Fann starfsnám í Túnis á Facebook Ugla Egilsdóttir skrifar 8. janúar 2014 09:30 Þórdís við mynd af fyrrverandi forseta Túnis árið 2010. Mynd af honum varð að hanga uppi á öllum veitingastöðum í Túnis fyrir byltingu. Mynd/Einkasafn Þórdís Nadia Semichat er á leiðinni í starfsnám í Túnis. Starfsnámið er hluti af námi hennar á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Í starfsnáminu verður hún aðstoðarleikstjóri kvikmyndaleikstjórans Saber Zammouri við gerð heimildarmyndar. „Heimildarmyndin fjallar um listasenuna í Túnis og hvernig hún hefur breyst eftir byltingu,“ segir Þórdís Nadia. Faðir Nadiu er frá Túnis. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi fara þangað var að mig langaði til að prófa að búa þarna í einhvern tíma til þess að fá dýpri tengingu við rætur mínar,“ segir hún. „Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi.“ Nadia setti sig í samband við Saber í gegnum Facebook. „Ég var að reyna að byggja mér upp tengslanet þarna, en vegna þess að ég kann ekkert í arabísku og mjög lítið í frönsku gekk mér illa að gúggla listamenn. Þá brá ég á það ráð að nota Facebook til að leita að listamönnum. Það endaði með því að ég komst í samband við myndlistarmann sem er götulistamaður. Hann gerir graffítí og málverk og er víst á mikilli uppleið. Ég talaði við hann og útskýrði að ég væri að leita mér að starfsnámi, og spurði hvort hann gæti bent mér á einhvern til þess að vinna með. Hann vísaði mér á þennan leikstjóra sem ég komst svo í starfsnám hjá,“ segir hún. Þórdís Nadia lenti í Túnis í gær. „Ég veit rosalega takmarkað um þetta enn sem komið er, en ég held að listasenan hafi orðið kröftugri eftir byltingu. Fólk bjó við einræði í svo mörg ár þar til forsetanum var steypt af stóli árið 2011. Það var í raun ekkert málfrelsi. Ég fór til Túnis árið 2010, rétt áður en byltingin hófst. Þegar ég spurði innfæddan vin minn úti á götu hvað honum fyndist um forsetann yppti hann bara öxlum og sagðist ekki geta talað um það. Svo þegar við vorum komin afsíðis sagði hann: „Mér finnst hann hræðilegur og hann ætti að fara í fangelsi.“ Hann treysti sér ekki til að segja þetta úti á götu af ótta við að einhver heyrði til hans.“ Foreldrar Þórdísar Nadiu eru kvíðnir yfir ferðalagi hennar. „En ég er með frekar gott innsæi og ég treysti því bara,“ segir hún. „Ég hef allavega ekki slæma tilfinningu fyrir þessu fólki sem ég er búin að vera í samskiptum við. Fólk á það til að vera óþarflega áhyggjufullt vegna þess að Túnis er svo framandi.“ Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Þórdís Nadia Semichat er á leiðinni í starfsnám í Túnis. Starfsnámið er hluti af námi hennar á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Í starfsnáminu verður hún aðstoðarleikstjóri kvikmyndaleikstjórans Saber Zammouri við gerð heimildarmyndar. „Heimildarmyndin fjallar um listasenuna í Túnis og hvernig hún hefur breyst eftir byltingu,“ segir Þórdís Nadia. Faðir Nadiu er frá Túnis. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi fara þangað var að mig langaði til að prófa að búa þarna í einhvern tíma til þess að fá dýpri tengingu við rætur mínar,“ segir hún. „Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi.“ Nadia setti sig í samband við Saber í gegnum Facebook. „Ég var að reyna að byggja mér upp tengslanet þarna, en vegna þess að ég kann ekkert í arabísku og mjög lítið í frönsku gekk mér illa að gúggla listamenn. Þá brá ég á það ráð að nota Facebook til að leita að listamönnum. Það endaði með því að ég komst í samband við myndlistarmann sem er götulistamaður. Hann gerir graffítí og málverk og er víst á mikilli uppleið. Ég talaði við hann og útskýrði að ég væri að leita mér að starfsnámi, og spurði hvort hann gæti bent mér á einhvern til þess að vinna með. Hann vísaði mér á þennan leikstjóra sem ég komst svo í starfsnám hjá,“ segir hún. Þórdís Nadia lenti í Túnis í gær. „Ég veit rosalega takmarkað um þetta enn sem komið er, en ég held að listasenan hafi orðið kröftugri eftir byltingu. Fólk bjó við einræði í svo mörg ár þar til forsetanum var steypt af stóli árið 2011. Það var í raun ekkert málfrelsi. Ég fór til Túnis árið 2010, rétt áður en byltingin hófst. Þegar ég spurði innfæddan vin minn úti á götu hvað honum fyndist um forsetann yppti hann bara öxlum og sagðist ekki geta talað um það. Svo þegar við vorum komin afsíðis sagði hann: „Mér finnst hann hræðilegur og hann ætti að fara í fangelsi.“ Hann treysti sér ekki til að segja þetta úti á götu af ótta við að einhver heyrði til hans.“ Foreldrar Þórdísar Nadiu eru kvíðnir yfir ferðalagi hennar. „En ég er með frekar gott innsæi og ég treysti því bara,“ segir hún. „Ég hef allavega ekki slæma tilfinningu fyrir þessu fólki sem ég er búin að vera í samskiptum við. Fólk á það til að vera óþarflega áhyggjufullt vegna þess að Túnis er svo framandi.“
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira