Óheimilt verður að auglýsa eftir ákveðnum eiginleikum starfsmanna Jóhannes Stefánsson skrifar 17. febrúar 2014 22:29 Lögin eru til umsagnar til 28. febrúar næstkomandi. Vísir/GVA/Vilhelm Nýjum lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verður að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín. Starfsmenn mega því tjá sig um launakjör sín að vild.Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar. Vinnuveitendur, hvort heldur sem er á opinberum eða einkamarkaði, munu ekki geta borið fyrir sig kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skerta starfsgetu, aldur, kynhneigð eða kynvitund umsækjenda eða starfsmanna þegar þeir taka ákvörðun um ráðningu eða ýmisskonar kjör viðkomandi samkvæmt lögunum.Mega ekki auglýsa eftir tilteknum eiginleikum Fyrrgreindir þættir mega ekki vera áhrifaþáttur í því þegar vinnuveitendur meta hvort veita eigi stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn eða annað sem tengist breyttum vinnuaðstæðum eða starfskjörum. Auglýsingar þar sem vinnuveitendur gera kröfu um eiginleika sem samræmast ekki undantekningarákvæðum laganna eru óheimilar. Þannig mega vinnuveitendur sem dæmi ekki óska eftir starfsfólki á ákveðnum aldri nema þeir geti fært fram málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði um það hvers vegna umsækjendur skulu vera á tilteknum aldri.Mega mismuna í undantekningartilfellum Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verða þó undantekningar á lögunum og munu vinnuveitendur til dæmis geta neitað fötluðum einstaklingum eða aðilum með skerta starfsgetu um starf ef ráðningin yrði talin sérstaklega íþyngjandi fyrir vinnuveitandann. Sömuleiðis verður mismunandi meðferð ekki talin brjóta gegn lögunum ef starfið er þess eðlis að það krefjist ákveðinna eiginleika af hálfu starfsmannsins. Þannig verður til dæmis ekki talið að um ólögmæta mismunun sé að ræða ef lögreglumönnum er gert að standast kröfur um líkamlegt heilbrigði. Til viðbótar þessu er heimilt að mismuna fólki á grundvelli aldurs ef sú mismunun er liður í því að ná lögmætu markmiði sem vinnuveitandinn hefur sett sér. Í drögum að frumvarpi með lögunum segir að þau séu hliðstæða sambærilegra laga sem hafa verið innleidd víða í Evrópu. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Nýjum lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verður að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín. Starfsmenn mega því tjá sig um launakjör sín að vild.Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar. Vinnuveitendur, hvort heldur sem er á opinberum eða einkamarkaði, munu ekki geta borið fyrir sig kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skerta starfsgetu, aldur, kynhneigð eða kynvitund umsækjenda eða starfsmanna þegar þeir taka ákvörðun um ráðningu eða ýmisskonar kjör viðkomandi samkvæmt lögunum.Mega ekki auglýsa eftir tilteknum eiginleikum Fyrrgreindir þættir mega ekki vera áhrifaþáttur í því þegar vinnuveitendur meta hvort veita eigi stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn eða annað sem tengist breyttum vinnuaðstæðum eða starfskjörum. Auglýsingar þar sem vinnuveitendur gera kröfu um eiginleika sem samræmast ekki undantekningarákvæðum laganna eru óheimilar. Þannig mega vinnuveitendur sem dæmi ekki óska eftir starfsfólki á ákveðnum aldri nema þeir geti fært fram málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði um það hvers vegna umsækjendur skulu vera á tilteknum aldri.Mega mismuna í undantekningartilfellum Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verða þó undantekningar á lögunum og munu vinnuveitendur til dæmis geta neitað fötluðum einstaklingum eða aðilum með skerta starfsgetu um starf ef ráðningin yrði talin sérstaklega íþyngjandi fyrir vinnuveitandann. Sömuleiðis verður mismunandi meðferð ekki talin brjóta gegn lögunum ef starfið er þess eðlis að það krefjist ákveðinna eiginleika af hálfu starfsmannsins. Þannig verður til dæmis ekki talið að um ólögmæta mismunun sé að ræða ef lögreglumönnum er gert að standast kröfur um líkamlegt heilbrigði. Til viðbótar þessu er heimilt að mismuna fólki á grundvelli aldurs ef sú mismunun er liður í því að ná lögmætu markmiði sem vinnuveitandinn hefur sett sér. Í drögum að frumvarpi með lögunum segir að þau séu hliðstæða sambærilegra laga sem hafa verið innleidd víða í Evrópu.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira