„Tapið á Ólympíuleikunum situr í mér“ Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 15:00 Félagarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir þegar blaðamaður Vísis ræddi við þá eftir æfingu landsliðsins í gær. „Ungverjaleikurinn leggst vel í mig. Við byrjuðum vel, góð stemning í hópnum og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Snorri en andinn er eðlilega góður í liðinu eftir sigur í fyrsta leik. „Menn eru léttir. Gott að byrja vel og losa smá spennu í okkur.“ Margir af landsliðsmönnunum eru miklir NFL-áhugamenn og þar á meðal eru Snorri og Ásgeir. Þeir horfðu því á NFL-leikina eftir þeir höfðu tekið Norðmenn í gegn. „Ég er mjög ánægður með úrslitin í leikjunum. Núna fáum við Broncos og Patriots. Það verður ekki mikið betra,“ sagði Ásgeir. Báðir léku þeir í tapinu grátlega gegn Ungverjum á ÓL í London. Þeir hafa ekki treyst sér til að horfa á þann leik aftur. „Ég fékk þann heiður að sjá þetta aftur í Áramótaskaupinu. Ég sá þann part en hefði alveg viljað sleppa því,“ sagði Snorri Steinn og Ásgeir bætir við að honum detti ekki í hug að kíkja á leikinn. „Þetta situr í mér. Ég fer ekkert í felur með það. Sigur núna hefnir ekki endilega fyrir þann leik. Sá leikur var þess eðlis að það er erfitt að hefna nema á Ólympíuleikum.“Viðtalið við þá félaga má sjá í heild sinni hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Félagarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir þegar blaðamaður Vísis ræddi við þá eftir æfingu landsliðsins í gær. „Ungverjaleikurinn leggst vel í mig. Við byrjuðum vel, góð stemning í hópnum og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Snorri en andinn er eðlilega góður í liðinu eftir sigur í fyrsta leik. „Menn eru léttir. Gott að byrja vel og losa smá spennu í okkur.“ Margir af landsliðsmönnunum eru miklir NFL-áhugamenn og þar á meðal eru Snorri og Ásgeir. Þeir horfðu því á NFL-leikina eftir þeir höfðu tekið Norðmenn í gegn. „Ég er mjög ánægður með úrslitin í leikjunum. Núna fáum við Broncos og Patriots. Það verður ekki mikið betra,“ sagði Ásgeir. Báðir léku þeir í tapinu grátlega gegn Ungverjum á ÓL í London. Þeir hafa ekki treyst sér til að horfa á þann leik aftur. „Ég fékk þann heiður að sjá þetta aftur í Áramótaskaupinu. Ég sá þann part en hefði alveg viljað sleppa því,“ sagði Snorri Steinn og Ásgeir bætir við að honum detti ekki í hug að kíkja á leikinn. „Þetta situr í mér. Ég fer ekkert í felur með það. Sigur núna hefnir ekki endilega fyrir þann leik. Sá leikur var þess eðlis að það er erfitt að hefna nema á Ólympíuleikum.“Viðtalið við þá félaga má sjá í heild sinni hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira