selt í matvöruverslunum ganga vart upp sé málið greint út frá markaðsfræðunum. Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar sem láta sig lýðheilsu og forvarnarmál varða þurfa að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir minni brugghúsa og aukin þægindi landsmanna við innkaup áfengis eða aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu samhliða aukinni neyslu áfengis. Hvergi er minnst á í greinargerð frumvarpsins hvernig eigi að bregðast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið samfara aukinni áfengisneyslu. Það er vissuleg fagnaðarefni að vita að samkvæmt frumvarpinu er til meira fé til forvarna. Fjölmargir sérfræðingar í áfengismálum hafa hins vegar rökstutt faglegt forvarnargildi þess að viðhalda ríkisverslun á áfengi. Þurfum við ekki fyrst að meta hvort við höfum ráð á auknu álagi á samfélagið sem fylgir aukinni áfengissölu áður en við berum fram frumvarp sem kollvarpar ríkjandi áfengisstefnu? Almannahagsmunir hljóta að vega meira en hagsmunir áfengisframleiðenda og ferðamannaiðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum fylgir rökstuðningur þar sem tæpt er á rökum, helst um einstaklingsfrelsi. Það gleymist oft að einstaklingsfrelsi eru oft settar skorður til að vernda hagi heildarinnar. Fiskveiðistjórnunarkerfi, umferðarlög, meiðyrðalöggjöfin, samkeppnislög og byggingareglugerðir eru dæmi um hömlur á einstaklingsfrelsinu til að vernda hagsmuni heildarinnar. Ljóst er að flutningsmönnum er umhugað um skaðsemi áfengisneyslu en fjalla aðeins um það í tengslum við neyslu á ólöglegu áfengi eins og heimabruggi. Í því ljósi er vert að benda á að heildarskaðsemi áfengisneyslu er mun meiri af löglegu áfengi en af heimabruggi, fyrst og fremst vegna þess að mun fleira fólk neytir löglegs áfengis en ólöglegs. Sögusagnir um skaðsemi heimabruggs byggjast m.a. á atvikum þar sem fólk drekkur of mikið af heimabruggi (sama neysla löglegs áfengis hefði líklega valdið sama skaða) og á hörmulegu slysi í Vestmannaeyjum árið 1943 þegar 9 manns létust eftir að tunna sem rak til Eyja reyndist innihalda tréspíritus en ekki áfengi eins og talið var í fyrstu. Áfengissala og áfengisneysla minnkaði hér á landi á árunum eftir hrun. Neysla á heimabruggi og smygli vó ekki upp minni sölu ÁTVR.Samfélagsleg skaðsemi Í ritinu „Áfengi, engin venjuleg neysluvara“ sem auðvelt er að finna með hjálp leitarvéla er fjallað um áfengi, áfengisneyslu og skaðsemi út frá öðru sjónarhorni en framleiðenda, dreifingar- og smásöluaðila. Fátt ef nokkuð í þessi riti ratar í greinargerð frumvarpsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að skaðsemi áfengis er ekki síst samfélagsleg. Í ritinu kemur einnig fram að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi hefur jafnan í för með sér aukna neyslu og aukin neysla hefur í för með sér aukin áfengistengd vandamál fyrir bæði einstaklinga og samfélag. Það er rétt sem kemur í fram í greinargerð frumvarpsins að með breyttum starfsháttum ÁTVR hefur aðgengi að áfengi aukist og mögulega má rekja hluta af aukinni áfengisneyslu til þess. Þjónusta ÁTVR hefur breyst á þann hátt að flestir landsmenn geta, ef þeir vilja, hagað skynsamlegum áfengiskaupum sínum þannig að þeir geti haft rauðvín með steikinni eða hvítvín með ljúffengu sjávarfangi án þess að einstaklingsfrelsi þeirra sé verulega skert. Þó aðgengi hafi aukist í seinni tíð með aukinni þjónustu ÁTVR þá er ekki sjálfgefið að aðgengi geti ekki aukist enn frekar. Aðgengi felst ekki aðeins í fjölda metra frá heimili að vínbúð. Sem dæmi þá skerðir aukinn kostnaður aðgengi. Ef bjórflaska kostar t.d. 5.000 kr. þá er aðgengi að bjór töluvert skert. Ef fólk kýs að eiga alltaf mikið af áfengi heima fyrir er aðgengi að áfengi mun meira en ef það kaupir sér aðeins 2 flöskur í vikulegri ferð í vínbúð. Markaðsfræðingar vínframleiðenda vissu vel að með því að hefja sölu á kassavíni jókst aðgengi fólks að áfengi (það var oftar til heima) og neyslan jókst. Ef fólk þarf að gera sér ferð í sérverslun með áfengi þá er aðgengið minna en ef áfengi er selt í matvöruverslun þangað sem fólk á oftar erindi.Hilluspeki markaðsfræða Það er vel þekkt í markaðsfræðum að uppstilling á vörum í verslun hefur mikil áhrif á það hversu margir viðskiptavinir kaupa vöruna. Sælgæti og snakki er stillt þannig upp í verslunum til að fólk kaupi meira af því en það upphaflega ætlaði. Hilluspeki markaðsfræðanna hættir ekki að virka þegar áfengi er selt. Það selst meira af áfengi ef því er stillt upp þar sem fólk á oft leið um í matvöruverslunum en í sérmerktum vínbúðum. Fólk drekkur oftar áfengi ef áfengi er oftar í boði í veislum. Auðvitað er það ákvörðun hvers og eins hvort og hvenær hann eða hún kaupir og drekkur áfengi, en fullyrðingar þess efnis að neyslan aukist ekki nema til skamms tíma verði það selt í matvöruverslunum ganga vart upp sé málið greint út frá markaðsfræðunum. Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar sem láta sig lýðheilsu og forvarnarmál varða þurfa að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir minni brugghúsa og aukin þægindi landsmanna við innkaup áfengis eða aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu samhliða aukinni neyslu áfengis. Hvergi er minnst á í greinargerð frumvarpsins hvernig eigi að bregðast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið samfara aukinni áfengisneyslu. Það er vissuleg fagnaðarefni að vita að samkvæmt frumvarpinu er til meira fé til forvarna. Fjölmargir sérfræðingar í áfengismálum hafa hins vegar rökstutt faglegt forvarnargildi þess að viðhalda ríkisverslun á áfengi. Þurfum við ekki fyrst að meta hvort við höfum ráð á auknu álagi á samfélagið sem fylgir aukinni áfengissölu áður en við berum fram frumvarp sem kollvarpar ríkjandi áfengisstefnu? Almannahagsmunir hljóta að vega meira en hagsmunir áfengisframleiðenda og ferðamannaiðnaðarins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun