Viðskipti innlent

Icelandair verður af 800 milljónum vegna vinnudeilna

Bjarki Ármannsson skrifar
Icelandair hefur birt uppfærða afkomuspá vegna aðgerða flugstétta á árinu.
Icelandair hefur birt uppfærða afkomuspá vegna aðgerða flugstétta á árinu. Vísiri/Daníel
Icelandair áætlar að bein áhrif aðgerða flugstétta á rekstur fyrirtækisins undanfarið séu um fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. Jafnframt er gert ráð að tekjur fyrirtækisins á árinu verði um átta hundruð milljónum króna lægri en gert var ráð fyrir í upphafi árs.


Þetta kemur fram í uppfærðri afkomuspá Icelandair. Þar er gert ráð fyrir að afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, verði á bilinu 138 til 147 milljónir Bandaríkjadala. Í byrjun árs var hins vegar gert ráð fyrir því að hún yrði um 145 til 150 milljónir dala.

Í tilkynningunni kemur fram að ný spá taki tillit til hærri launakostnaðar og lægri tekna, en tekjuspá lækkaði á milli mánaða og má rekja það til aðgerða flugstétta. Í spánni er ekki gert ráð fyrir frekari kostnaði vegna vinnudeilna á árinu.

Tengdar fréttir

Flugvirkjar hrella ferðaþjónustufólk

Samtök ferðaþjónustunnar skora á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls flugvirkja kemur hinn 19. júní.

Vinnustöðvun flugvirkja í dag

Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu.

Verkfalli flugvirkja aflýst

Félag flugvirkja mun nú íhuga málið næsta mánuðinn áður en frekari ákvarðanir verða teknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×