Lífið

Allir velkomnir í brennó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Liðið Bríó er ríkjandi Reykjavíkurmeistari.
Liðið Bríó er ríkjandi Reykjavíkurmeistari.
Fyrsti innibrennótími ársins fer fram í Kórnum í Kópavogi í kvöld klukkan 21. Íþróttin verður spiluð á mánudögum klukkan 21 og miðvikudögum klukkan 20 fram á vor og eru allir velkomnir í þennan fyrsta tíma til að prófa.

Þeir, sem kunna við sig í Kórnum, greiða sex þúsund krónur fyrir önnina sem er rúmlega þrjátíu tímar. Nánari upplýsingar er að finna í hópnum Innibrennó á Facebook.

Reykjavíkurmótið í innibrennó var haldið seint á síðasta ári og var það liðið Bríó sem bar sigur úr býtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.