Lygin á sér marga málsvara Guðjón Jensson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Svonefnt Icesave-mál á tímum vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á sér enga hliðstæðu. Þá var efnt af þáverandi stjórnarandstöðu undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einhver hatrammasta áróðursherferð gegn lausn erfiðs máls. Icesave-málið var eins og kunnugt er tilkomið vegna skuldbindinga Landsbankans í tengslum við innistæðureikninga bankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Í raun var ákvörðunin um stofnun hávaxtainnlánareikninga ekki beinlínis röng. Þegar ekki tókst að endurfjármagna lán bankans á sínum tíma þá fór allt í uppnám. Landsbankinn hafði tekið gríðarhá skammtímalán sem ekki fengust framlengd. Samhliða lánaði bankinn viðskiptavinum sínum einkum í Bretlandi háar fjárhæðir en á hærri vöxtum og til lengri tíma. Þegar ljóst var að ekki tókst að brúa bilið milli afborgana lána og útlána og ekki unnt var að semja um framlengingu, þá varð bankinn tæknilega gjaldþrota. Hins vegar var nokkuð ljóst að þokkalegar tryggingar og veð voru fyrir útistandandi lánum bankans. Þessu var öfugt farið með rekstur Kaupþingsbanka. Þar voru útistandandi lán án tilhlýðilegra veða og trygginga einkum tengd Robert Tschengis, annáluðum breskum braskara, sem og ýmsum sem tengdust fjármálaumsvifum á vegum Framsóknarflokksins. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis námu lán bankans til Tschengis 46% og munu þær útistandandi skuldir vera einskis virði. Það var því fyrir Framsóknarflokkinn mikil nauðsyn að beina athyglinni að öðru en braskinu og óreiðunni í Kaupþingi. Icesave varð því ofan á. Fyrsti Icesave-samningur var undirritaður af ríkisstjórn Geirs Haarde og þótti eðlilega mjög slæmur. Var því ákveðið að reyna öðru sinni að semja. Það var alltaf ljóst undir árslok 2008 að Ísland gæti alls ekki staðið undir þeim byrðum sem þessi upphaflegi samningur hljóðaði upp á. Svavar Gestsson var formaður samninganefndar og hefur sjálfsagt reynt hvað hann gat að koma samningsákvæðum í hagstæðara horf. Nú gerist það við gríðarlega gagnrýni í þinginu undir forystu Sigmundar Davíðs að gera þessa samninga eins tortryggilega og unnt var. Stór orð og vafasamar fullyrðingar voru látnar falla, m.a. landráð sem er mjög alvarlegur glæpur. Þá er það að Ólafur Ragnar forseti tekur ákvörðun um að neita undirritun samningsins, ekki einu sinni heldur tvívegis. Tvívegis hefði verið höggvið í sama knérunn. Allir málsmetandi og varkárir lögfræðingar landsins töldu samningaleið mun betri en að hafa þessi mál í lausu lofti. Alltaf varð ljósara eftir því sem tíminn leið að nægar innistæður væru til að mæta skuldbindingum Icesave. Þann 6. september 2013 var sú frétt í netútgáfu Mbl. að Icesave væri tæknilega úr sögunni. Umtalsvert meira fé hefði skilað sér umfram skuldbindingar Icesave af útistandandi lánum bankans. Þetta hafa væntanlega verið Sigmundi Davíð og fleirum í Framsóknarflokknum mikil og sár vonbrigði. Hann vísar oft í málaferlin fyrir EFTA-dómstólnum sem að vísu fellst á að ekki sé heimilt að skuldsetja heila þjóð fyrir skuldum sem nú eru reyndar ekki lengur til þar eð nægt fjármagn er fyrir skuldbindingum vegna Icesave. Aldrei hefur verið fjallað um þessi endalok í fjölmiðlum enda hentar það stjórnarherranum Sigmundi Davíð alls ekki.Hverju töpuðu Íslendingar vegna þrefsins? Nú er ljóst að ef samningaleiðin hefði verið staðfest af bóndanum á Bessastöðum, hefði traust á Íslendingum byggst strax upp að nýju. Fengist hefði þá þegar hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör. „Hjól viðskiptalífsins“ hefðu byrjað fyrr að snúast. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur að tap Íslendinga við töfina á Icesave hafi kostað a.m.k. 60 milljarða króna. Áróðursbragð Sigmundar Davíðs heppnaðist og skilaði honum gríðarlegum árangri í síðustu kosningum. Bröttustu kosningaloforð hans sem hafa sést norðan Alpafjalla rugluðu marga kjósendur. Icesave-málið á sér e.t.v. eina hliðstæðu í sögu Íslands. Árið 1905 æsti Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, sunnlenska bændur gegn Hannesi Hafstein ráðherra vegna svonefnds símamáls. Birni tókst ætlunarverk sitt ekki enda varðist Hannes og fylgismenn hans fimlega. Því miður tókst ekki að verjast áróðri Framsóknar gegn Icesave rúmri öld seinna. Sigmundur Davíð átti hauk í horni þar sem Ólafur Ragnar forseti var tilbúinn til samvinnu. Vörn ríkisstjórnarinnar fór einkum fram í þinginu en minna í fjölmiðlum þar sem Sigmundur Davíð átti mikil ítök. Lygin getur verið nytsöm einkum þar sem nóg er af auðtrúum sálum. Íslendingar upp til hópa gera fremur litlar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Allar blekkingar eru nánast umbornar, jafnvel lygin tekin góð og gild. En sannleikurinn er sagna bestur. Þetta áróðursbragð á örugglega eftir að hefna sín. Stjórnmálaflokkur sem byggir tilveru sína á blekkingum og lygum er hvorki fugl né fiskur. Honum þarf að koma frá sem fyrst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Svonefnt Icesave-mál á tímum vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á sér enga hliðstæðu. Þá var efnt af þáverandi stjórnarandstöðu undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einhver hatrammasta áróðursherferð gegn lausn erfiðs máls. Icesave-málið var eins og kunnugt er tilkomið vegna skuldbindinga Landsbankans í tengslum við innistæðureikninga bankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Í raun var ákvörðunin um stofnun hávaxtainnlánareikninga ekki beinlínis röng. Þegar ekki tókst að endurfjármagna lán bankans á sínum tíma þá fór allt í uppnám. Landsbankinn hafði tekið gríðarhá skammtímalán sem ekki fengust framlengd. Samhliða lánaði bankinn viðskiptavinum sínum einkum í Bretlandi háar fjárhæðir en á hærri vöxtum og til lengri tíma. Þegar ljóst var að ekki tókst að brúa bilið milli afborgana lána og útlána og ekki unnt var að semja um framlengingu, þá varð bankinn tæknilega gjaldþrota. Hins vegar var nokkuð ljóst að þokkalegar tryggingar og veð voru fyrir útistandandi lánum bankans. Þessu var öfugt farið með rekstur Kaupþingsbanka. Þar voru útistandandi lán án tilhlýðilegra veða og trygginga einkum tengd Robert Tschengis, annáluðum breskum braskara, sem og ýmsum sem tengdust fjármálaumsvifum á vegum Framsóknarflokksins. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis námu lán bankans til Tschengis 46% og munu þær útistandandi skuldir vera einskis virði. Það var því fyrir Framsóknarflokkinn mikil nauðsyn að beina athyglinni að öðru en braskinu og óreiðunni í Kaupþingi. Icesave varð því ofan á. Fyrsti Icesave-samningur var undirritaður af ríkisstjórn Geirs Haarde og þótti eðlilega mjög slæmur. Var því ákveðið að reyna öðru sinni að semja. Það var alltaf ljóst undir árslok 2008 að Ísland gæti alls ekki staðið undir þeim byrðum sem þessi upphaflegi samningur hljóðaði upp á. Svavar Gestsson var formaður samninganefndar og hefur sjálfsagt reynt hvað hann gat að koma samningsákvæðum í hagstæðara horf. Nú gerist það við gríðarlega gagnrýni í þinginu undir forystu Sigmundar Davíðs að gera þessa samninga eins tortryggilega og unnt var. Stór orð og vafasamar fullyrðingar voru látnar falla, m.a. landráð sem er mjög alvarlegur glæpur. Þá er það að Ólafur Ragnar forseti tekur ákvörðun um að neita undirritun samningsins, ekki einu sinni heldur tvívegis. Tvívegis hefði verið höggvið í sama knérunn. Allir málsmetandi og varkárir lögfræðingar landsins töldu samningaleið mun betri en að hafa þessi mál í lausu lofti. Alltaf varð ljósara eftir því sem tíminn leið að nægar innistæður væru til að mæta skuldbindingum Icesave. Þann 6. september 2013 var sú frétt í netútgáfu Mbl. að Icesave væri tæknilega úr sögunni. Umtalsvert meira fé hefði skilað sér umfram skuldbindingar Icesave af útistandandi lánum bankans. Þetta hafa væntanlega verið Sigmundi Davíð og fleirum í Framsóknarflokknum mikil og sár vonbrigði. Hann vísar oft í málaferlin fyrir EFTA-dómstólnum sem að vísu fellst á að ekki sé heimilt að skuldsetja heila þjóð fyrir skuldum sem nú eru reyndar ekki lengur til þar eð nægt fjármagn er fyrir skuldbindingum vegna Icesave. Aldrei hefur verið fjallað um þessi endalok í fjölmiðlum enda hentar það stjórnarherranum Sigmundi Davíð alls ekki.Hverju töpuðu Íslendingar vegna þrefsins? Nú er ljóst að ef samningaleiðin hefði verið staðfest af bóndanum á Bessastöðum, hefði traust á Íslendingum byggst strax upp að nýju. Fengist hefði þá þegar hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör. „Hjól viðskiptalífsins“ hefðu byrjað fyrr að snúast. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur að tap Íslendinga við töfina á Icesave hafi kostað a.m.k. 60 milljarða króna. Áróðursbragð Sigmundar Davíðs heppnaðist og skilaði honum gríðarlegum árangri í síðustu kosningum. Bröttustu kosningaloforð hans sem hafa sést norðan Alpafjalla rugluðu marga kjósendur. Icesave-málið á sér e.t.v. eina hliðstæðu í sögu Íslands. Árið 1905 æsti Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, sunnlenska bændur gegn Hannesi Hafstein ráðherra vegna svonefnds símamáls. Birni tókst ætlunarverk sitt ekki enda varðist Hannes og fylgismenn hans fimlega. Því miður tókst ekki að verjast áróðri Framsóknar gegn Icesave rúmri öld seinna. Sigmundur Davíð átti hauk í horni þar sem Ólafur Ragnar forseti var tilbúinn til samvinnu. Vörn ríkisstjórnarinnar fór einkum fram í þinginu en minna í fjölmiðlum þar sem Sigmundur Davíð átti mikil ítök. Lygin getur verið nytsöm einkum þar sem nóg er af auðtrúum sálum. Íslendingar upp til hópa gera fremur litlar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Allar blekkingar eru nánast umbornar, jafnvel lygin tekin góð og gild. En sannleikurinn er sagna bestur. Þetta áróðursbragð á örugglega eftir að hefna sín. Stjórnmálaflokkur sem byggir tilveru sína á blekkingum og lygum er hvorki fugl né fiskur. Honum þarf að koma frá sem fyrst!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar