Viðbrögð við harmsögu úr strætó Kormákur Örn Axelsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Sjá meira
Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar