Smán Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2014 06:00 Framhaldsskólakennarar hafa verið samningslausir í marga mánuði. Á haustdögum 2011 dró þó til mikilla tíðinda, það kom útspil frá sjálfu ríkinu! Þetta var smá dúsa sem átti greinilega að þagga niðrí kjaftforum lýðnum sem sinnir kennslu á framhaldsskólastiginu. Það er skemmst frá því að segja, að framhaldsskólakennarar létu í þetta skiptið ekki stinga upp í sig þessari dúsu, þeir ákváðu að nú væri nóg komið. Svipaða dúsu er nú búið að bjóða þeim sem lægst hafa launin í samfélaginu og landsmönnum er talin trú um að hér fari allt á hliðina fari laun þeirra yfir fátækramörk! Svei attan! Nú í upphafi árs 2014 eru hafnar viðræður milli ríkisins og framhaldsskólakennara. Um sama leyti ganga framhaldsskólakennarar inn í skólana til starfa að loknu jólaleyfi. Þó svo dag sé farið að lengja á ný er dimmt yfir kennurum. Við þeim blasir smán. Smánin birtist í því að skólarnir hafa verið hnepptir í klakabönd vegna skammarlega lítils fjármagns til reksturs þeirra. Í klakaböndum þrífst ekki líf. Þetta er aðför að æsku landsins á helstu mótunarárum hennar. Þetta er einnig aðför að framhaldsskólakennurum sem dregist hafa langt aftur úr í launum miðað við aðrar sambærilegar stéttir. Það er vægast sagt naumt skammtað nú í ársbyrjun og skólastarf framhaldsskólanna hangir á horriminni í orðsins fyllstu merkingu.Undirmálsfólk? Það verður varla hjá því komist á þessu stigi málsins að velta fyrir sér hvort hæstvirtur ráðherra menntamála lítur á þessa óþekku undirsáta sína sem undirmálsfólk upp til hópa, sem vilja… skrýtið! standa jafnfætis öðrum sambærilegum stéttum samfélagsins. Já, þú last rétt lesandi góður: Framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum BHM launalega séð, undangengin misseri. Er ekki greinilegt, að þessi hópur sem sinnir því að móta íslenska unglinga, er lítils metinn og léttvægur fundinn? Hver getur t.d. önnur verið ástæðan fyrir því að þeir dragast svo mikið aftur úr sambærilegum stéttum? Spurning samferðamanna: „Ertu ennþá að kenna?“ segir kannski allt sem segja þarf. Gæti þýtt: Sættirðu þig virkilega við þau laun sem kennurum standa til boða eða gæti hún endurspeglað það viðhorf almennings, að fagþekking sé ekki nauðsynleg til að starfa sem kennari? Ertu ennþá prestur, ertu ennþá læknir, ertu ennþá lögfræðingur heyrist aldrei og þætti fram úr hófi einkennileg spurning! Einu sinni var viðhorfið, að allir gætu kennt sem aðeins höfðu gengið í skóla. Í upphafi 21. aldarinnar mætti ætla, að sýn stjórnvalda á kennarastarfið mótaðist enn af þeirri kenningu að allir geti kennt. Það virðist og vera sýn þeirra sem spyrja: „Ertu ennþá að kenna?“ Búið er að lengja kennaranám það mikið, að menn sjá sér ekki fært að mennta sig sem kennarar vegna þeirra launa sem í boði eru. Hér hefur alveg gleymst að reikna dæmið til enda. Verkföll kennara hafa til lengri tíma litið litlu skilað í launaumslagið. Verkföllin hafa líka farið virkilega fyrir brjóstið á mörgum. Hvað er þessi stétt að vilja upp á dekk? Hver á að passa börnin mín á meðan ég er að vinna? Er ekki verið að segja með þessu viðhorfi, að skólarnir þjóni betur sem geymslustaðir fyrir börnin og atvinnulausu unglingana en uppeldis- og menntastofnanir? Bláköld staðreynd er að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum hjá ríkinu launalega séð, þrátt fyrir verkföll og lögverndað starfsheiti. Af hverju er þetta? Er þetta vegna þess að kennarastarfið er orðið að kvennastétt? Er það vegna þess að kennarar gefa vinnuna sína í miklum mæli? Er það vegna þess, að kennarar leggja hug og hjarta í starf sitt? Það er stórfurðulegt að hinn almenni launþegi skuli sýknt og heilagt vera minntur á kreppuástandið á Íslandi og að þess vegna sé ekki svigrúm til launahækkana eða framlags fjármagns til framhaldsskóla sem eiga að taka við öllum. Það er einnig stórfurðulegt, að þetta sama fólk, stjórnvöldin sjálf, komi svona fram við fólk á meðan glymur í fréttatímum ljósvakamiðlanna: að Landsbankinn (sem er í eigu ríkisins!) hafi afskrifað 2,5 milljarða hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og á meðan hafi arður sama fyrirtækis verið 3,6 milljarðar! Nú síðast búið að kaupa kvóta til þessa sama fiskvinnslufyrirtækis fyrir 2,5 milljarða eftir krókaleiðum til að villa um fyrir almenningi! (hér er vitnað í ca. ársgamla frétt). Felst forgangsröðun stjórnvalda í að afskrifa skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í gróða og stuðla að því að aðeins örfáir velvaldir samfélagsþegnar nýti sameiginlegar auðlindir okkar allra frekar en að hlúa að öllu fólkinu í landinu?Flink í að snúa út úr Frú menntamálaráðherra síðustu ríkisstjórnar var orðin firna flink í að snúa út úr spurningum fréttamanna væri hún spurð út í mál framhaldsskólanna og fjársvelti og naumskömmtun til reksturs þeirra. Ætlar hæstvirtur menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar að feta sama veg, þrátt fyrir loforð og fögur fyrirheit? Er kannski ætlast til að kennarar framhaldsskólanna borgi með sér við vinnu sína til að halda þar einhverju lífsmarki? Er ætlast til að skólameistarar skólanna fórni lögbundnum frídögum sínum til að púsla saman stundarskrám til að í skólum þeirra geti dafnað eitthvert líf? Mál er að linni þeim skrípaleik sem leikinn hefur verið allt of lengi í garð framhaldsskólakennara og annarra kennara. Kennarar hafa verið í eilífu stríði við ríki og sveitarfélög til að fá viðurkenningu á sínu framlagi til samfélagsins, sem er vægast sagt ekki svo lítið. Það er ekki lítil ábyrgð að upplýsa og umgangast ungmenni, kenna þeim og veita þeim leiðsögn í svo mörgu sem tengist mestu þroskaárum lífsins. Æska þessa lands á að erfa landið, gleymum því ekki! Á samfélag framtíðarinnar að mótast af góðu menntakerfi sem er byggt upp af fagmönnum eða á að fá fólk með pungapróf til að upplýsa æskuna? Kennarar eru orðnir þreyttir á skilningsleysinu og fara að leita í önnur störf. Það er vissulega ánægjuleg staðreynd, að mjög margir vilja fá kennara í vinnu vegna víðfeðmis menntunar þeirra! Valið og ábyrgðin veltur hér á framsýni áhaldandi stjórnvalda og stórhug til að halda í gott fagfólk sem á að sinna þessum málum og hefur menntað sig til að sinna þeim vel. Þær launahækkanir, sem náðst hafa að undanförnu í baráttu við ríki og sveitarfélög, hafa verið í formi sölu á áður áunnum réttindum, ég endurtek: í formi sölu á áður áunnum réttindum! Þarna er hugsað smátt. Hugarþel viðsemjandans hefur til þessa ekki verið stórmannlegt. Þetta er skammsýni á hæsta stigi. Þetta er smán! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa verið samningslausir í marga mánuði. Á haustdögum 2011 dró þó til mikilla tíðinda, það kom útspil frá sjálfu ríkinu! Þetta var smá dúsa sem átti greinilega að þagga niðrí kjaftforum lýðnum sem sinnir kennslu á framhaldsskólastiginu. Það er skemmst frá því að segja, að framhaldsskólakennarar létu í þetta skiptið ekki stinga upp í sig þessari dúsu, þeir ákváðu að nú væri nóg komið. Svipaða dúsu er nú búið að bjóða þeim sem lægst hafa launin í samfélaginu og landsmönnum er talin trú um að hér fari allt á hliðina fari laun þeirra yfir fátækramörk! Svei attan! Nú í upphafi árs 2014 eru hafnar viðræður milli ríkisins og framhaldsskólakennara. Um sama leyti ganga framhaldsskólakennarar inn í skólana til starfa að loknu jólaleyfi. Þó svo dag sé farið að lengja á ný er dimmt yfir kennurum. Við þeim blasir smán. Smánin birtist í því að skólarnir hafa verið hnepptir í klakabönd vegna skammarlega lítils fjármagns til reksturs þeirra. Í klakaböndum þrífst ekki líf. Þetta er aðför að æsku landsins á helstu mótunarárum hennar. Þetta er einnig aðför að framhaldsskólakennurum sem dregist hafa langt aftur úr í launum miðað við aðrar sambærilegar stéttir. Það er vægast sagt naumt skammtað nú í ársbyrjun og skólastarf framhaldsskólanna hangir á horriminni í orðsins fyllstu merkingu.Undirmálsfólk? Það verður varla hjá því komist á þessu stigi málsins að velta fyrir sér hvort hæstvirtur ráðherra menntamála lítur á þessa óþekku undirsáta sína sem undirmálsfólk upp til hópa, sem vilja… skrýtið! standa jafnfætis öðrum sambærilegum stéttum samfélagsins. Já, þú last rétt lesandi góður: Framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum BHM launalega séð, undangengin misseri. Er ekki greinilegt, að þessi hópur sem sinnir því að móta íslenska unglinga, er lítils metinn og léttvægur fundinn? Hver getur t.d. önnur verið ástæðan fyrir því að þeir dragast svo mikið aftur úr sambærilegum stéttum? Spurning samferðamanna: „Ertu ennþá að kenna?“ segir kannski allt sem segja þarf. Gæti þýtt: Sættirðu þig virkilega við þau laun sem kennurum standa til boða eða gæti hún endurspeglað það viðhorf almennings, að fagþekking sé ekki nauðsynleg til að starfa sem kennari? Ertu ennþá prestur, ertu ennþá læknir, ertu ennþá lögfræðingur heyrist aldrei og þætti fram úr hófi einkennileg spurning! Einu sinni var viðhorfið, að allir gætu kennt sem aðeins höfðu gengið í skóla. Í upphafi 21. aldarinnar mætti ætla, að sýn stjórnvalda á kennarastarfið mótaðist enn af þeirri kenningu að allir geti kennt. Það virðist og vera sýn þeirra sem spyrja: „Ertu ennþá að kenna?“ Búið er að lengja kennaranám það mikið, að menn sjá sér ekki fært að mennta sig sem kennarar vegna þeirra launa sem í boði eru. Hér hefur alveg gleymst að reikna dæmið til enda. Verkföll kennara hafa til lengri tíma litið litlu skilað í launaumslagið. Verkföllin hafa líka farið virkilega fyrir brjóstið á mörgum. Hvað er þessi stétt að vilja upp á dekk? Hver á að passa börnin mín á meðan ég er að vinna? Er ekki verið að segja með þessu viðhorfi, að skólarnir þjóni betur sem geymslustaðir fyrir börnin og atvinnulausu unglingana en uppeldis- og menntastofnanir? Bláköld staðreynd er að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum hjá ríkinu launalega séð, þrátt fyrir verkföll og lögverndað starfsheiti. Af hverju er þetta? Er þetta vegna þess að kennarastarfið er orðið að kvennastétt? Er það vegna þess að kennarar gefa vinnuna sína í miklum mæli? Er það vegna þess, að kennarar leggja hug og hjarta í starf sitt? Það er stórfurðulegt að hinn almenni launþegi skuli sýknt og heilagt vera minntur á kreppuástandið á Íslandi og að þess vegna sé ekki svigrúm til launahækkana eða framlags fjármagns til framhaldsskóla sem eiga að taka við öllum. Það er einnig stórfurðulegt, að þetta sama fólk, stjórnvöldin sjálf, komi svona fram við fólk á meðan glymur í fréttatímum ljósvakamiðlanna: að Landsbankinn (sem er í eigu ríkisins!) hafi afskrifað 2,5 milljarða hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og á meðan hafi arður sama fyrirtækis verið 3,6 milljarðar! Nú síðast búið að kaupa kvóta til þessa sama fiskvinnslufyrirtækis fyrir 2,5 milljarða eftir krókaleiðum til að villa um fyrir almenningi! (hér er vitnað í ca. ársgamla frétt). Felst forgangsröðun stjórnvalda í að afskrifa skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í gróða og stuðla að því að aðeins örfáir velvaldir samfélagsþegnar nýti sameiginlegar auðlindir okkar allra frekar en að hlúa að öllu fólkinu í landinu?Flink í að snúa út úr Frú menntamálaráðherra síðustu ríkisstjórnar var orðin firna flink í að snúa út úr spurningum fréttamanna væri hún spurð út í mál framhaldsskólanna og fjársvelti og naumskömmtun til reksturs þeirra. Ætlar hæstvirtur menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar að feta sama veg, þrátt fyrir loforð og fögur fyrirheit? Er kannski ætlast til að kennarar framhaldsskólanna borgi með sér við vinnu sína til að halda þar einhverju lífsmarki? Er ætlast til að skólameistarar skólanna fórni lögbundnum frídögum sínum til að púsla saman stundarskrám til að í skólum þeirra geti dafnað eitthvert líf? Mál er að linni þeim skrípaleik sem leikinn hefur verið allt of lengi í garð framhaldsskólakennara og annarra kennara. Kennarar hafa verið í eilífu stríði við ríki og sveitarfélög til að fá viðurkenningu á sínu framlagi til samfélagsins, sem er vægast sagt ekki svo lítið. Það er ekki lítil ábyrgð að upplýsa og umgangast ungmenni, kenna þeim og veita þeim leiðsögn í svo mörgu sem tengist mestu þroskaárum lífsins. Æska þessa lands á að erfa landið, gleymum því ekki! Á samfélag framtíðarinnar að mótast af góðu menntakerfi sem er byggt upp af fagmönnum eða á að fá fólk með pungapróf til að upplýsa æskuna? Kennarar eru orðnir þreyttir á skilningsleysinu og fara að leita í önnur störf. Það er vissulega ánægjuleg staðreynd, að mjög margir vilja fá kennara í vinnu vegna víðfeðmis menntunar þeirra! Valið og ábyrgðin veltur hér á framsýni áhaldandi stjórnvalda og stórhug til að halda í gott fagfólk sem á að sinna þessum málum og hefur menntað sig til að sinna þeim vel. Þær launahækkanir, sem náðst hafa að undanförnu í baráttu við ríki og sveitarfélög, hafa verið í formi sölu á áður áunnum réttindum, ég endurtek: í formi sölu á áður áunnum réttindum! Þarna er hugsað smátt. Hugarþel viðsemjandans hefur til þessa ekki verið stórmannlegt. Þetta er skammsýni á hæsta stigi. Þetta er smán!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar