Innlent

2013 metár í tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Síðasta ár var metár í tilkynningum um kynferðisbrot gagnvart börnum. Fjölgun tilkynninga um börn hefur leitt til fleiri kannana og barnaverndarmálum hefur fjölgað á undanförnum árum. Heildarfjöldi tilkynninga til Barnaverndarstofu var 8.615 og fjölgaði þeim um rúm átta prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársskýrlu Barnaverndarstofu fyrir árið 2013.

36,2 prósent tilkynninganna voru vegna vanrækslu gagnvart börnum. Þá voru 26,1 prósent tilkynninganna vegna ofbeldis gagnvart börnum, 37 prósent vegna áhættuhegðunar barna og 0,7 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu.

Í heildina vörðuðu tilkynningarnar 4.880 börn, en margar tilkynningar geta borist um sama barnið. Flestar tilkynninganna bárust frá lögreglu.

Í Barnahúsi voru framkvæmd 253 rannsóknarviðtöl í fyrra og hafa þau aldrei verið fleiri. Sú aukning skýrst fyrst og fremst vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í upphafi ársins um ítrekuð kynferðisbrot tiltekins manns. Þá fjölgaði rannsóknarviðtölum vegna fjölgunar á skýrslutökum fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×