„Ég mátti ekki elda hann. Hann verður þurrkaður og stoppaður upp,“ segir Hallur Sigurðsson, kokkur á Sigurði Ólafssyni SF 44. Krabbinn er talinn konungsmatur, en þessi tegund krabba er ein sú verðmætasta í heimi. „Þetta er virkilega dýr matur.“
Kóngakrabbinn er talinn mikill vágestur sem skiljur eftir sig sviðna jörð og er mikil ógn talin stafa af honum. Krabbinn hefur fundist rétt norður af Bergen í Noregi og telur Náttúruverndarráð Noregs krabbann umhverfisógn frekar heldur en nytjategund.
Eftirfarandi myndir tók Hallur af krabbanum, og verður hann, sem fyrr segir, til sýnis í Pakkhúsinu á Hornafirði í sumar.



