Er hálfur seðill gjaldgengur? Svar til ritstjóra Seðlabanka Íslands Skarphéðinn Þórsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Sjá meira
Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar