Meyr gagnvart fegurð lífsins Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Eva Finnbogadóttir ákvað að verða ljósmóðir á unglingsárum og hefur unnið markvisst að því síðan. Hún þarf að taka á móti 40 börnum í starfsnámi sínu sem ljósmóðir. mynd/valli Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira