Lygin á sér marga málsvara Guðjón Jensson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Svonefnt Icesave-mál á tímum vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á sér enga hliðstæðu. Þá var efnt af þáverandi stjórnarandstöðu undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einhver hatrammasta áróðursherferð gegn lausn erfiðs máls. Icesave-málið var eins og kunnugt er tilkomið vegna skuldbindinga Landsbankans í tengslum við innistæðureikninga bankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Í raun var ákvörðunin um stofnun hávaxtainnlánareikninga ekki beinlínis röng. Þegar ekki tókst að endurfjármagna lán bankans á sínum tíma þá fór allt í uppnám. Landsbankinn hafði tekið gríðarhá skammtímalán sem ekki fengust framlengd. Samhliða lánaði bankinn viðskiptavinum sínum einkum í Bretlandi háar fjárhæðir en á hærri vöxtum og til lengri tíma. Þegar ljóst var að ekki tókst að brúa bilið milli afborgana lána og útlána og ekki unnt var að semja um framlengingu, þá varð bankinn tæknilega gjaldþrota. Hins vegar var nokkuð ljóst að þokkalegar tryggingar og veð voru fyrir útistandandi lánum bankans. Þessu var öfugt farið með rekstur Kaupþingsbanka. Þar voru útistandandi lán án tilhlýðilegra veða og trygginga einkum tengd Robert Tschengis, annáluðum breskum braskara, sem og ýmsum sem tengdust fjármálaumsvifum á vegum Framsóknarflokksins. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis námu lán bankans til Tschengis 46% og munu þær útistandandi skuldir vera einskis virði. Það var því fyrir Framsóknarflokkinn mikil nauðsyn að beina athyglinni að öðru en braskinu og óreiðunni í Kaupþingi. Icesave varð því ofan á. Fyrsti Icesave-samningur var undirritaður af ríkisstjórn Geirs Haarde og þótti eðlilega mjög slæmur. Var því ákveðið að reyna öðru sinni að semja. Það var alltaf ljóst undir árslok 2008 að Ísland gæti alls ekki staðið undir þeim byrðum sem þessi upphaflegi samningur hljóðaði upp á. Svavar Gestsson var formaður samninganefndar og hefur sjálfsagt reynt hvað hann gat að koma samningsákvæðum í hagstæðara horf. Nú gerist það við gríðarlega gagnrýni í þinginu undir forystu Sigmundar Davíðs að gera þessa samninga eins tortryggilega og unnt var. Stór orð og vafasamar fullyrðingar voru látnar falla, m.a. landráð sem er mjög alvarlegur glæpur. Þá er það að Ólafur Ragnar forseti tekur ákvörðun um að neita undirritun samningsins, ekki einu sinni heldur tvívegis. Tvívegis hefði verið höggvið í sama knérunn. Allir málsmetandi og varkárir lögfræðingar landsins töldu samningaleið mun betri en að hafa þessi mál í lausu lofti. Alltaf varð ljósara eftir því sem tíminn leið að nægar innistæður væru til að mæta skuldbindingum Icesave. Þann 6. september 2013 var sú frétt í netútgáfu Mbl. að Icesave væri tæknilega úr sögunni. Umtalsvert meira fé hefði skilað sér umfram skuldbindingar Icesave af útistandandi lánum bankans. Þetta hafa væntanlega verið Sigmundi Davíð og fleirum í Framsóknarflokknum mikil og sár vonbrigði. Hann vísar oft í málaferlin fyrir EFTA-dómstólnum sem að vísu fellst á að ekki sé heimilt að skuldsetja heila þjóð fyrir skuldum sem nú eru reyndar ekki lengur til þar eð nægt fjármagn er fyrir skuldbindingum vegna Icesave. Aldrei hefur verið fjallað um þessi endalok í fjölmiðlum enda hentar það stjórnarherranum Sigmundi Davíð alls ekki.Hverju töpuðu Íslendingar vegna þrefsins? Nú er ljóst að ef samningaleiðin hefði verið staðfest af bóndanum á Bessastöðum, hefði traust á Íslendingum byggst strax upp að nýju. Fengist hefði þá þegar hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör. „Hjól viðskiptalífsins“ hefðu byrjað fyrr að snúast. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur að tap Íslendinga við töfina á Icesave hafi kostað a.m.k. 60 milljarða króna. Áróðursbragð Sigmundar Davíðs heppnaðist og skilaði honum gríðarlegum árangri í síðustu kosningum. Bröttustu kosningaloforð hans sem hafa sést norðan Alpafjalla rugluðu marga kjósendur. Icesave-málið á sér e.t.v. eina hliðstæðu í sögu Íslands. Árið 1905 æsti Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, sunnlenska bændur gegn Hannesi Hafstein ráðherra vegna svonefnds símamáls. Birni tókst ætlunarverk sitt ekki enda varðist Hannes og fylgismenn hans fimlega. Því miður tókst ekki að verjast áróðri Framsóknar gegn Icesave rúmri öld seinna. Sigmundur Davíð átti hauk í horni þar sem Ólafur Ragnar forseti var tilbúinn til samvinnu. Vörn ríkisstjórnarinnar fór einkum fram í þinginu en minna í fjölmiðlum þar sem Sigmundur Davíð átti mikil ítök. Lygin getur verið nytsöm einkum þar sem nóg er af auðtrúum sálum. Íslendingar upp til hópa gera fremur litlar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Allar blekkingar eru nánast umbornar, jafnvel lygin tekin góð og gild. En sannleikurinn er sagna bestur. Þetta áróðursbragð á örugglega eftir að hefna sín. Stjórnmálaflokkur sem byggir tilveru sína á blekkingum og lygum er hvorki fugl né fiskur. Honum þarf að koma frá sem fyrst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Svonefnt Icesave-mál á tímum vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á sér enga hliðstæðu. Þá var efnt af þáverandi stjórnarandstöðu undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einhver hatrammasta áróðursherferð gegn lausn erfiðs máls. Icesave-málið var eins og kunnugt er tilkomið vegna skuldbindinga Landsbankans í tengslum við innistæðureikninga bankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Í raun var ákvörðunin um stofnun hávaxtainnlánareikninga ekki beinlínis röng. Þegar ekki tókst að endurfjármagna lán bankans á sínum tíma þá fór allt í uppnám. Landsbankinn hafði tekið gríðarhá skammtímalán sem ekki fengust framlengd. Samhliða lánaði bankinn viðskiptavinum sínum einkum í Bretlandi háar fjárhæðir en á hærri vöxtum og til lengri tíma. Þegar ljóst var að ekki tókst að brúa bilið milli afborgana lána og útlána og ekki unnt var að semja um framlengingu, þá varð bankinn tæknilega gjaldþrota. Hins vegar var nokkuð ljóst að þokkalegar tryggingar og veð voru fyrir útistandandi lánum bankans. Þessu var öfugt farið með rekstur Kaupþingsbanka. Þar voru útistandandi lán án tilhlýðilegra veða og trygginga einkum tengd Robert Tschengis, annáluðum breskum braskara, sem og ýmsum sem tengdust fjármálaumsvifum á vegum Framsóknarflokksins. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis námu lán bankans til Tschengis 46% og munu þær útistandandi skuldir vera einskis virði. Það var því fyrir Framsóknarflokkinn mikil nauðsyn að beina athyglinni að öðru en braskinu og óreiðunni í Kaupþingi. Icesave varð því ofan á. Fyrsti Icesave-samningur var undirritaður af ríkisstjórn Geirs Haarde og þótti eðlilega mjög slæmur. Var því ákveðið að reyna öðru sinni að semja. Það var alltaf ljóst undir árslok 2008 að Ísland gæti alls ekki staðið undir þeim byrðum sem þessi upphaflegi samningur hljóðaði upp á. Svavar Gestsson var formaður samninganefndar og hefur sjálfsagt reynt hvað hann gat að koma samningsákvæðum í hagstæðara horf. Nú gerist það við gríðarlega gagnrýni í þinginu undir forystu Sigmundar Davíðs að gera þessa samninga eins tortryggilega og unnt var. Stór orð og vafasamar fullyrðingar voru látnar falla, m.a. landráð sem er mjög alvarlegur glæpur. Þá er það að Ólafur Ragnar forseti tekur ákvörðun um að neita undirritun samningsins, ekki einu sinni heldur tvívegis. Tvívegis hefði verið höggvið í sama knérunn. Allir málsmetandi og varkárir lögfræðingar landsins töldu samningaleið mun betri en að hafa þessi mál í lausu lofti. Alltaf varð ljósara eftir því sem tíminn leið að nægar innistæður væru til að mæta skuldbindingum Icesave. Þann 6. september 2013 var sú frétt í netútgáfu Mbl. að Icesave væri tæknilega úr sögunni. Umtalsvert meira fé hefði skilað sér umfram skuldbindingar Icesave af útistandandi lánum bankans. Þetta hafa væntanlega verið Sigmundi Davíð og fleirum í Framsóknarflokknum mikil og sár vonbrigði. Hann vísar oft í málaferlin fyrir EFTA-dómstólnum sem að vísu fellst á að ekki sé heimilt að skuldsetja heila þjóð fyrir skuldum sem nú eru reyndar ekki lengur til þar eð nægt fjármagn er fyrir skuldbindingum vegna Icesave. Aldrei hefur verið fjallað um þessi endalok í fjölmiðlum enda hentar það stjórnarherranum Sigmundi Davíð alls ekki.Hverju töpuðu Íslendingar vegna þrefsins? Nú er ljóst að ef samningaleiðin hefði verið staðfest af bóndanum á Bessastöðum, hefði traust á Íslendingum byggst strax upp að nýju. Fengist hefði þá þegar hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör. „Hjól viðskiptalífsins“ hefðu byrjað fyrr að snúast. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur telur að tap Íslendinga við töfina á Icesave hafi kostað a.m.k. 60 milljarða króna. Áróðursbragð Sigmundar Davíðs heppnaðist og skilaði honum gríðarlegum árangri í síðustu kosningum. Bröttustu kosningaloforð hans sem hafa sést norðan Alpafjalla rugluðu marga kjósendur. Icesave-málið á sér e.t.v. eina hliðstæðu í sögu Íslands. Árið 1905 æsti Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, sunnlenska bændur gegn Hannesi Hafstein ráðherra vegna svonefnds símamáls. Birni tókst ætlunarverk sitt ekki enda varðist Hannes og fylgismenn hans fimlega. Því miður tókst ekki að verjast áróðri Framsóknar gegn Icesave rúmri öld seinna. Sigmundur Davíð átti hauk í horni þar sem Ólafur Ragnar forseti var tilbúinn til samvinnu. Vörn ríkisstjórnarinnar fór einkum fram í þinginu en minna í fjölmiðlum þar sem Sigmundur Davíð átti mikil ítök. Lygin getur verið nytsöm einkum þar sem nóg er af auðtrúum sálum. Íslendingar upp til hópa gera fremur litlar kröfur til stjórnmálamanna sinna. Allar blekkingar eru nánast umbornar, jafnvel lygin tekin góð og gild. En sannleikurinn er sagna bestur. Þetta áróðursbragð á örugglega eftir að hefna sín. Stjórnmálaflokkur sem byggir tilveru sína á blekkingum og lygum er hvorki fugl né fiskur. Honum þarf að koma frá sem fyrst!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar