Hvert viljum við stefna? Tökum áskoruninni! Birgir U. Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Líffræðikennari á Íslandi spurði hóp 16 ára unglinga við hvað líffræðingar starfa. Fyrst var dauðaþögn, engin svör. Eftir dágóða stund nefndi einn nemandi að líffræðingar gætu jú kannski kennt. Ef þetta er staða raungreina í huga barna og unglinga er ekki furða að skortur sé á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki á Íslandi í dag. Starfsvettvangur raunvísindamenntaðs fólks hjá hátæknifyrirtækjum og -stofnunum, s.s. í líftækni, nanótækni, hafrannsóknum, vistheimt, jöklarannsóknum og loftslagsfræðum er nemendum oft ókunnur. Efling náttúrufræðimenntunar er afar brýn. Atvinnulífið kallar á skýrari tengingu við skólana og óskar eftir hæfu raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki, stjórnmálamenn kalla á markvissari og öflugri náttúrufræðimenntun vegna slakari frammistöðu íslenskra nema í alþjóðlegum samanburðarkönnunum og skólakerfið kallar eftir vel menntuðum raungreina- og tæknikennurum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands leggur um þessar mundir sitt af mörkum til eflingar náttúrufræðimenntunar og áhuga nemenda á náttúruvísindum og tækni með NaNO verkefninu (Náttúruvísindi á nýrri öld). Verkefnið er margþætt; símenntunarnámskeið fyrir kennara um ný vísindi; kennsluráðgjöf; gagnabanki fyrir kennara með viðfangsefnum náttúruvísinda og tækni 21. aldar; viðburðir með náttúrufræðikennurum þar sem þeir læra hver af öðrum og fagleg einangrun þeirra rofnar; rannsóknir á náttúrufræðimenntun á Íslandi ásamt fleiru.Meiri samvinnu Starfsfólk NaNO hefur nú þegar verið í samstarfi við ýmsa aðila í vinnu sinni. Þar má nefna Hafrannsóknastofnun, Matís, Sjávarklasann, Raunvísindastofnun Háskólans, Lyfjafræðideild HÍ, ORF líftækni, Orkuveitu Reykjavíkur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna, Sorpu, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landsvirkjun. Menntavísindasvið HÍ hefur einnig kallað á aðila vinnumarkaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila til að halda umræðunni um náttúrufræðimenntun gangandi og stilla saman strengi. Nú er kominn tími til að vinna meira saman, vinna að símenntun kennara með markvissari hætti, tengja skólana betur atvinnulífinu, leyfa nemendum að fjalla í ríkari mæli um nútímaviðfangsefni vísinda í skólum ásamt því að þjálfa nemendur í að takast á við álitamál og flókin viðfangsefni. Þannig búum við nemendur betur undir framtíðina í samfélagi sem ekki er ljóst hvað ber í skauti sér. Þegar nemendur eru spurðir hvað líffræðingar og annað raungreinafólk gerir ættu þeir að sjá fyrir sér hlaðborð af störfum með fjölbreytta möguleika í náttúru og vísindum sem snúa að rannsóknum og þróun vara, tækja og hugmynda sem bæta líf okkar og auka sjálfbæra nýtingu auðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Líffræðikennari á Íslandi spurði hóp 16 ára unglinga við hvað líffræðingar starfa. Fyrst var dauðaþögn, engin svör. Eftir dágóða stund nefndi einn nemandi að líffræðingar gætu jú kannski kennt. Ef þetta er staða raungreina í huga barna og unglinga er ekki furða að skortur sé á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki á Íslandi í dag. Starfsvettvangur raunvísindamenntaðs fólks hjá hátæknifyrirtækjum og -stofnunum, s.s. í líftækni, nanótækni, hafrannsóknum, vistheimt, jöklarannsóknum og loftslagsfræðum er nemendum oft ókunnur. Efling náttúrufræðimenntunar er afar brýn. Atvinnulífið kallar á skýrari tengingu við skólana og óskar eftir hæfu raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki, stjórnmálamenn kalla á markvissari og öflugri náttúrufræðimenntun vegna slakari frammistöðu íslenskra nema í alþjóðlegum samanburðarkönnunum og skólakerfið kallar eftir vel menntuðum raungreina- og tæknikennurum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands leggur um þessar mundir sitt af mörkum til eflingar náttúrufræðimenntunar og áhuga nemenda á náttúruvísindum og tækni með NaNO verkefninu (Náttúruvísindi á nýrri öld). Verkefnið er margþætt; símenntunarnámskeið fyrir kennara um ný vísindi; kennsluráðgjöf; gagnabanki fyrir kennara með viðfangsefnum náttúruvísinda og tækni 21. aldar; viðburðir með náttúrufræðikennurum þar sem þeir læra hver af öðrum og fagleg einangrun þeirra rofnar; rannsóknir á náttúrufræðimenntun á Íslandi ásamt fleiru.Meiri samvinnu Starfsfólk NaNO hefur nú þegar verið í samstarfi við ýmsa aðila í vinnu sinni. Þar má nefna Hafrannsóknastofnun, Matís, Sjávarklasann, Raunvísindastofnun Háskólans, Lyfjafræðideild HÍ, ORF líftækni, Orkuveitu Reykjavíkur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna, Sorpu, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landsvirkjun. Menntavísindasvið HÍ hefur einnig kallað á aðila vinnumarkaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila til að halda umræðunni um náttúrufræðimenntun gangandi og stilla saman strengi. Nú er kominn tími til að vinna meira saman, vinna að símenntun kennara með markvissari hætti, tengja skólana betur atvinnulífinu, leyfa nemendum að fjalla í ríkari mæli um nútímaviðfangsefni vísinda í skólum ásamt því að þjálfa nemendur í að takast á við álitamál og flókin viðfangsefni. Þannig búum við nemendur betur undir framtíðina í samfélagi sem ekki er ljóst hvað ber í skauti sér. Þegar nemendur eru spurðir hvað líffræðingar og annað raungreinafólk gerir ættu þeir að sjá fyrir sér hlaðborð af störfum með fjölbreytta möguleika í náttúru og vísindum sem snúa að rannsóknum og þróun vara, tækja og hugmynda sem bæta líf okkar og auka sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar