Geggjað að nostra við Excel 18. janúar 2014 12:00 fréttablaðið/vilhelm 1. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé Nilli.2.Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Ég á mér rosalega praktíska hlið. Mér finnst alveg geggjað að nostra við einhver Excel-skjöl. Eftirfylgni Excel-skjala áætlana. Ekki jafn góð.3. Hvað kemur út á þér tárunum? Ég er viðkvæmur snemma á morgnana. Mynd af krökkum sem söfnuðu 3.500 krónum með tombólu fyrir Rauða krossinn getur dugað til.4. Hvað gerir þig pirraðan? Að kaupa í matinn, skafa bílinn, mæta á fundi, að þurfa að pissa, svara tölvupósti, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, of kaldar sturtur, sírennsli í klósettum, þegar maður er blautur á fótunum, skammdegið, kuldinn, vindurinn, útrunnin matvæli, umferðin og þá helst dónaskapur í umferðinni. Þetta virkar eins og ég sé alltaf pirraður en ég tek fram að þetta er algjörlega tæmandi listi. Ég er í raun mjög skapgóður og dagfarsprúður náungi.5. Hvað er fyndnast í heimi? Segjum bara Mið-Íslandsuppistandið. Lítillæti er svo mikið anno 2008-2011.6. Er líf á öðrum hnöttum? Mér finnst það líklegt. Hef ekki miklar áhyggjur samt. Ég er „team“ Homo sapiens. Við erum langflottust.7. Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Windows 95 startup-„soundið“. Ég var svo spenntur þegar ég fékk tölvu að ég endurræsti hana 120 sinnum á dag til að heyra þetta hljóð. Hún bræddi úr sér á innan við þremur vikum.8. Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Stari á Gordon Ramsey-þætti í iPadinum. Ég sofna alltaf svangur eins og börnin hans Bjarts í Sumarhúsum.9. Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Ég er óður í þessar helstu. Ég er sérstaklega ánægður með hvað Bandaríkin eru góð að pródúsera heitar píur sem heita Jennifer. Fyrst voru það Jennifer Aniston og Jennifer Lopez. Jennifer Caprati var flott í tennisnum. Svo kom Jennifer Connelly sterk inn áður en hún byrjaði með Jason Priestley. Svo mætti auðvitað nefna Jennifer Garner, Jennifer Jason Leigh og auðvitað Jennifer Love Hewitt, sem var alveg með þetta á tímabili. En nú er það Jennifer Lawrence með sitt „girl next door“-útlit sem er algjörlega tekin við og heldur manni við efnið.10. Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Alltaf kemur nú þessi spurning. En ætli ég myndi ekki segja fjórði árgangurinn af Eimreiðinni, Í fylgd með fullorðnum með Bjartmari og Persona eftir Bergmann. Það er hæfileg dýpt í henni en „dass“ af erótík líka, svona þar sem maður er fastur á eyðieyju.11. Hver er fyrsta minningin þín? Standar með öskubökkum á göngunum í Kringlunni þegar hún var nýopnuð. Að minnsta kosti eftirminnilegt. Hvað var fólk að spá?12.Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Taka úr vél, setja í vél, útrétta, skafa bílinn, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, gera skattaskýrsluna, redda ryksugum. Þetta tekur yfirleitt mesta tímann. Vonandi fær maður einhverjar límónur þess á milli.13. Ricky Gervais eða Richard Pryor? Báðir góðir. En Pryor var meistari í uppistandi. Algjör frumkvöðull.14. Hver var æskuhetjan þín? Michael J. Fox. Ég horfði örugglega 55 sinnum á myndina Doc Hollywood. Hún er arfaslök.15. Horfirðu á EM í handbolta? Alveg límdur. Bara áðan öskraði ég leikleysa í röð sem mér fannst ekki ganga nógu hratt. Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
1. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé Nilli.2.Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Ég á mér rosalega praktíska hlið. Mér finnst alveg geggjað að nostra við einhver Excel-skjöl. Eftirfylgni Excel-skjala áætlana. Ekki jafn góð.3. Hvað kemur út á þér tárunum? Ég er viðkvæmur snemma á morgnana. Mynd af krökkum sem söfnuðu 3.500 krónum með tombólu fyrir Rauða krossinn getur dugað til.4. Hvað gerir þig pirraðan? Að kaupa í matinn, skafa bílinn, mæta á fundi, að þurfa að pissa, svara tölvupósti, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, of kaldar sturtur, sírennsli í klósettum, þegar maður er blautur á fótunum, skammdegið, kuldinn, vindurinn, útrunnin matvæli, umferðin og þá helst dónaskapur í umferðinni. Þetta virkar eins og ég sé alltaf pirraður en ég tek fram að þetta er algjörlega tæmandi listi. Ég er í raun mjög skapgóður og dagfarsprúður náungi.5. Hvað er fyndnast í heimi? Segjum bara Mið-Íslandsuppistandið. Lítillæti er svo mikið anno 2008-2011.6. Er líf á öðrum hnöttum? Mér finnst það líklegt. Hef ekki miklar áhyggjur samt. Ég er „team“ Homo sapiens. Við erum langflottust.7. Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Windows 95 startup-„soundið“. Ég var svo spenntur þegar ég fékk tölvu að ég endurræsti hana 120 sinnum á dag til að heyra þetta hljóð. Hún bræddi úr sér á innan við þremur vikum.8. Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Stari á Gordon Ramsey-þætti í iPadinum. Ég sofna alltaf svangur eins og börnin hans Bjarts í Sumarhúsum.9. Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Ég er óður í þessar helstu. Ég er sérstaklega ánægður með hvað Bandaríkin eru góð að pródúsera heitar píur sem heita Jennifer. Fyrst voru það Jennifer Aniston og Jennifer Lopez. Jennifer Caprati var flott í tennisnum. Svo kom Jennifer Connelly sterk inn áður en hún byrjaði með Jason Priestley. Svo mætti auðvitað nefna Jennifer Garner, Jennifer Jason Leigh og auðvitað Jennifer Love Hewitt, sem var alveg með þetta á tímabili. En nú er það Jennifer Lawrence með sitt „girl next door“-útlit sem er algjörlega tekin við og heldur manni við efnið.10. Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Alltaf kemur nú þessi spurning. En ætli ég myndi ekki segja fjórði árgangurinn af Eimreiðinni, Í fylgd með fullorðnum með Bjartmari og Persona eftir Bergmann. Það er hæfileg dýpt í henni en „dass“ af erótík líka, svona þar sem maður er fastur á eyðieyju.11. Hver er fyrsta minningin þín? Standar með öskubökkum á göngunum í Kringlunni þegar hún var nýopnuð. Að minnsta kosti eftirminnilegt. Hvað var fólk að spá?12.Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Taka úr vél, setja í vél, útrétta, skafa bílinn, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, gera skattaskýrsluna, redda ryksugum. Þetta tekur yfirleitt mesta tímann. Vonandi fær maður einhverjar límónur þess á milli.13. Ricky Gervais eða Richard Pryor? Báðir góðir. En Pryor var meistari í uppistandi. Algjör frumkvöðull.14. Hver var æskuhetjan þín? Michael J. Fox. Ég horfði örugglega 55 sinnum á myndina Doc Hollywood. Hún er arfaslök.15. Horfirðu á EM í handbolta? Alveg límdur. Bara áðan öskraði ég leikleysa í röð sem mér fannst ekki ganga nógu hratt.
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira