Svar við skrifum um dagforeldra Helga Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka Pawel Bartoszek fyrir hlý orð í garð dagforeldra. Hefur hann skrifað góð bréf um ágæti okkar stéttar og ber að þakka það þegar tekinn er upp hanskinn fyrir svo þegjandi stétt eins og dagforeldrar eru, og hafa verið um margra áratuga skeið. Dagforeldrar hafa verið ómissandi fyrir Reykjavíkurborg sem og foreldra þessa lands, en það er alveg merkilegt að á 25 ára starfsvettvangi mínum sem dagforeldri hefur verið rætt um kostnað foreldra. Jú, að vísu er þetta ekki ókeypis, það er mikið að greiða 50 þúsund krónur fyrir vistun á barninu sínu fyrir foreldra í sambúð. Svo greiðir Reykjavíkurborg 47.479 krónur í mótframlag, þá er heildarpláss á tæpar 98.000 (það skal tekið fram að þetta er gjald sem ég er að taka en dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi svo gjaldskráin er misjöfn frá einu dagforeldri til annars). Það er kannski ekki mikið fyrir okkur dagforeldrana að fá. Inni í þessu verði eru bleyjur, blautbréf, allur matur, og leikfangakostnaður. Þá þurfum við dagforeldrar að greiða af þessari upphæð skattana okkar, lífeyrissjóð, tryggingar og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oftar en ekki störfum við í okkar eigin húsnæði. Það þarf að mála og dytta að ýmsu þannig að flestir ættu að sjá að þetta eru ekki há laun fyrir mikla vinnu. En nú er komin upp sú staða einu sinni enn að nú skuli loka fyrir starfsemi dagforeldra. Eins og málið snýr við mér frá mínum bæjardyrum séð og fróðir menn vita einnig, er það ekki gerlegt fyrir Reykjavíkurborg, því það er ekki nóg að byggja nýja leikskóla, það er að segja ef nægilegt fé er fyrir hendi. Ekki fást einu sinni starfsmenn í þá skóla sem eru nú starfandi. Fyrir utan það þá kostar bara helmingi meira að reka leikskólana. Eitt pláss á leikskóla kostar um 190.000 krónur og greiða foreldrar um 27.000 krónur sjálfir þannig að mótframlag Reykjavíkurborgar er þá um 130.000 kr. Ég er félagsmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykjavík, og hafa stjórnir félagsins farið á marga fundi hjá Reykjavíkurborg, eða í um það bil tíu ár, og beðið um hærri niðurgreiðslu til handa börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri en alltaf komum við að lokuðum dyrum með þetta mál, sem myndi létta mörgum foreldrum róðurinn og auðvelda val fyrir þá foreldra sem vilja að börn þeirra dvelji lengur hjá dagmóður, því allt snýst þetta nú um peninga. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að láta í sér heyra og beinlínis heimta hærri niðurgreiðslur fyrir börn sín sem dvelja hjá dagforeldrum. Það ætti að vera val hvers og eins foreldris hvar það vill að barnið sitt sé í vistun. Ef við berjumst ekki saman mun dagforeldrastéttin leggjast hægt og rólega niður og hvað verður þá um blessuð börnin sem þurfa á okkur dagforeldrum að halda á meðan foreldrar sinna námi eða vinnu, því ekki eru öll börn eins. Á meðan þau eru svona lítil eru litlu einingarnar oft bestar fyrir þau þar sem barnafjöldinn er á bilinu fimm til tíu börn eftir því hvort dagforeldri starfar eitt eða með fleirum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar