Lífið

Knúsar Keiru

myndir/ap getty
Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn Chris Pine var ómótstæðilegur á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Jack Ryan: Shadow Recruit í Hollywood í gær (skrollaðu neðst í grein og sjáðu sýnishorn myndarinnar).

Chris leyndi ekki aðdáun sinni á mótleikkonunni Keiru Knightley á meðan ljósmyndarar smelltu af en hún er hamingjusamlega gift James Righton.

Íris Björk Jóhannesdóttir fyrrum ungfrú Reykjavík sem Chris hefur átt vingott við undanfarið var hinsvegar fjarri góðu gamni.



Greinilega góðir vinir - en hvar er Íris?

Fjallmyndarlegur svo vægt sé til orða tekið. 

Íris Björk sem bar sigur úr býtum í keppninni Ungfrú Reykjavík árið 2010 var mynduð með Chris í borg ástarinnar, París, en þau búa í London.  Hér má sjá myndir af Írisi og Chris saman á flugvelli eftir áramótin sem þau eyddu saman á Kosta Ríka.

Glæsileg að vanda.

Flott andlitsförðun ekki satt?

Þessi mynd var tekin í Ungfrú Ísland 2010 á veitingahúsinu Broadway. Íris Thelma Jónsdóttir, Fanney Ingvarsdóttir og Íris Björk.
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.