Ber meiri virðingu fyrir Miley Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 10:00 Hannes Óli nær að túlka forsætisráðherra með miklum sóma. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson „Þetta var mjög áhugavert. Ég var í veislu með vinafólki hér á Akureyri og þekkti ekki marga í partíinu. Þegar ég sá að þetta væri fyrsta atriðið hugsaði ég: Þetta verður eitthvað. En svo var þetta allt í lagi,“ segir leikarinn Hannes Óli Ágústsson. Hann túlkaði forsætisráðherrann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Áramótaskaupinu og var allsnakinn á niðurrifskúlu í upphafsatriðinu. Atriðið var skopstæling á tónlistarmyndbandi söngkonunnar Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball. „Þetta var fyndinn tökudagur. Þetta var með síðustu atriðum sem voru tekin upp. Ég bý á Akureyri og átti fyrsta flug um morguninn til að mæta í tökur eldsnemma. En svo var veðrið slæmt þannig að ég var veðurtepptur. Loksins fékk ég flug. Ég er drifinn inn í stúdíóið, ég klæddi mig úr og þurfti að hanga samtals á þessum bolta í fimm mínútur. Þá var þetta búið,“ segir Hannes. Sem betur fer tóku tökurnar ekki lengri tíma því kúlan fór ekki vel með djásn leikarans. „Ég þurfti að hagræða þeim aðeins, en virðing mín fyrir þessari blessuðu söngkonu jókst. Það er ekkert smá erfitt að hanga á þessari kúlu.“ Hannes er afar ánægður með Áramótaskaupið og gengur glaður inn í nýja árið. „Ég er að leika með Leikfélagi Akureyrar annað árið í röð og 17. janúar frumsýnum við Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Mjög skemmtileg nálgun á þetta klassíska verk.“ Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þetta var mjög áhugavert. Ég var í veislu með vinafólki hér á Akureyri og þekkti ekki marga í partíinu. Þegar ég sá að þetta væri fyrsta atriðið hugsaði ég: Þetta verður eitthvað. En svo var þetta allt í lagi,“ segir leikarinn Hannes Óli Ágústsson. Hann túlkaði forsætisráðherrann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Áramótaskaupinu og var allsnakinn á niðurrifskúlu í upphafsatriðinu. Atriðið var skopstæling á tónlistarmyndbandi söngkonunnar Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball. „Þetta var fyndinn tökudagur. Þetta var með síðustu atriðum sem voru tekin upp. Ég bý á Akureyri og átti fyrsta flug um morguninn til að mæta í tökur eldsnemma. En svo var veðrið slæmt þannig að ég var veðurtepptur. Loksins fékk ég flug. Ég er drifinn inn í stúdíóið, ég klæddi mig úr og þurfti að hanga samtals á þessum bolta í fimm mínútur. Þá var þetta búið,“ segir Hannes. Sem betur fer tóku tökurnar ekki lengri tíma því kúlan fór ekki vel með djásn leikarans. „Ég þurfti að hagræða þeim aðeins, en virðing mín fyrir þessari blessuðu söngkonu jókst. Það er ekkert smá erfitt að hanga á þessari kúlu.“ Hannes er afar ánægður með Áramótaskaupið og gengur glaður inn í nýja árið. „Ég er að leika með Leikfélagi Akureyrar annað árið í röð og 17. janúar frumsýnum við Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Mjög skemmtileg nálgun á þetta klassíska verk.“
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira