Fann starfsnám í Túnis á Facebook Ugla Egilsdóttir skrifar 8. janúar 2014 09:30 Þórdís við mynd af fyrrverandi forseta Túnis árið 2010. Mynd af honum varð að hanga uppi á öllum veitingastöðum í Túnis fyrir byltingu. Mynd/Einkasafn Þórdís Nadia Semichat er á leiðinni í starfsnám í Túnis. Starfsnámið er hluti af námi hennar á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Í starfsnáminu verður hún aðstoðarleikstjóri kvikmyndaleikstjórans Saber Zammouri við gerð heimildarmyndar. „Heimildarmyndin fjallar um listasenuna í Túnis og hvernig hún hefur breyst eftir byltingu,“ segir Þórdís Nadia. Faðir Nadiu er frá Túnis. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi fara þangað var að mig langaði til að prófa að búa þarna í einhvern tíma til þess að fá dýpri tengingu við rætur mínar,“ segir hún. „Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi.“ Nadia setti sig í samband við Saber í gegnum Facebook. „Ég var að reyna að byggja mér upp tengslanet þarna, en vegna þess að ég kann ekkert í arabísku og mjög lítið í frönsku gekk mér illa að gúggla listamenn. Þá brá ég á það ráð að nota Facebook til að leita að listamönnum. Það endaði með því að ég komst í samband við myndlistarmann sem er götulistamaður. Hann gerir graffítí og málverk og er víst á mikilli uppleið. Ég talaði við hann og útskýrði að ég væri að leita mér að starfsnámi, og spurði hvort hann gæti bent mér á einhvern til þess að vinna með. Hann vísaði mér á þennan leikstjóra sem ég komst svo í starfsnám hjá,“ segir hún. Þórdís Nadia lenti í Túnis í gær. „Ég veit rosalega takmarkað um þetta enn sem komið er, en ég held að listasenan hafi orðið kröftugri eftir byltingu. Fólk bjó við einræði í svo mörg ár þar til forsetanum var steypt af stóli árið 2011. Það var í raun ekkert málfrelsi. Ég fór til Túnis árið 2010, rétt áður en byltingin hófst. Þegar ég spurði innfæddan vin minn úti á götu hvað honum fyndist um forsetann yppti hann bara öxlum og sagðist ekki geta talað um það. Svo þegar við vorum komin afsíðis sagði hann: „Mér finnst hann hræðilegur og hann ætti að fara í fangelsi.“ Hann treysti sér ekki til að segja þetta úti á götu af ótta við að einhver heyrði til hans.“ Foreldrar Þórdísar Nadiu eru kvíðnir yfir ferðalagi hennar. „En ég er með frekar gott innsæi og ég treysti því bara,“ segir hún. „Ég hef allavega ekki slæma tilfinningu fyrir þessu fólki sem ég er búin að vera í samskiptum við. Fólk á það til að vera óþarflega áhyggjufullt vegna þess að Túnis er svo framandi.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Þórdís Nadia Semichat er á leiðinni í starfsnám í Túnis. Starfsnámið er hluti af námi hennar á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Í starfsnáminu verður hún aðstoðarleikstjóri kvikmyndaleikstjórans Saber Zammouri við gerð heimildarmyndar. „Heimildarmyndin fjallar um listasenuna í Túnis og hvernig hún hefur breyst eftir byltingu,“ segir Þórdís Nadia. Faðir Nadiu er frá Túnis. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi fara þangað var að mig langaði til að prófa að búa þarna í einhvern tíma til þess að fá dýpri tengingu við rætur mínar,“ segir hún. „Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi.“ Nadia setti sig í samband við Saber í gegnum Facebook. „Ég var að reyna að byggja mér upp tengslanet þarna, en vegna þess að ég kann ekkert í arabísku og mjög lítið í frönsku gekk mér illa að gúggla listamenn. Þá brá ég á það ráð að nota Facebook til að leita að listamönnum. Það endaði með því að ég komst í samband við myndlistarmann sem er götulistamaður. Hann gerir graffítí og málverk og er víst á mikilli uppleið. Ég talaði við hann og útskýrði að ég væri að leita mér að starfsnámi, og spurði hvort hann gæti bent mér á einhvern til þess að vinna með. Hann vísaði mér á þennan leikstjóra sem ég komst svo í starfsnám hjá,“ segir hún. Þórdís Nadia lenti í Túnis í gær. „Ég veit rosalega takmarkað um þetta enn sem komið er, en ég held að listasenan hafi orðið kröftugri eftir byltingu. Fólk bjó við einræði í svo mörg ár þar til forsetanum var steypt af stóli árið 2011. Það var í raun ekkert málfrelsi. Ég fór til Túnis árið 2010, rétt áður en byltingin hófst. Þegar ég spurði innfæddan vin minn úti á götu hvað honum fyndist um forsetann yppti hann bara öxlum og sagðist ekki geta talað um það. Svo þegar við vorum komin afsíðis sagði hann: „Mér finnst hann hræðilegur og hann ætti að fara í fangelsi.“ Hann treysti sér ekki til að segja þetta úti á götu af ótta við að einhver heyrði til hans.“ Foreldrar Þórdísar Nadiu eru kvíðnir yfir ferðalagi hennar. „En ég er með frekar gott innsæi og ég treysti því bara,“ segir hún. „Ég hef allavega ekki slæma tilfinningu fyrir þessu fólki sem ég er búin að vera í samskiptum við. Fólk á það til að vera óþarflega áhyggjufullt vegna þess að Túnis er svo framandi.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira