Býttar á mat, garni og fötum Sólveig Gísladóttir skrifar 17. janúar 2014 12:00 Hafdís eldar og frystir mat. Til að auka fjölbreytnina býttar hún á mat við annað fólk í gegnum Facebook-síðuna Matarbýtti. fréttablaðið/GVA Hafdís Bjarnadóttir stofnaði nýverið Facebook-síðu þar sem fólk getur býttað á ýmsum frosnum réttum sem það hefur eldað. Hugmyndina að Facebook-síðunni Matarbýtti fékk Hafdís eftir samtal við góða vinkonu. „Hún hefur mjög gaman af að elda en gefst minni tími til þess eftir að hún eignaðist barn á síðasta ári. Hún brást við með því að undirbúa matinn fyrir allan mánuðinn með því að elda og setja í frysti. Ég fór sjálf að elda og frysta enda oft upptekin seinnipart dags og þá er gott að eiga eitthvað í frysti sem búið er að elda og sem hita má upp. Vandinn er sá að frystirinn minn er lítill og fljótur að fyllast. Þannig sá ég fram á að við þyrftum að borða sama matinn með stuttu millibili. Þá fékk ég þessa hugdettu hvort ég gæti býttað við aðra á frosnum mat í gegnum Facebook. Sá einnig fyrir mér að þetta væri sniðugt fyrir fólk sem eldar fyrir lítil heimili og neyðist til að kaupa mat í stórum skömmtum. Þá gæti þetta líka orðið til þess að maður fengi að smakka ýmsa rétti sem maður kann ekki sjálfur að elda. Hafdís stofnaði því Facebook-síðuna og viðbrögðin hafa verið góð. „Fólki finnst þetta sniðugt og það tínist hægt og hljótt í hópinn. Við erum orðin 48 núna,“ segir Hafdís sem bjó til garnbýttihóp á netinu í fyrra og í honum eru yfir 400 manns sem býtta á garnafgöngum. En er fólk ekki feimið að fá mat hjá fólki sem það þekkir ekki neitt? „Ég hafði nú dálitlar áhyggjur af því en langaði samt að prufa þetta. Síðan fær maður tilfinningu fyrir fólkinu og hvort það er á sömu línu og maður sjálfur. Ég hugsaði síðuna líka á þann hátt að maður gæti komist í tengsl við einhvern tengdan manni sem er að elda,“ segir Hafdís en hún bendir á að hugmyndin sé ekki ný af nálinni. „Það er til dæmis til síða sem heitir www.shareyourmeal.net þar sem allur heimurinn er undir. Þar getur fólk skráð sig, matinn sem það er að elda, magn og verð,“ lýsir Hafdís. Hagsýni er Hafdísi afar hugleikin. Árið 2013 skoraði hún á sjálfa sig að eyða ekki krónu í föt nema selja önnur föt á móti. „Ég stóðst áskorunina og fjármagnaði fatakaup á alla fjölskylduna með því að selja gömul föt og dót úr geymslunni á bland.is, fataskipti.is og ýmsum flóamörkuðum,“ segir Hafdís sem fann verulega fyrir þessu átaki í buddunni. „Mér tókst til dæmis að borga upp eitt bílalán á árinu.“ Hafdís lærði margt af átakinu. „Ég er orðin mjög hagsýn í fatakaupum. Ég keypti mikið í Kolaportinu, á bland.is og fataskipti.is og fann ýmislegt fínt með því að gramsa. Þá keypti ég líka inneignarnótur og gjafabréf á góðum afslætti sem fólk var að selja á bland.is,“ segir Hafdís en þannig fjármagnaði hún kaup sín á brúðarkjólnum sínum. „Mér finnst ég kunna að meta betur gildi hlutanna enda meira puð að eignast þá,“ segir hún glaðlega. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Hafdís Bjarnadóttir stofnaði nýverið Facebook-síðu þar sem fólk getur býttað á ýmsum frosnum réttum sem það hefur eldað. Hugmyndina að Facebook-síðunni Matarbýtti fékk Hafdís eftir samtal við góða vinkonu. „Hún hefur mjög gaman af að elda en gefst minni tími til þess eftir að hún eignaðist barn á síðasta ári. Hún brást við með því að undirbúa matinn fyrir allan mánuðinn með því að elda og setja í frysti. Ég fór sjálf að elda og frysta enda oft upptekin seinnipart dags og þá er gott að eiga eitthvað í frysti sem búið er að elda og sem hita má upp. Vandinn er sá að frystirinn minn er lítill og fljótur að fyllast. Þannig sá ég fram á að við þyrftum að borða sama matinn með stuttu millibili. Þá fékk ég þessa hugdettu hvort ég gæti býttað við aðra á frosnum mat í gegnum Facebook. Sá einnig fyrir mér að þetta væri sniðugt fyrir fólk sem eldar fyrir lítil heimili og neyðist til að kaupa mat í stórum skömmtum. Þá gæti þetta líka orðið til þess að maður fengi að smakka ýmsa rétti sem maður kann ekki sjálfur að elda. Hafdís stofnaði því Facebook-síðuna og viðbrögðin hafa verið góð. „Fólki finnst þetta sniðugt og það tínist hægt og hljótt í hópinn. Við erum orðin 48 núna,“ segir Hafdís sem bjó til garnbýttihóp á netinu í fyrra og í honum eru yfir 400 manns sem býtta á garnafgöngum. En er fólk ekki feimið að fá mat hjá fólki sem það þekkir ekki neitt? „Ég hafði nú dálitlar áhyggjur af því en langaði samt að prufa þetta. Síðan fær maður tilfinningu fyrir fólkinu og hvort það er á sömu línu og maður sjálfur. Ég hugsaði síðuna líka á þann hátt að maður gæti komist í tengsl við einhvern tengdan manni sem er að elda,“ segir Hafdís en hún bendir á að hugmyndin sé ekki ný af nálinni. „Það er til dæmis til síða sem heitir www.shareyourmeal.net þar sem allur heimurinn er undir. Þar getur fólk skráð sig, matinn sem það er að elda, magn og verð,“ lýsir Hafdís. Hagsýni er Hafdísi afar hugleikin. Árið 2013 skoraði hún á sjálfa sig að eyða ekki krónu í föt nema selja önnur föt á móti. „Ég stóðst áskorunina og fjármagnaði fatakaup á alla fjölskylduna með því að selja gömul föt og dót úr geymslunni á bland.is, fataskipti.is og ýmsum flóamörkuðum,“ segir Hafdís sem fann verulega fyrir þessu átaki í buddunni. „Mér tókst til dæmis að borga upp eitt bílalán á árinu.“ Hafdís lærði margt af átakinu. „Ég er orðin mjög hagsýn í fatakaupum. Ég keypti mikið í Kolaportinu, á bland.is og fataskipti.is og fann ýmislegt fínt með því að gramsa. Þá keypti ég líka inneignarnótur og gjafabréf á góðum afslætti sem fólk var að selja á bland.is,“ segir Hafdís en þannig fjármagnaði hún kaup sín á brúðarkjólnum sínum. „Mér finnst ég kunna að meta betur gildi hlutanna enda meira puð að eignast þá,“ segir hún glaðlega.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira