Fékk hugmyndina upp úr ælupest sonar Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2014 09:30 Þorsteinn Guðmundsson sendir frá sér tímaritið Glott. fréttablaðið/valli „Strákurinn minn fékk ælupest og konan mín kom heim með barnablað sem átti að gleðja strákinn og þá fékk ég hugmyndina um að búa til hresst skemmtirit fyrir fullorðna,“ segir gleðigjafinn Þorsteinn Guðmundsson, sem gaf um liðna helgi út nýtt tímarit sem kallast Glott. Um er að ræða tímarit sem stefnt er á að gefa út einu sinni í mánuði. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Spurður út í titil tímaritsins, segir Þorsteinn hann vera niðurstöðu ákveðins hugarflugs. „Ég vildi láta titilinn tengjast hlátri og brosi. Bros er bara of væmið en glott er betra og lifir af.“ Nokkrir höfundar sem skrifa í blaðið og á meðal pistlahöfunda eru Ari Eldjárn, Doktor Gunni, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og svo er viðtal við Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkmann í knattspyrnu. Þó skrifa ekki alltaf sömu höfundarnir í öll blöðin. „Við viljum að efni blaðsins sé létt og það sé húmor í því þannig að við sleppum allri pólitík og dægurmálum, viljum að þetta sé tímalaust blað. Þetta er samt ekki brandarablað,“ bætir Þorsteinn við. Það verða þó ekki alltaf sömu pistlahöfundarnir sem skrifa í blaðið nema Halldór Baldursson. „Halldór verður alltaf með framhaldssögu, hann á marga aðdáendur og set ég hans opnu í miðjuna svo það sé hægt að taka hana úr eins og menn gerðu við plakötin í gamla daga. Það er ákveðinn gamaldagsfílingur yfir þessu.“ Þorsteinn segir það ekki vera á döfinni að gera Glott að veftímariti en útilokar þó ekki að Glott fari á netið í framtíðinni. Ásamt skrifum og tímaritssmíði kemur Þorsteinn fram með Mið-Íslandi á uppistandi í Þjóðleikhúsinu á næstunni. „Mér er líkt við Eið Smára í Mið-Íslandi því mér er alltaf skipt inn á þegar mikið liggur við.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Strákurinn minn fékk ælupest og konan mín kom heim með barnablað sem átti að gleðja strákinn og þá fékk ég hugmyndina um að búa til hresst skemmtirit fyrir fullorðna,“ segir gleðigjafinn Þorsteinn Guðmundsson, sem gaf um liðna helgi út nýtt tímarit sem kallast Glott. Um er að ræða tímarit sem stefnt er á að gefa út einu sinni í mánuði. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Spurður út í titil tímaritsins, segir Þorsteinn hann vera niðurstöðu ákveðins hugarflugs. „Ég vildi láta titilinn tengjast hlátri og brosi. Bros er bara of væmið en glott er betra og lifir af.“ Nokkrir höfundar sem skrifa í blaðið og á meðal pistlahöfunda eru Ari Eldjárn, Doktor Gunni, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og svo er viðtal við Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkmann í knattspyrnu. Þó skrifa ekki alltaf sömu höfundarnir í öll blöðin. „Við viljum að efni blaðsins sé létt og það sé húmor í því þannig að við sleppum allri pólitík og dægurmálum, viljum að þetta sé tímalaust blað. Þetta er samt ekki brandarablað,“ bætir Þorsteinn við. Það verða þó ekki alltaf sömu pistlahöfundarnir sem skrifa í blaðið nema Halldór Baldursson. „Halldór verður alltaf með framhaldssögu, hann á marga aðdáendur og set ég hans opnu í miðjuna svo það sé hægt að taka hana úr eins og menn gerðu við plakötin í gamla daga. Það er ákveðinn gamaldagsfílingur yfir þessu.“ Þorsteinn segir það ekki vera á döfinni að gera Glott að veftímariti en útilokar þó ekki að Glott fari á netið í framtíðinni. Ásamt skrifum og tímaritssmíði kemur Þorsteinn fram með Mið-Íslandi á uppistandi í Þjóðleikhúsinu á næstunni. „Mér er líkt við Eið Smára í Mið-Íslandi því mér er alltaf skipt inn á þegar mikið liggur við.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira