Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum? Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 16. janúar 2014 06:00 Almenn skylda til að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs samkvæmt lögum og kjarasamningum.Hvað fáum við fyrir þessi iðgjöld? Launþeginn greiðir 4% af launum sínum í sjóðinn og launagreiðandinn leggur til 8% í viðbót, alls 12%. Þetta er talsverð fjárhæð og yfir alla starfsævina hafa þessar mánaðarlegu greiðslur myndað sjóð sem stendur undir greiðslu ævilangs lífeyris. Stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum. Hér vil ég skoða aðeins nánar hvað við fáum til baka fyrir iðgjaldið. Rétt er að hafa í huga, að margir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur, hafa ekki greitt iðgjald í lífeyrissjóð af öllum sínum tekjum, sem er skýring þess að þeir hafa ekki myndað full lífeyrisréttindi. Áður var ekki fortakslaus lagaskylda að greiða í lífeyrissjóð eins og nú er.Góð langtímaávöxtun Lífeyrissjóðurinn tekur við iðgjöldum sjóðfélagans, geymir þau og ávaxtar eins vel og mögulegt er. Ávöxtun getur gengið misjafnlega frá ári til árs, en yfir lengri tíma hafa íslensku lífeyrissjóðirnir almennt náð góðri ávöxtun. Þannig var t.d. raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna yfir 20 ára tímabil, frá 1993 til og með 2012, að meðaltali 4,6% á ári. Það er talsvert umfram þau 3,5% sem miða þarf við samkvæmt lögum í útreikningum á tryggingarfræðilegri stöðu sjóðsins. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er ævilangur lífeyrir (ellilífeyrir) um tveir þriðju hlutar allra lífeyrisgreiðslna, um þriðjungur eru örorku-, maka- og barnalífeyrir.Nærri níu milljarðar Samtals greiddi sjóðurinn rúmlega 7,7 milljarða króna í lífeyri árið 2012 og á síðasta ári er heildarfjárhæð þess lífeyris, sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi út, um milljarði hærri en árið áður eða 8,7 milljarðar króna. Hve háan ellilífeyri fæ ég þá? Fjárhæð lífeyris ræðst af greiddum iðgjöldum til sjóðsins og hve lengi hver sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins. Lífeyrir er verðtryggður og breytist mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs.Ævilangur lífeyrir Vert er að minna sérstaklega á að ellilífeyrir er ævilangur lífeyrir, hann er greiddur út mánaðarlega alla ævina frá því taka lífeyris hefst, hversu gamall sem sjóðfélaginn verður. Skoðum þá fjárhæðina. Ef miðað er við að sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefji töku lífeyris 67 ára fær hann í lífeyri um 64% af þeim meðallaunum sem greitt var af yfir um 40 ára starfsævi. Þannig er áætlaður verðtryggður lífeyrir sjóðfélaga sem er með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum ASÍ skoraði í gær á menn að sýna ábyrgð og hækka ekki verð. Fyrirtæki brugðust strax við og drógu verðhækkanir til baka. Sum boða verðlækkun. Nauðsynlegt að hækka verð vegna hækkunar á aðföngum, segja nokkrir forstjórar sem rætt var við. 10. janúar 2014 06:00 Rjóma-ránið mikla að þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. 15. janúar 2014 06:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Almenn skylda til að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs samkvæmt lögum og kjarasamningum.Hvað fáum við fyrir þessi iðgjöld? Launþeginn greiðir 4% af launum sínum í sjóðinn og launagreiðandinn leggur til 8% í viðbót, alls 12%. Þetta er talsverð fjárhæð og yfir alla starfsævina hafa þessar mánaðarlegu greiðslur myndað sjóð sem stendur undir greiðslu ævilangs lífeyris. Stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum. Hér vil ég skoða aðeins nánar hvað við fáum til baka fyrir iðgjaldið. Rétt er að hafa í huga, að margir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur, hafa ekki greitt iðgjald í lífeyrissjóð af öllum sínum tekjum, sem er skýring þess að þeir hafa ekki myndað full lífeyrisréttindi. Áður var ekki fortakslaus lagaskylda að greiða í lífeyrissjóð eins og nú er.Góð langtímaávöxtun Lífeyrissjóðurinn tekur við iðgjöldum sjóðfélagans, geymir þau og ávaxtar eins vel og mögulegt er. Ávöxtun getur gengið misjafnlega frá ári til árs, en yfir lengri tíma hafa íslensku lífeyrissjóðirnir almennt náð góðri ávöxtun. Þannig var t.d. raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna yfir 20 ára tímabil, frá 1993 til og með 2012, að meðaltali 4,6% á ári. Það er talsvert umfram þau 3,5% sem miða þarf við samkvæmt lögum í útreikningum á tryggingarfræðilegri stöðu sjóðsins. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er ævilangur lífeyrir (ellilífeyrir) um tveir þriðju hlutar allra lífeyrisgreiðslna, um þriðjungur eru örorku-, maka- og barnalífeyrir.Nærri níu milljarðar Samtals greiddi sjóðurinn rúmlega 7,7 milljarða króna í lífeyri árið 2012 og á síðasta ári er heildarfjárhæð þess lífeyris, sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi út, um milljarði hærri en árið áður eða 8,7 milljarðar króna. Hve háan ellilífeyri fæ ég þá? Fjárhæð lífeyris ræðst af greiddum iðgjöldum til sjóðsins og hve lengi hver sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins. Lífeyrir er verðtryggður og breytist mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs.Ævilangur lífeyrir Vert er að minna sérstaklega á að ellilífeyrir er ævilangur lífeyrir, hann er greiddur út mánaðarlega alla ævina frá því taka lífeyris hefst, hversu gamall sem sjóðfélaginn verður. Skoðum þá fjárhæðina. Ef miðað er við að sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefji töku lífeyris 67 ára fær hann í lífeyri um 64% af þeim meðallaunum sem greitt var af yfir um 40 ára starfsævi. Þannig er áætlaður verðtryggður lífeyrir sjóðfélaga sem er með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt.
Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum ASÍ skoraði í gær á menn að sýna ábyrgð og hækka ekki verð. Fyrirtæki brugðust strax við og drógu verðhækkanir til baka. Sum boða verðlækkun. Nauðsynlegt að hækka verð vegna hækkunar á aðföngum, segja nokkrir forstjórar sem rætt var við. 10. janúar 2014 06:00
Rjóma-ránið mikla að þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. 15. janúar 2014 06:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar