Foreldrar ættu ekki að ofvernda kvíðin börn Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 07:00 Kvíðaröskun barna. Nordicphotos/Getty „Foreldrar geta með ýmsum hætti unnið gegn því að börn þeirra þrói með sér alvarlegan kvíða,“ segir Dr. Philip Kendall, bandarískur sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í kvíða barna og ungmenna. Hann heimsótti Ísland í síðustu viku og hélt meðal annars fyrirlestra á árlegri ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar. Kendall segir margt í umhverfi barna auka á kvíðann. „Við setjum margs konar þrýsting á börn. Stundum er hann eðlilegur, til dæmis að þau eigi að standa sig vel í skólanum. En stundum er hann óviðeigandi,“ segir Kendall og nefnir sem dæmi þegar foreldrar yfirfylla dagskrá barna með ýmsum skyldum, en gleyma að gera ráð fyrir tíma fyrir frjálsan leik. „Það er í gegnum frjálsan leik með jafningjum sem börn læra inn á hæfileika sína og veikleika. Ef þau umgangast eingöngu foreldra sína fá þau ekki réttar hugmyndir um hvað þau geri vel og hvað illa,“ segir Kendall. „Foreldrar þurfa að leyfa börnum að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf,“ segir Kendall en hann leggur ríka áherslu á að foreldrar kvíðinna barna láti ekki undan kvíðaviðbrögðum barna sinna. „Ef barnið neitar að fara í skólann hjálpar ekkert að leyfa því að vera heima. Það leysir vandann á þeirri stundu, en til lengri tíma litið eykst vandinn.“Philip kendall Foreldrar þurfa að leyfa börnum að glíma við vandamálin sjálf. Fréttablaðið/VilhelmAukin samskipti á samfélagsmiðlum geta aukið kvíða fólks og sérstaklega barna að mati Kendall. „Þú ert stöðugt í sambandi í gegnum síma, netið og tölvuleiki og færð aldrei að njóta þess að vera einn með sjálfum þér. Fyrir kvíðin börn skapar þetta aukið álag því þau fara að hafa áhyggjur af því að þau sé að missa af einhverju,“ segir Kendall. Kvíði er eðlilegur þegar hann hefur ekki hamlandi áhrif á líf fólks. Kendall segir einkenni hamlandi kvíða hjá börnum meðal annars vera þau að börn forðist að gera tiltekna hluti. „Það segja öll börn á einhverjum tímapunkti að það sé leiðinlegt í skólanum og þau vilji ekki fara, en ef þau segjast ekki geta farið og sýna líkamleg einkenni á borð við magaverki, þau svitna eða forðast augnsamband, þá getur kvíðinn verið orðinn óeðlilega mikill.“ Kendall segir skipta miklu máli hvernig tekið er á kvíða hjá börnum. „Það er ekki nóg að tala bara um vandann. Foreldrar þurfa leita til fagfólks sem fær barnið til að prófa ólíka hluti og framkvæma áskoranir til að takast á við óttann. Sem dæmi, ef barn óttast býflugur er ekki nóg að tala um óttann, barnið þarf líka að snerta, finna og vera í kringum býflugur til að læra að hugsa með öðrum hætti um þær. Það þarf að öðlast aðra reynslu af þeim,“ segir hann.Nauðsynlegt að auka þekkingu á kvíða barna Yfirlæknir göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) segir þörf á aukinni þjónustu við börn með kvíðaraskanir. Best væri að veita meðferð snemma í ferlinu, með vægari inngripum. „Snemmtæk íhlutun er mikilvæg þegar um slíkan vanda er að ræða og þess vegna þarf þekkingin að vera til staðar í nærumhverfi barnanna,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL. Því var ákveðið að fá Dr. Philip Kendall til landsins og hann hélt fyrirlestur á árlegri ráðstefnu BUGL fyrir skömmu. Mikill áhugi var á ráðstefnunni og á fjórða hundrað manns mættu, en vísa þurfti mörgum frá vegna plássleysis. „Kvíði hjá börnum hefur verið meira í brennidepli fagfólks eftir efnahagshrunið,“ segir Guðrún Bryndís. „Þeir sem vinna með börnum og unglingum átta sig á þörfinni og vilja öðlast meiri þekkingu á efninu,“ segir hún. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Foreldrar geta með ýmsum hætti unnið gegn því að börn þeirra þrói með sér alvarlegan kvíða,“ segir Dr. Philip Kendall, bandarískur sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í kvíða barna og ungmenna. Hann heimsótti Ísland í síðustu viku og hélt meðal annars fyrirlestra á árlegri ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar. Kendall segir margt í umhverfi barna auka á kvíðann. „Við setjum margs konar þrýsting á börn. Stundum er hann eðlilegur, til dæmis að þau eigi að standa sig vel í skólanum. En stundum er hann óviðeigandi,“ segir Kendall og nefnir sem dæmi þegar foreldrar yfirfylla dagskrá barna með ýmsum skyldum, en gleyma að gera ráð fyrir tíma fyrir frjálsan leik. „Það er í gegnum frjálsan leik með jafningjum sem börn læra inn á hæfileika sína og veikleika. Ef þau umgangast eingöngu foreldra sína fá þau ekki réttar hugmyndir um hvað þau geri vel og hvað illa,“ segir Kendall. „Foreldrar þurfa að leyfa börnum að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf,“ segir Kendall en hann leggur ríka áherslu á að foreldrar kvíðinna barna láti ekki undan kvíðaviðbrögðum barna sinna. „Ef barnið neitar að fara í skólann hjálpar ekkert að leyfa því að vera heima. Það leysir vandann á þeirri stundu, en til lengri tíma litið eykst vandinn.“Philip kendall Foreldrar þurfa að leyfa börnum að glíma við vandamálin sjálf. Fréttablaðið/VilhelmAukin samskipti á samfélagsmiðlum geta aukið kvíða fólks og sérstaklega barna að mati Kendall. „Þú ert stöðugt í sambandi í gegnum síma, netið og tölvuleiki og færð aldrei að njóta þess að vera einn með sjálfum þér. Fyrir kvíðin börn skapar þetta aukið álag því þau fara að hafa áhyggjur af því að þau sé að missa af einhverju,“ segir Kendall. Kvíði er eðlilegur þegar hann hefur ekki hamlandi áhrif á líf fólks. Kendall segir einkenni hamlandi kvíða hjá börnum meðal annars vera þau að börn forðist að gera tiltekna hluti. „Það segja öll börn á einhverjum tímapunkti að það sé leiðinlegt í skólanum og þau vilji ekki fara, en ef þau segjast ekki geta farið og sýna líkamleg einkenni á borð við magaverki, þau svitna eða forðast augnsamband, þá getur kvíðinn verið orðinn óeðlilega mikill.“ Kendall segir skipta miklu máli hvernig tekið er á kvíða hjá börnum. „Það er ekki nóg að tala bara um vandann. Foreldrar þurfa leita til fagfólks sem fær barnið til að prófa ólíka hluti og framkvæma áskoranir til að takast á við óttann. Sem dæmi, ef barn óttast býflugur er ekki nóg að tala um óttann, barnið þarf líka að snerta, finna og vera í kringum býflugur til að læra að hugsa með öðrum hætti um þær. Það þarf að öðlast aðra reynslu af þeim,“ segir hann.Nauðsynlegt að auka þekkingu á kvíða barna Yfirlæknir göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) segir þörf á aukinni þjónustu við börn með kvíðaraskanir. Best væri að veita meðferð snemma í ferlinu, með vægari inngripum. „Snemmtæk íhlutun er mikilvæg þegar um slíkan vanda er að ræða og þess vegna þarf þekkingin að vera til staðar í nærumhverfi barnanna,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL. Því var ákveðið að fá Dr. Philip Kendall til landsins og hann hélt fyrirlestur á árlegri ráðstefnu BUGL fyrir skömmu. Mikill áhugi var á ráðstefnunni og á fjórða hundrað manns mættu, en vísa þurfti mörgum frá vegna plássleysis. „Kvíði hjá börnum hefur verið meira í brennidepli fagfólks eftir efnahagshrunið,“ segir Guðrún Bryndís. „Þeir sem vinna með börnum og unglingum átta sig á þörfinni og vilja öðlast meiri þekkingu á efninu,“ segir hún.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira