Hvar er besti díllinn í bænum? 7. janúar 2014 12:00 Allir í form á nýju ári mynd/valli Sporthúsið: Árskort í Sporthúsið ásamt veglegum kaupauka kostar 78.990 kr. eða 6.950 kr. í mánaðaráskrift. „Við vorum að opna Sporthúsið Gull sem er lítil, heimilisleg stöð, sem býður upp á þjónustu fagfólks allan daginn,” segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Sporthússins. Þar kostar árið ásamt veglegum kaupauka 94.990 eða 7.990 kr. í mánaðaráskrift. Hálfs árs kort kostar 49.990 krónur í Sporthúsið eða 8.930 kr í mánaðaráskrift. 58.990 kr. í Sporthúsið Gull eða 9.990 í mánaðaráskrift. Mánaðarkort kostar 13.990 krónur í Sporthúsið en 16.990 kr. í Sporthúsið Gull. Með öllum aðgangskortum okkar fylgir aðgangur í alla opna hóptíma og er tuttugu prósent afsláttur af námskeiðum fyrir korthafa. Með flestum kortunum fylgir 50.000 króna kaupauki og er viðskiptavinum sem eru að byrja í ræktinni boðið upp á tíma með einkaþjálfara. Sporthúsið býður upp á 64 opna og fjölbreytta tíma í viku og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi er gott úrval þrek- og þoltíma, styrktartíma og svo auðvitað eitthvað á rólegri nótunum eins og fit pilates, jóga, foam flex og hot jóga. Viðskiptavinum er boðið að kaupa 12 mánaða aðgang að sundlaugum Kópavogs eða ÍTK fyrir aðeins 1.890 kr. á mánuði. Sporthúsið er opið mánudaga til fimmtudaga frá 05.50 til 23.30, föstudaga 05.50 til 22.30, laugardaga 08.00 til 19.00 og sunnudaga 09.00 til 22.30. Sporthúsið Gull er opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 6.00 til 19.00, laugardaga kl. 9.00 til 14.00 og sunnudaga frá 10.00 til 14.00. World Class: Í tilefni tíu ára afmælis World Class bjóða þeir upp á mánaðarkort á 4.990 krónur út janúar. Að jafnaði er mánaðarkort þó á 11.990. krónur. Árskortið í World Class er á 79.990 ef um staðgreiðslu er að ræða. Þá getur þú líka borgað 7.430 krónur á mánuði. Hins vegar er ódýrara að kaupa sér árskort sem er ótímabundið því þá borgarðu 6.840 krónur á mánuði. Ef um ótímabundinn samning er að ræða, er uppsagnarfresturinn sex mánuðir. Þó þarf einstaklingurinn að binda sig í tvo mánuði við stöðina þegar árskort er keypt. Hálfs árs kort kostar 54.590 krónur. Þegar kort er keypt í World Class hefur korthafinn aðgang að níu stöðvum og þremur sundlaugum: Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug og Lágafellslaug. Einnig er frír tími hjá þjálfara í tækjasal, aðgangur að opnum tímum eins og jóga, tabata og spinning. World Class býður upp á mörg hundruð opna tíma í mánuði, ef allar stöðvarnar eru teknir inn í. Þó eru ekki opnir tímar í öllum stöðvum heldur í sex stöðvum af níu. „Við erum með hjónatilboð, sem virkar þannig að ef annar aðilinn kaupir kort í baðstofuna þá fær hinn aðilinn uppfærslu á sínu korti þannig að sá aðili fær aðgang að baðstofunni, sé hann með árskort,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class. Opnunartíminn er misjafn eftir stöðvum en í Laugum er opið frá mánudegi til föstudags frá 06.00 til 23.30, laugardaga 08.00 til 22.00 og sunnudaga 08.00 til 20.00. Í Kringlunni er hins vegar opið allan sólarhringinn. Hreyfing: Þar er svokallað janúartilboð í gangi og fylgir kaupauki að verðmæti 42.000 krónum árskortum. „Kort eru yfirleitt greidd með mánaðargreiðslum. Við bjóðum upp á 24 mánaða binditíma og það er vinsælast en það er einnig hægt að hafa 12 mánaða binditíma,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Verðið er 7.690 krónur á mánuði ef miðað er við 24 mánaða binditíma og 8.490 krónur miðað við 12 mánaða binditíma. 2ja mánaða grunnaðild kostar 10.990 krónur á mánuði. Það er misjafnt eftir aðild hvaða þjónustu þú færð. Hægt er að kaupa grunnaðild, betri aðild og bestu aðild og breytileg þjónusta innifalin á milli þessara flokka. Með kortum fylgir aðgangur að opnum tímum líkt og jóga, hot jóga, club fit sem er vinsæll stöðvatími og mörgu öðru. Í Hreyfingu er 24 og 12 mánaða binding en þó er líka hægt að kaupa mánaðar- og vikukort. Uppsagnartíminn er í mesta lagi einn mánuður. Opnunartími er frá mánudegi til fimmtudags frá 06.00 til 22.00, föstudaga frá 06.00 til 21.00, laugardaga frá 08.00 til 17.00 og á sunnudögum frá 09.00 til 17.00. Veggsport: Þar er tilboð núna á árskorti á 49.900 krónur eða 4.990 krónur á mánuði. Annars kostar árskort 59.900 krónur, hálfs árs kort 42.900 krónur og einn mánuður 10.900 krónur. Innifalið í því er tækjasalur, opnir tímar eins og cross fit, spinning, skvass og karfa. „Ef eitthvað kemur fyrir þá reddum við hlutunum og við leyfum mönnum að hætta. Hér er enginn sérstakur frestur eða bindiskylda,“ segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigandi Veggsports. Opið er frá mánudegi til fimmtudags frá 6.30 til 22.00, föstudaga frá 6.30 til 20.30, laugardaga frá 9.00 til 16.00 og á sunnudögum frá 10.30 til 16.00. Nokkrar aðrar stöðvar: Mjölnir selur ekki beint árskort en hægt er að gera samning. Þá eru greiddar 11.500 krónur á mánuði og innifalin er öll þjónusta sem í boði er. Stakur mánuður er á 6.500 krónur. Binditíminn eru fjórir mánuðir ef um samning er að ræða og honum þarf að segja upp með mánaðar fyrirvara. Cross Fit Reykjavík selur árskort á 98.500 krónur, 6 mánaða kort á 63.000 krónur og stakan mánuð 16.500 krónur. Cross Fit er óhefðbundin líkamsræktarstöð sem býður upp á fjölbreytta þjálfun. Leggur mikla áherlslu á ólympískar lyftingar fyrir utan cross fit. Í Boot Camp kostar árskortið 88.500 krónur, 6 mánaða kort 58.500 krónur og stakur mánuður 15.000. Þá er einnig hægt að kaupa Gullkort sem gildir á öll námskeið og kostar 150.000 krónur. Árbæjarþrek selur árskortið á 49.900 krónur. Hálfsárskort kostar 30.000 krónur og mánaðarkort 8.000 krónur. Gym heilsa býður árskort í líkamsrækt og sund í Sundlaug Kópavogs og Salalaug á 35.990 krónur. Þá býður Gym heilsa árskort í líkamsrækt og sund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði á 33.990 krónur Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Sporthúsið: Árskort í Sporthúsið ásamt veglegum kaupauka kostar 78.990 kr. eða 6.950 kr. í mánaðaráskrift. „Við vorum að opna Sporthúsið Gull sem er lítil, heimilisleg stöð, sem býður upp á þjónustu fagfólks allan daginn,” segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Sporthússins. Þar kostar árið ásamt veglegum kaupauka 94.990 eða 7.990 kr. í mánaðaráskrift. Hálfs árs kort kostar 49.990 krónur í Sporthúsið eða 8.930 kr í mánaðaráskrift. 58.990 kr. í Sporthúsið Gull eða 9.990 í mánaðaráskrift. Mánaðarkort kostar 13.990 krónur í Sporthúsið en 16.990 kr. í Sporthúsið Gull. Með öllum aðgangskortum okkar fylgir aðgangur í alla opna hóptíma og er tuttugu prósent afsláttur af námskeiðum fyrir korthafa. Með flestum kortunum fylgir 50.000 króna kaupauki og er viðskiptavinum sem eru að byrja í ræktinni boðið upp á tíma með einkaþjálfara. Sporthúsið býður upp á 64 opna og fjölbreytta tíma í viku og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi er gott úrval þrek- og þoltíma, styrktartíma og svo auðvitað eitthvað á rólegri nótunum eins og fit pilates, jóga, foam flex og hot jóga. Viðskiptavinum er boðið að kaupa 12 mánaða aðgang að sundlaugum Kópavogs eða ÍTK fyrir aðeins 1.890 kr. á mánuði. Sporthúsið er opið mánudaga til fimmtudaga frá 05.50 til 23.30, föstudaga 05.50 til 22.30, laugardaga 08.00 til 19.00 og sunnudaga 09.00 til 22.30. Sporthúsið Gull er opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 6.00 til 19.00, laugardaga kl. 9.00 til 14.00 og sunnudaga frá 10.00 til 14.00. World Class: Í tilefni tíu ára afmælis World Class bjóða þeir upp á mánaðarkort á 4.990 krónur út janúar. Að jafnaði er mánaðarkort þó á 11.990. krónur. Árskortið í World Class er á 79.990 ef um staðgreiðslu er að ræða. Þá getur þú líka borgað 7.430 krónur á mánuði. Hins vegar er ódýrara að kaupa sér árskort sem er ótímabundið því þá borgarðu 6.840 krónur á mánuði. Ef um ótímabundinn samning er að ræða, er uppsagnarfresturinn sex mánuðir. Þó þarf einstaklingurinn að binda sig í tvo mánuði við stöðina þegar árskort er keypt. Hálfs árs kort kostar 54.590 krónur. Þegar kort er keypt í World Class hefur korthafinn aðgang að níu stöðvum og þremur sundlaugum: Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug og Lágafellslaug. Einnig er frír tími hjá þjálfara í tækjasal, aðgangur að opnum tímum eins og jóga, tabata og spinning. World Class býður upp á mörg hundruð opna tíma í mánuði, ef allar stöðvarnar eru teknir inn í. Þó eru ekki opnir tímar í öllum stöðvum heldur í sex stöðvum af níu. „Við erum með hjónatilboð, sem virkar þannig að ef annar aðilinn kaupir kort í baðstofuna þá fær hinn aðilinn uppfærslu á sínu korti þannig að sá aðili fær aðgang að baðstofunni, sé hann með árskort,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class. Opnunartíminn er misjafn eftir stöðvum en í Laugum er opið frá mánudegi til föstudags frá 06.00 til 23.30, laugardaga 08.00 til 22.00 og sunnudaga 08.00 til 20.00. Í Kringlunni er hins vegar opið allan sólarhringinn. Hreyfing: Þar er svokallað janúartilboð í gangi og fylgir kaupauki að verðmæti 42.000 krónum árskortum. „Kort eru yfirleitt greidd með mánaðargreiðslum. Við bjóðum upp á 24 mánaða binditíma og það er vinsælast en það er einnig hægt að hafa 12 mánaða binditíma,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Verðið er 7.690 krónur á mánuði ef miðað er við 24 mánaða binditíma og 8.490 krónur miðað við 12 mánaða binditíma. 2ja mánaða grunnaðild kostar 10.990 krónur á mánuði. Það er misjafnt eftir aðild hvaða þjónustu þú færð. Hægt er að kaupa grunnaðild, betri aðild og bestu aðild og breytileg þjónusta innifalin á milli þessara flokka. Með kortum fylgir aðgangur að opnum tímum líkt og jóga, hot jóga, club fit sem er vinsæll stöðvatími og mörgu öðru. Í Hreyfingu er 24 og 12 mánaða binding en þó er líka hægt að kaupa mánaðar- og vikukort. Uppsagnartíminn er í mesta lagi einn mánuður. Opnunartími er frá mánudegi til fimmtudags frá 06.00 til 22.00, föstudaga frá 06.00 til 21.00, laugardaga frá 08.00 til 17.00 og á sunnudögum frá 09.00 til 17.00. Veggsport: Þar er tilboð núna á árskorti á 49.900 krónur eða 4.990 krónur á mánuði. Annars kostar árskort 59.900 krónur, hálfs árs kort 42.900 krónur og einn mánuður 10.900 krónur. Innifalið í því er tækjasalur, opnir tímar eins og cross fit, spinning, skvass og karfa. „Ef eitthvað kemur fyrir þá reddum við hlutunum og við leyfum mönnum að hætta. Hér er enginn sérstakur frestur eða bindiskylda,“ segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigandi Veggsports. Opið er frá mánudegi til fimmtudags frá 6.30 til 22.00, föstudaga frá 6.30 til 20.30, laugardaga frá 9.00 til 16.00 og á sunnudögum frá 10.30 til 16.00. Nokkrar aðrar stöðvar: Mjölnir selur ekki beint árskort en hægt er að gera samning. Þá eru greiddar 11.500 krónur á mánuði og innifalin er öll þjónusta sem í boði er. Stakur mánuður er á 6.500 krónur. Binditíminn eru fjórir mánuðir ef um samning er að ræða og honum þarf að segja upp með mánaðar fyrirvara. Cross Fit Reykjavík selur árskort á 98.500 krónur, 6 mánaða kort á 63.000 krónur og stakan mánuð 16.500 krónur. Cross Fit er óhefðbundin líkamsræktarstöð sem býður upp á fjölbreytta þjálfun. Leggur mikla áherlslu á ólympískar lyftingar fyrir utan cross fit. Í Boot Camp kostar árskortið 88.500 krónur, 6 mánaða kort 58.500 krónur og stakur mánuður 15.000. Þá er einnig hægt að kaupa Gullkort sem gildir á öll námskeið og kostar 150.000 krónur. Árbæjarþrek selur árskortið á 49.900 krónur. Hálfsárskort kostar 30.000 krónur og mánaðarkort 8.000 krónur. Gym heilsa býður árskort í líkamsrækt og sund í Sundlaug Kópavogs og Salalaug á 35.990 krónur. Þá býður Gym heilsa árskort í líkamsrækt og sund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði á 33.990 krónur
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira