Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB Erik Scheller skrifar 16. janúar 2014 06:00 Fyrir stuttu lauk árlegum fundi Norðurlandaráðs í Ósló. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk og sjálfsstjórnarsvæðin hittust, eins og vant er, til að vinna að áframhaldandi norrænu samstarfi. Út frá sameiginlegri sögu/fortíð leggjum við grunninn að sameiginlegri framtíð. Lönd okkar hafa sameinaða rödd á alþjóðlegum vettvangi. Við mætumst með það að markmiði að viðhalda sterkum velferðarríkjum með opnum útflutningsmiðuðum hagkerfum. Við erum talsmenn jafnréttis, hreinskilni og umburðarlyndis. Þegar Svíþjóð nýlega tók á móti Obama forseta í hans opinberu heimsókn þótti okkur ekkert annað en sjálfsagt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi einnig vera viðstaddur og fá tækifæri til að tala fyrir hönd Íslands. Okkar norræna rödd getur orðið sterkari því fleiri sem sameiginlegir snertifletir okkar verða. Metnaður minn og margra annarra Svía er að Svíþjóð muni eins fljótt og auðið er ganga í NATO og ósk mín, sem og margra annarra Svía, er að eins fljótt og auðið er muni Ísland og einnig Noregur, verða aðilar að Evrópusambandinu. Þó er það svo að aðeins Íslendingar sjálfir geta ákveðið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Svíþjóð og sænskir stjórnmálamenn geta ekki gert annað en að standa hjá og vonast til að geta greitt Íslendingum leiðina til Brussel. Og Svíar hafa góða ástæðu til að vona:- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja hina norrænu rödd í Evrópu. Til að mynda með eigin framkvæmdastjóra, atkvæði i ráðherraráðinu og fleiri norrænum sætum á Evrópuþinginu.- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja Atlantshafstengslin enn frekar. Ykkar framúrskarandi samband við Kanada myndi bæta enn frekar hið verðandi samstarf milli ESB og Kanada sem nú myndast með fríverslunarsamningnum milli þessara tveggja aðila.- Aðild Íslands að ESB myndi ljúka stækkun ESB í norðvesturátt. Nú þegar evrópskt samstarf vex í austur, sem er sannarlega jákvæð þróun, er það jafnframt mikilvægt að norðvesturhluti sambandsins haldi áfram að gegna stóru hlutverki. Ég hef mikinn skilning á að sigrast þurfi á mörgum áskorunum ætli Ísland að gerast meðlimur í Evrópusambandinu. Þó er ég viss um að þetta séu áskoranir sem hægt er að sigrast á í sameiningu. Með EES-samningnum ættu nýjar samningaviðræður að geta hafist tafarlaust á ný og á áhrifaríkan hátt. Svíþjóð mun standa með ykkur. Þannig birtast tengsl bræðraþjóða. Í maí á næsta ári eru kosningar til Evrópuþingsins. Þar kem ég til með að vera fulltrúi frjálslyndra gilda og hins norræna samfélagslíkans. Þegar sá dagur kemur að Ísland ákveður að taka fullan þátt í hinu evrópska samstarfi þá mun ég standa með hagsmunum ykkar í Brussel. Sem Norðurlandabúar eigum við hjálpast að og styðja hverjir aðra. Þau skilaboð sem ég er að reyna að koma á framfæri eru að ávinningurinn fyrir okkur öll er of stór til þess að láta kyrrt liggja: Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu lauk árlegum fundi Norðurlandaráðs í Ósló. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk og sjálfsstjórnarsvæðin hittust, eins og vant er, til að vinna að áframhaldandi norrænu samstarfi. Út frá sameiginlegri sögu/fortíð leggjum við grunninn að sameiginlegri framtíð. Lönd okkar hafa sameinaða rödd á alþjóðlegum vettvangi. Við mætumst með það að markmiði að viðhalda sterkum velferðarríkjum með opnum útflutningsmiðuðum hagkerfum. Við erum talsmenn jafnréttis, hreinskilni og umburðarlyndis. Þegar Svíþjóð nýlega tók á móti Obama forseta í hans opinberu heimsókn þótti okkur ekkert annað en sjálfsagt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi einnig vera viðstaddur og fá tækifæri til að tala fyrir hönd Íslands. Okkar norræna rödd getur orðið sterkari því fleiri sem sameiginlegir snertifletir okkar verða. Metnaður minn og margra annarra Svía er að Svíþjóð muni eins fljótt og auðið er ganga í NATO og ósk mín, sem og margra annarra Svía, er að eins fljótt og auðið er muni Ísland og einnig Noregur, verða aðilar að Evrópusambandinu. Þó er það svo að aðeins Íslendingar sjálfir geta ákveðið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Svíþjóð og sænskir stjórnmálamenn geta ekki gert annað en að standa hjá og vonast til að geta greitt Íslendingum leiðina til Brussel. Og Svíar hafa góða ástæðu til að vona:- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja hina norrænu rödd í Evrópu. Til að mynda með eigin framkvæmdastjóra, atkvæði i ráðherraráðinu og fleiri norrænum sætum á Evrópuþinginu.- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja Atlantshafstengslin enn frekar. Ykkar framúrskarandi samband við Kanada myndi bæta enn frekar hið verðandi samstarf milli ESB og Kanada sem nú myndast með fríverslunarsamningnum milli þessara tveggja aðila.- Aðild Íslands að ESB myndi ljúka stækkun ESB í norðvesturátt. Nú þegar evrópskt samstarf vex í austur, sem er sannarlega jákvæð þróun, er það jafnframt mikilvægt að norðvesturhluti sambandsins haldi áfram að gegna stóru hlutverki. Ég hef mikinn skilning á að sigrast þurfi á mörgum áskorunum ætli Ísland að gerast meðlimur í Evrópusambandinu. Þó er ég viss um að þetta séu áskoranir sem hægt er að sigrast á í sameiningu. Með EES-samningnum ættu nýjar samningaviðræður að geta hafist tafarlaust á ný og á áhrifaríkan hátt. Svíþjóð mun standa með ykkur. Þannig birtast tengsl bræðraþjóða. Í maí á næsta ári eru kosningar til Evrópuþingsins. Þar kem ég til með að vera fulltrúi frjálslyndra gilda og hins norræna samfélagslíkans. Þegar sá dagur kemur að Ísland ákveður að taka fullan þátt í hinu evrópska samstarfi þá mun ég standa með hagsmunum ykkar í Brussel. Sem Norðurlandabúar eigum við hjálpast að og styðja hverjir aðra. Þau skilaboð sem ég er að reyna að koma á framfæri eru að ávinningurinn fyrir okkur öll er of stór til þess að láta kyrrt liggja: Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar