Forstöðukona elliheimilis við Jón Gnarr: „Það ætti að drepa þig helvítið þitt!“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 13:06 Hér má sjá nokkrar glefsur úr sketsinum fræga. Grínistinn og fyrrum borgarstjórinn, Jón Gnarr, segir frá því á Facebook-síðu sinni að hinir sígildu gamanþættir Fóstbræður hafi verið afar umdeildir á sínum tíma. Jón segir að margir hafi hringt inn til Stöðvar 2 og sagt upp áskriftinni vegna þáttanna. „Það er merkileg staðreynd að aldrei í sögu Stöðvar 2 hafa jafnmargir áskrifendur sagt upp áskrift sinni til að mótmæla dagskrárefni eins og þegar Fóstbræður voru sýndir. Eftir sýningu þáttar rigndi símtölum inn þar sem fólk hneykslaðist á þessum þáttum,“ segir hann. Jón segir frá því að hann hafi ákveðið að mæta sjálfur upp í áskriftaver stöðvarinnar eftir að hinn frægi skets þar sem systkin velta fyrir sér hvort þau eigi að skjóta aldraðan föður sinn fór í loftið: „Eftir að þátturinn með afanum var sýndur ákvað ég að mæta uppá Stöð 2 og taka nokkur af þessum símtölum,“ segir Jón og víkur orði sínu að einni tiltekinni konu: „Ég talaði við mikið af mjög reiðu og sáru fólki og reyndi að útskýra. Þar á meðal eina konu sem sagðist vera forstöðukona á elliheimili í Reykjavík. Henni fannst sketsinn svo mikil óvirðing við gamalt fólk að hún hálfgrét í símann. Þegar hún komst að því hvern hún væri að tala við þá æpti hún: „Það ætti að drepa þig helvítið þitt!" Svo skellti hún á.“ Jón deildi frétt Vísis sem fjallaði um hlátursköst, en tilefni fréttarinnar er erindi Kristínar Einarsdóttur þjóðfræðings um húmor. Erindi Kristínar ber titilinn Hvað á að gera við afa? og er vísun í sketsinn fræga en umdeilda. Kristín segir þetta vera sitt uppáhaldsatriði úr Fóstbræðrum. Í fréttinni eru myndbönd með frægum hlátursköstum birt, þar á meðal eitt frá Belgíu sem var afar vinsælt á sínum tíma. Jón fræðir Facebook-vini sína um uppruna þess atriðis, sem virðist vera úr spjallþætti, en er í raun leikið: „Svo má benda á til gamans að fyrsta hláturskastið er leikið og atriðið allt og er úr belgískum gamanþáttum sem hétu In de Gloria.“ Hér að neðan má svo sjá sketsinn fræga. Hér er síðan belgíska hláturskastið sem Jón þekkir upprunann á. Tengdar fréttir Sýnir myndbönd með þekktum hlátursköstum Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur er áhugakona um húmor og flytur erindi um fyrirbærið í Gerðubergi. 20. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Grínistinn og fyrrum borgarstjórinn, Jón Gnarr, segir frá því á Facebook-síðu sinni að hinir sígildu gamanþættir Fóstbræður hafi verið afar umdeildir á sínum tíma. Jón segir að margir hafi hringt inn til Stöðvar 2 og sagt upp áskriftinni vegna þáttanna. „Það er merkileg staðreynd að aldrei í sögu Stöðvar 2 hafa jafnmargir áskrifendur sagt upp áskrift sinni til að mótmæla dagskrárefni eins og þegar Fóstbræður voru sýndir. Eftir sýningu þáttar rigndi símtölum inn þar sem fólk hneykslaðist á þessum þáttum,“ segir hann. Jón segir frá því að hann hafi ákveðið að mæta sjálfur upp í áskriftaver stöðvarinnar eftir að hinn frægi skets þar sem systkin velta fyrir sér hvort þau eigi að skjóta aldraðan föður sinn fór í loftið: „Eftir að þátturinn með afanum var sýndur ákvað ég að mæta uppá Stöð 2 og taka nokkur af þessum símtölum,“ segir Jón og víkur orði sínu að einni tiltekinni konu: „Ég talaði við mikið af mjög reiðu og sáru fólki og reyndi að útskýra. Þar á meðal eina konu sem sagðist vera forstöðukona á elliheimili í Reykjavík. Henni fannst sketsinn svo mikil óvirðing við gamalt fólk að hún hálfgrét í símann. Þegar hún komst að því hvern hún væri að tala við þá æpti hún: „Það ætti að drepa þig helvítið þitt!" Svo skellti hún á.“ Jón deildi frétt Vísis sem fjallaði um hlátursköst, en tilefni fréttarinnar er erindi Kristínar Einarsdóttur þjóðfræðings um húmor. Erindi Kristínar ber titilinn Hvað á að gera við afa? og er vísun í sketsinn fræga en umdeilda. Kristín segir þetta vera sitt uppáhaldsatriði úr Fóstbræðrum. Í fréttinni eru myndbönd með frægum hlátursköstum birt, þar á meðal eitt frá Belgíu sem var afar vinsælt á sínum tíma. Jón fræðir Facebook-vini sína um uppruna þess atriðis, sem virðist vera úr spjallþætti, en er í raun leikið: „Svo má benda á til gamans að fyrsta hláturskastið er leikið og atriðið allt og er úr belgískum gamanþáttum sem hétu In de Gloria.“ Hér að neðan má svo sjá sketsinn fræga. Hér er síðan belgíska hláturskastið sem Jón þekkir upprunann á.
Tengdar fréttir Sýnir myndbönd með þekktum hlátursköstum Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur er áhugakona um húmor og flytur erindi um fyrirbærið í Gerðubergi. 20. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Sýnir myndbönd með þekktum hlátursköstum Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur er áhugakona um húmor og flytur erindi um fyrirbærið í Gerðubergi. 20. nóvember 2014 10:15