Svar við skrifum um dagforeldra Helga Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar