Þjóðarsátt gegn dagforeldrum Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2014 06:00 Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar