Viðbrennd og ólystug terta Sjálfstæðisflokksins Þórir Stephensen skrifar 16. október 2014 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki. Flokkurinn hafði forystu í flestum málum, sem vörðuðu þjóðarheill. Við myndun núverandi ríkisstjórnar vakti það mikla furðu, að Sjálfstæðismenn skyldu samþykkja að fela Framsókn ábyrgð á bæði forsætis- og utanríkisráðuneytinu. Hið síðarnefnda hefur lengi haft allan svip af hugsunarhætti þeirra. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú fyrirferðarlítill áhorfandi og umhverfið breytt. Í stíl við þetta hafa forystumenn flokksins ekki treyst sér til að standa við mikilvægt loforð, gefið rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. Í Fréttablaðinu, 3. október sl. er sagt frá fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur með eldri Sjálfstæðismönnum. Þar taldi hún „rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu“ eins og utanríkisráðherra hefur lagt til. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Þetta er bara staðfesting þess, að flokkinn hennar skortir í dag það sem ég lýsi hér í fyrstu málsgreininni. Þess vegna hefur flokksforystan látið sér það sæma að læðast ófyrirséð í bakpokann, sem kjósendur fengu með sér út í nýtt kjörtímabil og skipt þar um einn af þýðingarmestu nestispökkunum, sem áttu að viðhalda hinu pólitíska þreki næstu árin. Hvað var í pakkanum? Þar var afstaðan til samningaumræðna við ESB. Við getum líkt henni við lagskipta tertu. Neðsta lagið, grunnurinn, hlýtur að vera orð formannsins Bjarna Benediktssonar: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnuskrá að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál, og við munum standa við það.“ Í öðru laginu getum við lesið allt önnur orð Hönnu Birnu: „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það, að þjóðin fær að ákveða, hvort það verði gengið lengra í þessu máli.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir á þriðja lagið: „Eina leiðin til að komast að niðurstöðu er að spyrja þjóðina um það, hvert skuli halda núna.“ Illugi Gunnarsson kemur næstur „ …síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin fái að segja sinn hug. Þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“Misheppnaður glassúr Þarna eru fjögur býsna samstæð lög, sem lofuðu góðu á sinni tíð og menn gleyptu við sem nesti út í nýtt kjörtímabil. En nú hefur flokkurinn, að óvörum, skipt algjörlega um innihald pakkans. Þar er þó enn terta, en allmikið breytt, virðist hafa verið bökuð í allt of heitum ofni stjórnarráðsins. Bjarni Benediktsson hefur, þvert ofan í mikilvægt loforð komið með gagnstæða fullyrðingu: „Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík atkvæðagreiðsla fari fram.“ Ummæli Hönnu Birnu koma svo eins og misheppnaður „glassúr“ ofan á þetta. Sagan er í raun ótrúleg og að dómi margra ekki geðslegt eða hollt nesti fyrir flokksmenn, sem hafa verið aldir upp við kjörorðið: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, og einn virtasti stjórnmálaskýrandi landsins, sagði enda þegar þetta kom í ljós: „Menn kusu flokkinn út á þetta. Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta kosningaloforð, sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum, og þetta eru ein stærstu svik sem gerst hafa í íslenskum stjórnmálum.“ Bjarni hefur borið því við, að það hefðu verið „enn meiri svik“ að fara ekki eftir samþykktum flokksins, Með þeim orðum viðurkennir hann svik sín. Ég kann ekki að leggja mat á svik. Sá sem þau framkvæmir hlýtur alltaf að bera það nafn, sem þeim fylgir. Til þess að reyna að breyta afstöðu stjórnvalda og þá einkum Sjálfstæðisflokksins til samninga um Evrópuaðild voru mikil fundahöld á Austurvelli sl. vor og síðan afhentar undirskriftir 53.555 kjósenda, sem vildu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og töldu málið brýnna en svo, að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða því. Þess vegna þurfi þjóðarvilji að koma fram. Þetta var hins vegar eins og að skvetta vatni á gæs. Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru sem í herkví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. Enn alvarlegra er þó, að tillaga Gunnars Braga er á þingmálaskrá hans og ekki þarf að draga í efa, að þrýst verður á, að hún komi fram sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki. Flokkurinn hafði forystu í flestum málum, sem vörðuðu þjóðarheill. Við myndun núverandi ríkisstjórnar vakti það mikla furðu, að Sjálfstæðismenn skyldu samþykkja að fela Framsókn ábyrgð á bæði forsætis- og utanríkisráðuneytinu. Hið síðarnefnda hefur lengi haft allan svip af hugsunarhætti þeirra. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú fyrirferðarlítill áhorfandi og umhverfið breytt. Í stíl við þetta hafa forystumenn flokksins ekki treyst sér til að standa við mikilvægt loforð, gefið rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. Í Fréttablaðinu, 3. október sl. er sagt frá fundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur með eldri Sjálfstæðismönnum. Þar taldi hún „rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu“ eins og utanríkisráðherra hefur lagt til. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Þetta er bara staðfesting þess, að flokkinn hennar skortir í dag það sem ég lýsi hér í fyrstu málsgreininni. Þess vegna hefur flokksforystan látið sér það sæma að læðast ófyrirséð í bakpokann, sem kjósendur fengu með sér út í nýtt kjörtímabil og skipt þar um einn af þýðingarmestu nestispökkunum, sem áttu að viðhalda hinu pólitíska þreki næstu árin. Hvað var í pakkanum? Þar var afstaðan til samningaumræðna við ESB. Við getum líkt henni við lagskipta tertu. Neðsta lagið, grunnurinn, hlýtur að vera orð formannsins Bjarna Benediktssonar: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnuskrá að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál, og við munum standa við það.“ Í öðru laginu getum við lesið allt önnur orð Hönnu Birnu: „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það, að þjóðin fær að ákveða, hvort það verði gengið lengra í þessu máli.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir á þriðja lagið: „Eina leiðin til að komast að niðurstöðu er að spyrja þjóðina um það, hvert skuli halda núna.“ Illugi Gunnarsson kemur næstur „ …síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin fái að segja sinn hug. Þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“Misheppnaður glassúr Þarna eru fjögur býsna samstæð lög, sem lofuðu góðu á sinni tíð og menn gleyptu við sem nesti út í nýtt kjörtímabil. En nú hefur flokkurinn, að óvörum, skipt algjörlega um innihald pakkans. Þar er þó enn terta, en allmikið breytt, virðist hafa verið bökuð í allt of heitum ofni stjórnarráðsins. Bjarni Benediktsson hefur, þvert ofan í mikilvægt loforð komið með gagnstæða fullyrðingu: „Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins að slík atkvæðagreiðsla fari fram.“ Ummæli Hönnu Birnu koma svo eins og misheppnaður „glassúr“ ofan á þetta. Sagan er í raun ótrúleg og að dómi margra ekki geðslegt eða hollt nesti fyrir flokksmenn, sem hafa verið aldir upp við kjörorðið: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, og einn virtasti stjórnmálaskýrandi landsins, sagði enda þegar þetta kom í ljós: „Menn kusu flokkinn út á þetta. Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta kosningaloforð, sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum, og þetta eru ein stærstu svik sem gerst hafa í íslenskum stjórnmálum.“ Bjarni hefur borið því við, að það hefðu verið „enn meiri svik“ að fara ekki eftir samþykktum flokksins, Með þeim orðum viðurkennir hann svik sín. Ég kann ekki að leggja mat á svik. Sá sem þau framkvæmir hlýtur alltaf að bera það nafn, sem þeim fylgir. Til þess að reyna að breyta afstöðu stjórnvalda og þá einkum Sjálfstæðisflokksins til samninga um Evrópuaðild voru mikil fundahöld á Austurvelli sl. vor og síðan afhentar undirskriftir 53.555 kjósenda, sem vildu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og töldu málið brýnna en svo, að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða því. Þess vegna þurfi þjóðarvilji að koma fram. Þetta var hins vegar eins og að skvetta vatni á gæs. Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru sem í herkví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. Enn alvarlegra er þó, að tillaga Gunnars Braga er á þingmálaskrá hans og ekki þarf að draga í efa, að þrýst verður á, að hún komi fram sem fyrst.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun