Er sérkennsla sérkennsla? Sturla Kristjánsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Almenn kennsla leiðir til almennrar menntunar en sérkennsla til öðruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, þeir ná misgóðum tökum á námsefninu, sumir sýna jafnvel alls óviðunandi árangur. Um slíka niðurstöðu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sérstaka menntun), eða segja að nemandinn hafi með henni komið sér upp sérkennsluþörf, þ.e. þurfi á sérkennslu (sérstakri kennslu) að halda til þess að ná viðunandi tökum á almennu námsefni. Þessi nemandi þarf ekki sérkennslu, hann hefði þurft meiri og betri almenna kennslu en þarfnast nú aðstoðar og endurvinnslu, aukakennslu, hjálpar- eða stuðningskennslu. Þeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Það er sérkennsla; önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Sérkennsla er ekki aðferðin til að tryggja ófötluðum nemendum viðunandi árangur í almennu grunnskólanámi.Sérkennsluþörf Einhver skilgreinanleg ástæða veldur því að nemendur eru ófærir um að tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viðunandi hátt og sér að gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er þá leiðin til að tryggja þeim þann þroska sem er þeim mögulegur. Þeir njóta jafnréttis í námi þegar þeim er svo mismunað að viðfangsefni séu við þeirra hæfi en ekki þau sömu og annarra. Þannig sjá þeir árangur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast sjálfstraust. Þeir þarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til að tryggja lagalegan rétt þeirra til kennslu „…í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir…“ er stuðli að „…alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins…“ verður að halda fast við þessa þröngu skilgreiningu hugtaksins sérkennsla. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer að gæta, sveigðu stjórnvöld og skólar frá fyrirmælum þeirra, einkum er varðar greiningar sérkennslunemenda. Er nú svo komið að tæp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án formlegrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sérkennslu, jafnvel þótt greiningar á vanda þeirra lægju fyrir. Nú eru fötluðu sérkennslubörnin, 3-4 prósentin, kaffærð af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum“, sem ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum í námi og þarfnast hjálpar. Vandi þessara nemenda er annar en þeirra fötluðu. Þeir þarfnast vissulega aðstoðar og öflug aðstoð skilar þeim gjarnan vel áleiðis í námi, en það er ekki sérkennsla. Ef góður fjórðungur nemenda í almennu grunnskólanámi nær ekki viðunandi árangri, þá er eitthvað að. Skólinn bendir á nemandann; þessi þarfnast sérkennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og með því að mæta meintri sérkennsluþörf er henni jafnframt eytt! Er rétt að aðgreina og stimpla um fjórðung nemenda sem misstíga sig í menntavalsinum? Hvað með að leita viðeigandi lausna, jafnvel með nýbreytni í skólastarfi? Við megum ekki stefna framtíð saklausra barna í hættu með því að senda þau í sérkennslu þegar allt sem þau þarfnast er sú almenna kennsla, sem alþingismenn töldu sig tryggja þeim með samþykkt markmiðsgreinar grunnskólalaganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Almenn kennsla leiðir til almennrar menntunar en sérkennsla til öðruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, þeir ná misgóðum tökum á námsefninu, sumir sýna jafnvel alls óviðunandi árangur. Um slíka niðurstöðu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sérstaka menntun), eða segja að nemandinn hafi með henni komið sér upp sérkennsluþörf, þ.e. þurfi á sérkennslu (sérstakri kennslu) að halda til þess að ná viðunandi tökum á almennu námsefni. Þessi nemandi þarf ekki sérkennslu, hann hefði þurft meiri og betri almenna kennslu en þarfnast nú aðstoðar og endurvinnslu, aukakennslu, hjálpar- eða stuðningskennslu. Þeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Það er sérkennsla; önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Sérkennsla er ekki aðferðin til að tryggja ófötluðum nemendum viðunandi árangur í almennu grunnskólanámi.Sérkennsluþörf Einhver skilgreinanleg ástæða veldur því að nemendur eru ófærir um að tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viðunandi hátt og sér að gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er þá leiðin til að tryggja þeim þann þroska sem er þeim mögulegur. Þeir njóta jafnréttis í námi þegar þeim er svo mismunað að viðfangsefni séu við þeirra hæfi en ekki þau sömu og annarra. Þannig sjá þeir árangur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast sjálfstraust. Þeir þarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til að tryggja lagalegan rétt þeirra til kennslu „…í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir…“ er stuðli að „…alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins…“ verður að halda fast við þessa þröngu skilgreiningu hugtaksins sérkennsla. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer að gæta, sveigðu stjórnvöld og skólar frá fyrirmælum þeirra, einkum er varðar greiningar sérkennslunemenda. Er nú svo komið að tæp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án formlegrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sérkennslu, jafnvel þótt greiningar á vanda þeirra lægju fyrir. Nú eru fötluðu sérkennslubörnin, 3-4 prósentin, kaffærð af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum“, sem ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum í námi og þarfnast hjálpar. Vandi þessara nemenda er annar en þeirra fötluðu. Þeir þarfnast vissulega aðstoðar og öflug aðstoð skilar þeim gjarnan vel áleiðis í námi, en það er ekki sérkennsla. Ef góður fjórðungur nemenda í almennu grunnskólanámi nær ekki viðunandi árangri, þá er eitthvað að. Skólinn bendir á nemandann; þessi þarfnast sérkennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og með því að mæta meintri sérkennsluþörf er henni jafnframt eytt! Er rétt að aðgreina og stimpla um fjórðung nemenda sem misstíga sig í menntavalsinum? Hvað með að leita viðeigandi lausna, jafnvel með nýbreytni í skólastarfi? Við megum ekki stefna framtíð saklausra barna í hættu með því að senda þau í sérkennslu þegar allt sem þau þarfnast er sú almenna kennsla, sem alþingismenn töldu sig tryggja þeim með samþykkt markmiðsgreinar grunnskólalaganna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar