Félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk Marín Manda skrifar 18. janúar 2014 11:00 Unnur Pálmarsdóttir. Fréttablaðið/daníel Unnur Pálmarsdóttir, stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga hvað heilsu og vellíðan í lífi og starfi á nýju ári varðar. Á nýju heilsuári setjum við okkur ávallt ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli og því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Gott er byrja á því að fá leiðbeiningar hjá einkaþjálfara svo að framkvæmd við æfingar séu réttar. Finna sér æfingafélaga sem gerir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri því félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við æfingar. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar og þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram. Hér eru 10 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur, kæru lesendur.1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið!2. Heilsan skiptir okkur öll máli, því er nauðsynlegt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann.3. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri líðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.4. Verum sátt við sjálf okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.5. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu og að borða rétt fæði.6. Skipuleggjum okkur betur, þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka.7. Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt.8. Lyftingar og að stunda heilsurækt er besta forvörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmiðið er að byggja upp líkamann til að forðast hættu á meiðslum. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg.9. Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnendur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og framkvæmum. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur.10. Setjum okkur markmið með því að skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag. Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Unnur Pálmarsdóttir, stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga hvað heilsu og vellíðan í lífi og starfi á nýju ári varðar. Á nýju heilsuári setjum við okkur ávallt ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli og því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Gott er byrja á því að fá leiðbeiningar hjá einkaþjálfara svo að framkvæmd við æfingar séu réttar. Finna sér æfingafélaga sem gerir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri því félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við æfingar. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar og þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram. Hér eru 10 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur, kæru lesendur.1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið!2. Heilsan skiptir okkur öll máli, því er nauðsynlegt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann.3. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri líðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.4. Verum sátt við sjálf okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.5. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu og að borða rétt fæði.6. Skipuleggjum okkur betur, þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka.7. Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt.8. Lyftingar og að stunda heilsurækt er besta forvörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmiðið er að byggja upp líkamann til að forðast hættu á meiðslum. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg.9. Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnendur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og framkvæmum. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur.10. Setjum okkur markmið með því að skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag.
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira