Innlent

Ætla að dæla úr bílnum í birtingu

Gissur Sigurðsson skrifar
Olíuflutningabíllinn, sem valt fulllestaður út af veginum á Kleifheiði, á milli Brjánslækjar og Patreksfjarðar um kvöldmatarleitið í gær, liggur þar enn óhreyfður á hliðinni. Eftir veltuna var slökkviliðið á Patreksfirði sent á vettvang ásamt öðrum olíubíl og dælubúnaði, til að dæla úr geymum bílsins, áður en hann yrði reystur við.

Vegna bilunar í dælubúnaði varð að gera hlé á dælungunni uppp úr miðnætti, en slökkviliðsmenn vakta bílinn. Ráðgert er að hefja hana á ný með morgninum og koma bílnum á réttan kjöl og kemur þá í ljós hvort olía hefur lekið ofan í jarðveginn. Á þessari stundu er það talið ólíklegt.

Ökumaður bílsins, slapp ómeiddur, eins og komið er fram í fréttum, en hann var að mæta öðrum bíl, þegar óhappið varð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×