Skarpari hugsun í pólitíkina Jónas Elíasson skrifar 23. júní 2014 07:00 Þorsteinn Pálsson er jafnan með fróðlegar pólitískar skýringar í Fréttablaðinu. Þá er vitnað stíft í alls konar skýrslur sem rannsóknarstofnanir háskólanna sem lifa á að skrifa fyrir stjórnvöld og aðra þá aðila sem eiga fyrir þeim, annað fé til háskólarannsókna er ekki að hafa hér á landi. Það er auðvitað gott að kunna hinar sögulegu staðreyndir sem standa í þessum skýrslum, þótt ekki virðist þær hafa mikil áhrif á þá sem ganga með sínar bjargföstu skoðanir innmúraðar í heilabúið.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn ber höfuð og herðar yfir aðra atvinnuvegi í krafti hinna miklu pólitísku áhrifa LÍÚ. Það sem LÍÚ hefur til málanna að leggja í útgerð er yfirleitt kvótalögfræði og þjóðhagfræði til hagsbóta fyrir togaraútgerðina. Tæknimálin verða að húka í þriðja sæti og þar fyrir neðan. Í hinum ýmsu skýrslum og hjá Þ.P. er kallað eftir meiri fjárfestingum í sjávarútvegi því togarar okkar eru flestir gamlir og sumir úreltir, en hvaða nýjar tekjur eiga að bera þær uppi? Hér þarf vissulega að hafa í huga allt sem stendur í skýrslunum, en miklu frekar allt sem EKKI stendur í þeim. Til dæmis sér kvótakerfið til þess að allur fiskur sem má veiða kemur á land og það breytist ekkert þó keyptir séu nýir togarar. Þá tók þjóðin sér frí frá togaraútgerð allengi á árunum 1950–1980, en fiskaði mjög vel.Landbúnaður Þarna er sama sagan. Kostnaður við kvótann að sliga nýsköpun í landbúnaði. Miklir hnökrar í markaðssókn erlendis. Síðast en ekki síst, háskólar og rannsóknastofnanir landbúnaðarins virðast ekki ráða við tæknimál greinarinnar. Þetta eru mál sem þarf að kippa í lag, þarna eru gífurlega miklir möguleikar fyrir landbúnaðinn til að einbeita sér að tæknivæddri framleiðslu á sérvörum fyrir dýra markaði, eins og reyndar flestir landbúnaðarfrömuðir eru búnir að sjá og skrifa reglulega um.Pólitíkin Hér er best að segja það sem ekki stendur í skýrslunni hér á undan. Mikill heiladoði hefur færst yfir íslenska stjórnsýslu á undanförnum árum og hún á uppruna sinn í pólitíkinni. Til að finna mann sem hafði einlægan vilja til að ráða hæfa menn virðist þurfa að fara alveg aftur í Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á áttunda áratugnum. Það eina sem menn virðast kunna vel í dag er einhvers konar skömmtunarkerfi, t.d. kvótakerfi. Sjávarútvegurinn er á kvótakerfi, landbúnaður á kvótakerfi, heilbrigðisþjónustan á kvótakerfi og menntakerfið er á kvótakerfi. Þær lausnir sem ekki fela í sér einhvers konar skömmtun eru einfaldlega ekki með í umræðunni. Kvótinn er í dag eign örfárra stórútgerða sem hagnast mest á því að leigja hann frá sér. Þess vegna liggja andvana togarar hingað og þangað í höfnum landsins, meðan leiguliðarnir veiða fiskinn. Kvótamálin verða efst á lista vandræðamála ef semja á við ESB og Þ.P. hefur áhyggjur af þessu. Ef nú togararnir verða teknir úr þorskinum með því að draga úr botnvörpuveiðum innan landhelginnar og hætta þeim alveg eftir fimm ár, þá koma ESB-liðar ekki hingað á smábátum til að veiða þorsk. Okkar bátar taka hins vegar þorskinn fyrir olíukostnað sem er fjórðungur togaraolíunnar. Þessi lausn mundi bjarga þorskstofninum, landsbyggðinni og ýmsum þjóðhagsmálum í einum pakka. En þetta stendur EKKI í skýrslunum og þetta er EKKI skömmtunarkerfi. Menn þurfa að fara að hugsa einhverjar hugsanir inn í framtíðina. Það er gert í öðrum löndum, en þær hugsanir eru ekki í pöntuðum skýrslum eða stjórnmálasamþykktum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson er jafnan með fróðlegar pólitískar skýringar í Fréttablaðinu. Þá er vitnað stíft í alls konar skýrslur sem rannsóknarstofnanir háskólanna sem lifa á að skrifa fyrir stjórnvöld og aðra þá aðila sem eiga fyrir þeim, annað fé til háskólarannsókna er ekki að hafa hér á landi. Það er auðvitað gott að kunna hinar sögulegu staðreyndir sem standa í þessum skýrslum, þótt ekki virðist þær hafa mikil áhrif á þá sem ganga með sínar bjargföstu skoðanir innmúraðar í heilabúið.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn ber höfuð og herðar yfir aðra atvinnuvegi í krafti hinna miklu pólitísku áhrifa LÍÚ. Það sem LÍÚ hefur til málanna að leggja í útgerð er yfirleitt kvótalögfræði og þjóðhagfræði til hagsbóta fyrir togaraútgerðina. Tæknimálin verða að húka í þriðja sæti og þar fyrir neðan. Í hinum ýmsu skýrslum og hjá Þ.P. er kallað eftir meiri fjárfestingum í sjávarútvegi því togarar okkar eru flestir gamlir og sumir úreltir, en hvaða nýjar tekjur eiga að bera þær uppi? Hér þarf vissulega að hafa í huga allt sem stendur í skýrslunum, en miklu frekar allt sem EKKI stendur í þeim. Til dæmis sér kvótakerfið til þess að allur fiskur sem má veiða kemur á land og það breytist ekkert þó keyptir séu nýir togarar. Þá tók þjóðin sér frí frá togaraútgerð allengi á árunum 1950–1980, en fiskaði mjög vel.Landbúnaður Þarna er sama sagan. Kostnaður við kvótann að sliga nýsköpun í landbúnaði. Miklir hnökrar í markaðssókn erlendis. Síðast en ekki síst, háskólar og rannsóknastofnanir landbúnaðarins virðast ekki ráða við tæknimál greinarinnar. Þetta eru mál sem þarf að kippa í lag, þarna eru gífurlega miklir möguleikar fyrir landbúnaðinn til að einbeita sér að tæknivæddri framleiðslu á sérvörum fyrir dýra markaði, eins og reyndar flestir landbúnaðarfrömuðir eru búnir að sjá og skrifa reglulega um.Pólitíkin Hér er best að segja það sem ekki stendur í skýrslunni hér á undan. Mikill heiladoði hefur færst yfir íslenska stjórnsýslu á undanförnum árum og hún á uppruna sinn í pólitíkinni. Til að finna mann sem hafði einlægan vilja til að ráða hæfa menn virðist þurfa að fara alveg aftur í Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á áttunda áratugnum. Það eina sem menn virðast kunna vel í dag er einhvers konar skömmtunarkerfi, t.d. kvótakerfi. Sjávarútvegurinn er á kvótakerfi, landbúnaður á kvótakerfi, heilbrigðisþjónustan á kvótakerfi og menntakerfið er á kvótakerfi. Þær lausnir sem ekki fela í sér einhvers konar skömmtun eru einfaldlega ekki með í umræðunni. Kvótinn er í dag eign örfárra stórútgerða sem hagnast mest á því að leigja hann frá sér. Þess vegna liggja andvana togarar hingað og þangað í höfnum landsins, meðan leiguliðarnir veiða fiskinn. Kvótamálin verða efst á lista vandræðamála ef semja á við ESB og Þ.P. hefur áhyggjur af þessu. Ef nú togararnir verða teknir úr þorskinum með því að draga úr botnvörpuveiðum innan landhelginnar og hætta þeim alveg eftir fimm ár, þá koma ESB-liðar ekki hingað á smábátum til að veiða þorsk. Okkar bátar taka hins vegar þorskinn fyrir olíukostnað sem er fjórðungur togaraolíunnar. Þessi lausn mundi bjarga þorskstofninum, landsbyggðinni og ýmsum þjóðhagsmálum í einum pakka. En þetta stendur EKKI í skýrslunum og þetta er EKKI skömmtunarkerfi. Menn þurfa að fara að hugsa einhverjar hugsanir inn í framtíðina. Það er gert í öðrum löndum, en þær hugsanir eru ekki í pöntuðum skýrslum eða stjórnmálasamþykktum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun