Psssst – ólöglegt samráð? Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.)
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar