Svar við skrifum um dagforeldra Helga Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun