Félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk Marín Manda skrifar 18. janúar 2014 11:00 Unnur Pálmarsdóttir. Fréttablaðið/daníel Unnur Pálmarsdóttir, stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga hvað heilsu og vellíðan í lífi og starfi á nýju ári varðar. Á nýju heilsuári setjum við okkur ávallt ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli og því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Gott er byrja á því að fá leiðbeiningar hjá einkaþjálfara svo að framkvæmd við æfingar séu réttar. Finna sér æfingafélaga sem gerir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri því félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við æfingar. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar og þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram. Hér eru 10 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur, kæru lesendur.1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið!2. Heilsan skiptir okkur öll máli, því er nauðsynlegt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann.3. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri líðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.4. Verum sátt við sjálf okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.5. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu og að borða rétt fæði.6. Skipuleggjum okkur betur, þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka.7. Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt.8. Lyftingar og að stunda heilsurækt er besta forvörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmiðið er að byggja upp líkamann til að forðast hættu á meiðslum. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg.9. Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnendur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og framkvæmum. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur.10. Setjum okkur markmið með því að skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Unnur Pálmarsdóttir, stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga hvað heilsu og vellíðan í lífi og starfi á nýju ári varðar. Á nýju heilsuári setjum við okkur ávallt ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli og því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Gott er byrja á því að fá leiðbeiningar hjá einkaþjálfara svo að framkvæmd við æfingar séu réttar. Finna sér æfingafélaga sem gerir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri því félagslegi þátturinn leikur stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við æfingar. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar og þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram. Hér eru 10 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur, kæru lesendur.1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið!2. Heilsan skiptir okkur öll máli, því er nauðsynlegt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann.3. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri líðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.4. Verum sátt við sjálf okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.5. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu og að borða rétt fæði.6. Skipuleggjum okkur betur, þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka.7. Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt.8. Lyftingar og að stunda heilsurækt er besta forvörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmiðið er að byggja upp líkamann til að forðast hættu á meiðslum. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg.9. Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnendur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og framkvæmum. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur.10. Setjum okkur markmið með því að skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira