Verkinu er ekki lokið G. Pétur Matthíasson skrifar 16. október 2014 07:00 Í annars ágætum leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 13. október er því haldið fram að nánast ekkert hafi staðist við byggingu Landeyjahafnar, að hún þjóni illa hlutverki sínu og að hún sé dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir. Fáar af þessum fullyrðingum standast. Farþegum fjölgaði með Herjólfi eftir að Landeyjahöfn var vígð, eins og gert var ráð fyrir, fór úr um 130 þúsund farþegum í um 300 þúsund. Þessi mikli fjöldi farþega hefur haft gífurleg áhrif á allt mannlíf í Vestmannaeyjum. Kostnaður við byggingu Landeyjahafnar var innan áætlana og mannvirkið var vígt á ætluðum tíma. Frá upphafi var ljóst að miklir erfiðleikar yrðu fyrir Herjólf að sigla í Landeyjahöfn yfir háveturinn og gera mátti ráð fyrir að sigla þyrfti í Þorlákshöfn. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif en ekki ófyrirsjáanleg. Gert var ráð fyrir að ef slíkt gos yrði þá gæti það haft hamlandi áhrif á siglingar í Landeyjahöfn vegna sandburðar. Bygging Landeyjahafnar fólst í tvennu, annars vegar byggingu nýrrar hafnar og hins vegar smíði nýrrar ferju. Verkinu er því ekki lokið. Það var vitað að Herjólfur myndi eiga í erfiðleikum með siglingar í Landeyjahöfn sem leysa á með nýrri ferju. Það var aðeins hægt að byggja heilsárshöfn í Bakkafjöru, Landeyjahöfn, ef einnig yrði byggð ný ferja sem risti minna en Herjólfur. Þegar bygging Landeyjahafnar hófst sumarið 2008 var á sama tíma verið að semja um smíði nýrrar ferju en vegna bankahrunsins var smíðinni slegið á frest. Þegar sú ákvörðun var tekin stóð í fréttatilkynningu um það mál: „Til að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir myndi hann [Herjólfur] sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara.“ Vandinn í Landeyjahöfn leysist ekki fyrr en verkinu er lokið og því lýkur vonandi með smíði nýrrar ferju. Það er rétt sem leiðarahöfundur segir að þangað til verður vandinn í Landeyjahöfn fréttnæmur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í annars ágætum leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 13. október er því haldið fram að nánast ekkert hafi staðist við byggingu Landeyjahafnar, að hún þjóni illa hlutverki sínu og að hún sé dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir. Fáar af þessum fullyrðingum standast. Farþegum fjölgaði með Herjólfi eftir að Landeyjahöfn var vígð, eins og gert var ráð fyrir, fór úr um 130 þúsund farþegum í um 300 þúsund. Þessi mikli fjöldi farþega hefur haft gífurleg áhrif á allt mannlíf í Vestmannaeyjum. Kostnaður við byggingu Landeyjahafnar var innan áætlana og mannvirkið var vígt á ætluðum tíma. Frá upphafi var ljóst að miklir erfiðleikar yrðu fyrir Herjólf að sigla í Landeyjahöfn yfir háveturinn og gera mátti ráð fyrir að sigla þyrfti í Þorlákshöfn. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif en ekki ófyrirsjáanleg. Gert var ráð fyrir að ef slíkt gos yrði þá gæti það haft hamlandi áhrif á siglingar í Landeyjahöfn vegna sandburðar. Bygging Landeyjahafnar fólst í tvennu, annars vegar byggingu nýrrar hafnar og hins vegar smíði nýrrar ferju. Verkinu er því ekki lokið. Það var vitað að Herjólfur myndi eiga í erfiðleikum með siglingar í Landeyjahöfn sem leysa á með nýrri ferju. Það var aðeins hægt að byggja heilsárshöfn í Bakkafjöru, Landeyjahöfn, ef einnig yrði byggð ný ferja sem risti minna en Herjólfur. Þegar bygging Landeyjahafnar hófst sumarið 2008 var á sama tíma verið að semja um smíði nýrrar ferju en vegna bankahrunsins var smíðinni slegið á frest. Þegar sú ákvörðun var tekin stóð í fréttatilkynningu um það mál: „Til að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir myndi hann [Herjólfur] sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara.“ Vandinn í Landeyjahöfn leysist ekki fyrr en verkinu er lokið og því lýkur vonandi með smíði nýrrar ferju. Það er rétt sem leiðarahöfundur segir að þangað til verður vandinn í Landeyjahöfn fréttnæmur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar