Meyr gagnvart fegurð lífsins Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Eva Finnbogadóttir ákvað að verða ljósmóðir á unglingsárum og hefur unnið markvisst að því síðan. Hún þarf að taka á móti 40 börnum í starfsnámi sínu sem ljósmóðir. mynd/valli Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“ Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“
Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira