„Þjófarnir láta mig ekki í friði“ 4. janúar 2014 09:30 Hljómsveitin Skarkali lofar góðri stund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. „Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira