Vá í véum? Sturla Kristjánsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Skólabörn eiga stundum erfitt með að læra sporin og finna taktinn í menntavalsinum. Geta þá verið dofin og dreymin eða úthverf og ógnandi skólastarfinu. Greining á vandanum leiðir gjarnan í ljós að börnin séu haldin athyglisbresti, ADD, eða athyglisbresti með ofvirkni, ADHD. Við slíkum röskunum finnast lyf sem sögð eru virka – eru það geðlyf og er því um geðraskanir að ræða. Algengasta lyfið við þessum röskunum er ritalín, (metýlfenídat). Finni barnið fyrir depurð, kvíða eða þunglyndi má bæta þar úr með „gleðipillum“ og hugmyndaflug – myndrænt sem hljóðrænt – má slá niður með geðklofalyfi! Það getur ekki verið heilbrigt að sjúkdómsgreina börn sem fljóta ekki fyrirhafnarlítið eftir flæðilínu skólakerfisins og slá síðan á sjálfstæði þeirra, frumkvæði og lífskraft með lamandi blöndu geðlyfja. Árgangaraðað hlýðnikerfi skyldunámsins brýtur þannig niður frumkvæði og sköpunargleði þeirra nemenda sem illa una einsleitri, staðlaðri ítroðslu. Námsstíll barna er mismunandi. Mörg una almennu uppleggi skólans. Þau hugsa í/með orðum. Öðrum hentar betur myndræn framsetning – þau hugsa í myndum. Svo eru þau – gjarnan myndræn – sem geta ekki hugsað nema að vera á hreyfingu. Það eru einkum myndræn börn með ríka hreyfiþörf sem eru greind með geðraskanir (annars mætti ekki gefa þeim geðlyf?) og sett á ritalín. Meðal þeirra sem aðhyllast slík vinnubrögð er því haldið fram að ADHD sé alvarlegur sjúkdómur, enginn geðsjúkdómur sem hrjái börn sé jafn vel rannsakaður og ofvirkni og að meira sé vitað um verkan ritalíns á börn en öll önnur geðlyf sem þeim eru gefin. Þá er einnig varað við ýmsum sértrúarsöfnuðum og einstaklingum sem ekki séu vandir að virðingu sinni og reyni með lygum, rangfærslum og útúrsnúningi á rannsóknarniðurstöðum að sá vafa um ritalín og verkan þess.Vinsælasta fíkniefnið Lyfjafræðin segir okkur aftur á móti að það sé ekki þekkt hvað valdi ADHD né heldur hvernig metýlfenídat og önnur sambærileg lyf verki á sjúkdóminn. Þó sé það vitað að þessi efni leiði til aukinna áhrifa taugaboðefnanna dópamíns, noradrenalíns og serótóníns í miðtaugakerfinu. ADHD-samtökin halda því fram að ADHD sé taugaþroskaröskun, sem komi yfirleitt fram fyrir sjö ára aldur, orsakir séu í flestum tilfellum líffræðilegar og rannsóknir bendi til truflana í boðefnakerfi heila er snýr að stjórn hegðunar. Samtökin segja ADHD ekki sjúkdóm og því útilokað að lækna, en draga megi úr einkennum og halda í skefjum. Í Læknablaðinu hefur komið fram að fjölgun ávísana á metýlfenídat á tímabilinu 2003-2012 hafi numið 160 prósentum hjá börnum og 480 prósentum hjá fullorðnum. Metýlfenídat er sagt mjög hættulegt lyf vegna þeirrar miklu fíknar sem það getur valdið. Það sé misnotað af nokkur hundruð sprautufíklum hér á landi og öðrum hópi sem sé sennilega mun stærri og taki lyfið inn eða í nefið. Þá er það athyglisvert að árið 2012 nam notkun metýlfenídats hér á landi 17,4 skömmtum á dag fyrir hverja 1.000 íbúa samanborið við 6,7 í Noregi, 7,0 í Danmörku og 7,7 í Svíþjóð. Á sama tíma er ritalín orðið vinsælasta fíkniefni sprautufíkla á Íslandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Skólabörn eiga stundum erfitt með að læra sporin og finna taktinn í menntavalsinum. Geta þá verið dofin og dreymin eða úthverf og ógnandi skólastarfinu. Greining á vandanum leiðir gjarnan í ljós að börnin séu haldin athyglisbresti, ADD, eða athyglisbresti með ofvirkni, ADHD. Við slíkum röskunum finnast lyf sem sögð eru virka – eru það geðlyf og er því um geðraskanir að ræða. Algengasta lyfið við þessum röskunum er ritalín, (metýlfenídat). Finni barnið fyrir depurð, kvíða eða þunglyndi má bæta þar úr með „gleðipillum“ og hugmyndaflug – myndrænt sem hljóðrænt – má slá niður með geðklofalyfi! Það getur ekki verið heilbrigt að sjúkdómsgreina börn sem fljóta ekki fyrirhafnarlítið eftir flæðilínu skólakerfisins og slá síðan á sjálfstæði þeirra, frumkvæði og lífskraft með lamandi blöndu geðlyfja. Árgangaraðað hlýðnikerfi skyldunámsins brýtur þannig niður frumkvæði og sköpunargleði þeirra nemenda sem illa una einsleitri, staðlaðri ítroðslu. Námsstíll barna er mismunandi. Mörg una almennu uppleggi skólans. Þau hugsa í/með orðum. Öðrum hentar betur myndræn framsetning – þau hugsa í myndum. Svo eru þau – gjarnan myndræn – sem geta ekki hugsað nema að vera á hreyfingu. Það eru einkum myndræn börn með ríka hreyfiþörf sem eru greind með geðraskanir (annars mætti ekki gefa þeim geðlyf?) og sett á ritalín. Meðal þeirra sem aðhyllast slík vinnubrögð er því haldið fram að ADHD sé alvarlegur sjúkdómur, enginn geðsjúkdómur sem hrjái börn sé jafn vel rannsakaður og ofvirkni og að meira sé vitað um verkan ritalíns á börn en öll önnur geðlyf sem þeim eru gefin. Þá er einnig varað við ýmsum sértrúarsöfnuðum og einstaklingum sem ekki séu vandir að virðingu sinni og reyni með lygum, rangfærslum og útúrsnúningi á rannsóknarniðurstöðum að sá vafa um ritalín og verkan þess.Vinsælasta fíkniefnið Lyfjafræðin segir okkur aftur á móti að það sé ekki þekkt hvað valdi ADHD né heldur hvernig metýlfenídat og önnur sambærileg lyf verki á sjúkdóminn. Þó sé það vitað að þessi efni leiði til aukinna áhrifa taugaboðefnanna dópamíns, noradrenalíns og serótóníns í miðtaugakerfinu. ADHD-samtökin halda því fram að ADHD sé taugaþroskaröskun, sem komi yfirleitt fram fyrir sjö ára aldur, orsakir séu í flestum tilfellum líffræðilegar og rannsóknir bendi til truflana í boðefnakerfi heila er snýr að stjórn hegðunar. Samtökin segja ADHD ekki sjúkdóm og því útilokað að lækna, en draga megi úr einkennum og halda í skefjum. Í Læknablaðinu hefur komið fram að fjölgun ávísana á metýlfenídat á tímabilinu 2003-2012 hafi numið 160 prósentum hjá börnum og 480 prósentum hjá fullorðnum. Metýlfenídat er sagt mjög hættulegt lyf vegna þeirrar miklu fíknar sem það getur valdið. Það sé misnotað af nokkur hundruð sprautufíklum hér á landi og öðrum hópi sem sé sennilega mun stærri og taki lyfið inn eða í nefið. Þá er það athyglisvert að árið 2012 nam notkun metýlfenídats hér á landi 17,4 skömmtum á dag fyrir hverja 1.000 íbúa samanborið við 6,7 í Noregi, 7,0 í Danmörku og 7,7 í Svíþjóð. Á sama tíma er ritalín orðið vinsælasta fíkniefni sprautufíkla á Íslandi!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar