Lífið

Vilja fá myndir frá aðdáendum

Hljómsveitin Skálmöld óskar eftir ljósmyndum á fésbókarsíðu sinni.
Hljómsveitin Skálmöld óskar eftir ljósmyndum á fésbókarsíðu sinni. mynd/lalli sig
„Þetta byrjaði sem smá flipp og var frekar óformleg hugmynd í upphafi,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Skálmöld óskar eftir ljósmyndum frá aðdáendum sínum á fésbókarsíðu sinni en þær fara inn í myndaalbúm sem kallast Skálmöld Family Album – 2013.

„Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að gera við myndirnar en þær fara allavega í albúmið til að byrja með.“ Eins og er hafa tæplega áttatíu myndir borist sveitinni, með tölvupósti eða í gegnum fésbókarsíðuna.

„Ég veit ekki um margar aðrar sveitir sem hafa tekið upp á þessu en það hefur alltaf verið okkar stíll að hitta fólk og spjalla við fólk og því eiginlega okkur líkt að gera þetta,“ útskýrir Snæbjörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.