Psssst – ólöglegt samráð? Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.)
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun