Neitar því að hafa blekkt kjósendur Hrund Þórsdóttir skrifar 8. maí 2014 20:00 Fyrrverandi velferðarráðherra neitar því að hafa blekkt kjósendur með því að undirrita viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimili við Sléttuveg, rétt fyrir kosningar í fyrra. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að ekkert fjármagn hefði fylgt yfirlýsingunni. Borgarstjórn skoraði í vikunni á Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, að standa án tafar við viljayfirlýsingu forvera hans, Guðbjarts Hannessonar, um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristján hins vegar að ekkert fjármagn hefði fylgt viljayfirlýsingunni sem undirrituð var rétt fyrir þingkosningar í fyrra. Guðbjartur hafnar því að um kosningabrellu hafi verið að ræða. „Það er þannig að þegar gefnar eru út viljayfirlýsingar er verið að forgangsraða,“ segir hann. „Viljayfirlýsingin fól í sér vilja til að setja verkefnið inn í fjárlög en síðan var skipt um ríkisstjórn og hún valdi að setja ekki fjármagn í þetta. Ábyrgð á því að fjármagn er ekki til staðar er því nýrrar ríkisstjórnar en ekki þeirra sem skrifa undir viljayfirlýsinguna.“ Varstu þá ekki að blekkja kjósendur? „Að sjálfsögðu ekki, enda var ekki verið að lofa neinu á einhverjum ákveðnum tíma, það var bara verið að gefa skilaboð um að þarna ætti að byggja næst,“ segir Guðbjartur. En er rétt að í raun og veru var aldrei búið að eyrnamerkja þessu verkefni neitt fjármagn? „Það var ekki komið inn nei, það er alveg rétt,“ Guðbjartur er ósáttur við skýringar heilbrigðisráðherra. „Mér finnst almennt mjög aumt að skýra það að einhverjum ákvörðunum er ekki fylgt eftir með því að ekki liggi fyrir fjármagn, á sama tíma og menn eru að skera niður og hæla sér af því, um 25 milljarða í skattheimtu á þá sem betra hafa það, hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar,“ segir Guðbjartur. Tengdar fréttir Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fyrrverandi velferðarráðherra neitar því að hafa blekkt kjósendur með því að undirrita viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimili við Sléttuveg, rétt fyrir kosningar í fyrra. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að ekkert fjármagn hefði fylgt yfirlýsingunni. Borgarstjórn skoraði í vikunni á Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, að standa án tafar við viljayfirlýsingu forvera hans, Guðbjarts Hannessonar, um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristján hins vegar að ekkert fjármagn hefði fylgt viljayfirlýsingunni sem undirrituð var rétt fyrir þingkosningar í fyrra. Guðbjartur hafnar því að um kosningabrellu hafi verið að ræða. „Það er þannig að þegar gefnar eru út viljayfirlýsingar er verið að forgangsraða,“ segir hann. „Viljayfirlýsingin fól í sér vilja til að setja verkefnið inn í fjárlög en síðan var skipt um ríkisstjórn og hún valdi að setja ekki fjármagn í þetta. Ábyrgð á því að fjármagn er ekki til staðar er því nýrrar ríkisstjórnar en ekki þeirra sem skrifa undir viljayfirlýsinguna.“ Varstu þá ekki að blekkja kjósendur? „Að sjálfsögðu ekki, enda var ekki verið að lofa neinu á einhverjum ákveðnum tíma, það var bara verið að gefa skilaboð um að þarna ætti að byggja næst,“ segir Guðbjartur. En er rétt að í raun og veru var aldrei búið að eyrnamerkja þessu verkefni neitt fjármagn? „Það var ekki komið inn nei, það er alveg rétt,“ Guðbjartur er ósáttur við skýringar heilbrigðisráðherra. „Mér finnst almennt mjög aumt að skýra það að einhverjum ákvörðunum er ekki fylgt eftir með því að ekki liggi fyrir fjármagn, á sama tíma og menn eru að skera niður og hæla sér af því, um 25 milljarða í skattheimtu á þá sem betra hafa það, hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar,“ segir Guðbjartur.
Tengdar fréttir Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00