Sport

Svolítið öðruvísi en í fyrra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kvennalið HK fagnar öruggum sigri gegn Aftureldingu.
Kvennalið HK fagnar öruggum sigri gegn Aftureldingu. fréttablaðið/valli
„Þetta var alveg svakalega gaman en óneitanlega svolítið öðruvísi en í fyrra enda var ég ekki að spila í ár,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK, en gárungarnir eru farnir að kalla hana Bikar-Elsu enda blómstrar HK-liðið undir hennar stjórn.

Elsa Sæný varð tvöfaldur bikarmeistari í fyrra. Fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Hún tók sér frí frá spilamennskunni í ár og einbeitir sér að því að þjálfa karlaliðið.

„Það er erfitt að segja hvort þetta hafi verið skemmtilegra í ár. Að sumu leyti var þetta skemmtilegra enda er ég með mikið breytt lið og talsvert yngra en í fyrra. Meðalaldurinn er í kringum 19 ár og aðeins tveir í byrjunarliðinu núna sem voru með í fyrra. Ég er rosalega stolt af strákunum.“

Elsa Sæný lætur strákana sína heyra það.fréttablaðið/valli
Kvennalið HK vann 3-1 sigur á Aftureldingu en karlalið HK vann enn öruggari sigur á Þrótti frá Reykjavík, 3-0. Það var því aftur bikardagur hjá HK í Höllinni.

Formaður blakdeildarinnar bauð leikmönnum HK til veislu í Fagralundi eftir leikina en Elsa Sæný var ekki á því að leyfa sínum mönnum að skemmta sér of mikið.

„Næst á dagskrá hjá okkur er að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Strákarnir fá því ekki að fagna of mikið. Tímabilið er ekkert búið hjá okkur,“ segir Elsa og hlær við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×