Steven Spielberg lenti efst á lista Forbes yfir áhrifamestu stjörnurnar í Bandaríkjunum 2014, sem birtur var í gær.
Oprah Winfrey tróndi á toppnum í fyrra, en hún lenti í öðru sæti á þessu ári. Margir leikstjórar lentu í efstu sætunum tíu.
George Lucas var í þriðja sæti, Ron Howard í því fjórða, og Martin Scorcese í því fimmta.
Oprah Winfrey hefur yfirleitt verið nálægt toppi þessa lista. Árið 2012 var hún í öðru sæti á eftir Jennifer Lopez.
Árið 2011 var hún í öðru sæti á eftir Lady Gaga. 2010 var hún í fyrsta sæti. Árið 2009 var hún í öðru sæti á eftir Angelinu Jolie, og árin tvö þar á undan var hún í fyrsta sæti.
Hún er eina konan í efstu fimm sætunum í þetta skiptið, en það er undantekning.
Forbes hefur tekið saman lista yfir áhrifamestu stjörnurnar í Bandaríkjunum frá því árið 1999.
Hér er hlekkur á grein Forbes um valið.
