Lífið

Ef þú ert með vöðvabólgu skaltu horfa á þetta

Ellý Ármanns skrifar
myndir/youtube
Í meðfylgjandi myndbandi sýnir jógakennarinn og heilarinn Ágústa Kolbrún Róberts hvernig hægt er að losa um vöðvabólgu með einföldum æfingum.

„Þessi staða heitir „jóga mudra“ og er oft kölluð skrifstofuæfingin. Þú getur farið inn í þessa stöðu hvar sem er hvort sem þú stendur eða situr. Þegar við sitjum erum við að stoppa blóðflæði niður í fætur og brennum þar af leiðandi hraðar. Þegar við höllum okkur fram nuddum við líffærin. Blóðflæðið fer að vinna í öxlum og herðablöðum og losar þannig um stíflur. Það sama á við um standandi stöður þar sem við stoppum blóðflæði niður í hendur og virkjum blóðflæðið í öxlum og herðablöðum,“ segir Ágústa.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.