Er sérkennsla sérkennsla? Sturla Kristjánsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Almenn kennsla leiðir til almennrar menntunar en sérkennsla til öðruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, þeir ná misgóðum tökum á námsefninu, sumir sýna jafnvel alls óviðunandi árangur. Um slíka niðurstöðu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sérstaka menntun), eða segja að nemandinn hafi með henni komið sér upp sérkennsluþörf, þ.e. þurfi á sérkennslu (sérstakri kennslu) að halda til þess að ná viðunandi tökum á almennu námsefni. Þessi nemandi þarf ekki sérkennslu, hann hefði þurft meiri og betri almenna kennslu en þarfnast nú aðstoðar og endurvinnslu, aukakennslu, hjálpar- eða stuðningskennslu. Þeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Það er sérkennsla; önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Sérkennsla er ekki aðferðin til að tryggja ófötluðum nemendum viðunandi árangur í almennu grunnskólanámi.Sérkennsluþörf Einhver skilgreinanleg ástæða veldur því að nemendur eru ófærir um að tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viðunandi hátt og sér að gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er þá leiðin til að tryggja þeim þann þroska sem er þeim mögulegur. Þeir njóta jafnréttis í námi þegar þeim er svo mismunað að viðfangsefni séu við þeirra hæfi en ekki þau sömu og annarra. Þannig sjá þeir árangur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast sjálfstraust. Þeir þarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til að tryggja lagalegan rétt þeirra til kennslu „…í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir…“ er stuðli að „…alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins…“ verður að halda fast við þessa þröngu skilgreiningu hugtaksins sérkennsla. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer að gæta, sveigðu stjórnvöld og skólar frá fyrirmælum þeirra, einkum er varðar greiningar sérkennslunemenda. Er nú svo komið að tæp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án formlegrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sérkennslu, jafnvel þótt greiningar á vanda þeirra lægju fyrir. Nú eru fötluðu sérkennslubörnin, 3-4 prósentin, kaffærð af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum“, sem ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum í námi og þarfnast hjálpar. Vandi þessara nemenda er annar en þeirra fötluðu. Þeir þarfnast vissulega aðstoðar og öflug aðstoð skilar þeim gjarnan vel áleiðis í námi, en það er ekki sérkennsla. Ef góður fjórðungur nemenda í almennu grunnskólanámi nær ekki viðunandi árangri, þá er eitthvað að. Skólinn bendir á nemandann; þessi þarfnast sérkennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og með því að mæta meintri sérkennsluþörf er henni jafnframt eytt! Er rétt að aðgreina og stimpla um fjórðung nemenda sem misstíga sig í menntavalsinum? Hvað með að leita viðeigandi lausna, jafnvel með nýbreytni í skólastarfi? Við megum ekki stefna framtíð saklausra barna í hættu með því að senda þau í sérkennslu þegar allt sem þau þarfnast er sú almenna kennsla, sem alþingismenn töldu sig tryggja þeim með samþykkt markmiðsgreinar grunnskólalaganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Almenn kennsla leiðir til almennrar menntunar en sérkennsla til öðruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, þeir ná misgóðum tökum á námsefninu, sumir sýna jafnvel alls óviðunandi árangur. Um slíka niðurstöðu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sérstaka menntun), eða segja að nemandinn hafi með henni komið sér upp sérkennsluþörf, þ.e. þurfi á sérkennslu (sérstakri kennslu) að halda til þess að ná viðunandi tökum á almennu námsefni. Þessi nemandi þarf ekki sérkennslu, hann hefði þurft meiri og betri almenna kennslu en þarfnast nú aðstoðar og endurvinnslu, aukakennslu, hjálpar- eða stuðningskennslu. Þeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Það er sérkennsla; önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Sérkennsla er ekki aðferðin til að tryggja ófötluðum nemendum viðunandi árangur í almennu grunnskólanámi.Sérkennsluþörf Einhver skilgreinanleg ástæða veldur því að nemendur eru ófærir um að tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viðunandi hátt og sér að gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er þá leiðin til að tryggja þeim þann þroska sem er þeim mögulegur. Þeir njóta jafnréttis í námi þegar þeim er svo mismunað að viðfangsefni séu við þeirra hæfi en ekki þau sömu og annarra. Þannig sjá þeir árangur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast sjálfstraust. Þeir þarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til að tryggja lagalegan rétt þeirra til kennslu „…í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir…“ er stuðli að „…alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins…“ verður að halda fast við þessa þröngu skilgreiningu hugtaksins sérkennsla. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer að gæta, sveigðu stjórnvöld og skólar frá fyrirmælum þeirra, einkum er varðar greiningar sérkennslunemenda. Er nú svo komið að tæp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án formlegrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sérkennslu, jafnvel þótt greiningar á vanda þeirra lægju fyrir. Nú eru fötluðu sérkennslubörnin, 3-4 prósentin, kaffærð af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum“, sem ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum í námi og þarfnast hjálpar. Vandi þessara nemenda er annar en þeirra fötluðu. Þeir þarfnast vissulega aðstoðar og öflug aðstoð skilar þeim gjarnan vel áleiðis í námi, en það er ekki sérkennsla. Ef góður fjórðungur nemenda í almennu grunnskólanámi nær ekki viðunandi árangri, þá er eitthvað að. Skólinn bendir á nemandann; þessi þarfnast sérkennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og með því að mæta meintri sérkennsluþörf er henni jafnframt eytt! Er rétt að aðgreina og stimpla um fjórðung nemenda sem misstíga sig í menntavalsinum? Hvað með að leita viðeigandi lausna, jafnvel með nýbreytni í skólastarfi? Við megum ekki stefna framtíð saklausra barna í hættu með því að senda þau í sérkennslu þegar allt sem þau þarfnast er sú almenna kennsla, sem alþingismenn töldu sig tryggja þeim með samþykkt markmiðsgreinar grunnskólalaganna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun