Viðbrögð við harmsögu úr strætó Kormákur Örn Axelsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „Harmsaga úr strætó“ eftir Skarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar