Heitar lummur geta breytt gangi leiksins Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 24. september 2014 09:00 Embla með spilin sem eru myndskreytt af henni sjálfri. Vísir/Einkasafn „Íslendingar eru mikil spilaþjóð og mig langar svo koma þessum litlu, stuttu spilum meira inn, en þau geta enst svo lengi og eru meðfærileg“, segir Embla Vigfúsdóttir listrænn leikjahönnuður og höfundur fjölskylduvæna jólaspilsins „Hver stal kökunni úr krúsinni?“. Hugmyndina að spilinu fékk Embla frá spili sem hún átti sjálf og að eigin sögn, kláraði alveg. Hvenær hún byrjaði að gera þetta spil man hún ekki, en allt í einu hafi hún verið búin að gera prótótýpu af spilinu. „Svo tók ég hana bara með mér hvert sem ég fór og fékk vini mína til að prófa. Þannig að það tóku allir þátt í að þróa þetta,“ segir Embla. Spilið sjálft er spilastokkur og er hvert spil mismunandi íslensk jólakaka og svo er ein tóm krús. Hver kaka hefur mismunandi hæfileika og snýst spilið um að finna þann sem er með tómu krúsina. Til að hrista upp í leiknum eru nokkur atvikaspil í bunkanum sem kallast lummur. Lummurnar hafa mismunandi hlutverk, þær geta til dæmis komið þér aftur inn í spilið eða snúið spilahringnum við.Hér má sjá kökurnar á spilunum; kleinur, lakkrístoppa, randalínur og fleira.Vísir/Einkasafn„Mig langar svo að koma þessu út fyrir jólin, ég er viss um þetta verði rosa fín möndlugjöf. En að framleiða svona kostar sitt,“ segir Embla sem ætlar að setja af stað söfnun fyrir spilinu á Karolinafund strax í næstu viku. „Ég er að gera video fyrir spilið sem kemur inn á Karolinafund síðuna, en ég óskaði eftir aðstoð við að gera myndbandið inni á síðunni Íslendingar í Kaupmannahöfn á facebook, þar sem ég er búsett. Það voru ótrúlega margir sem buðu fram aðstoð sína sem er alveg frábært,“ segir Embla. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Íslendingar eru mikil spilaþjóð og mig langar svo koma þessum litlu, stuttu spilum meira inn, en þau geta enst svo lengi og eru meðfærileg“, segir Embla Vigfúsdóttir listrænn leikjahönnuður og höfundur fjölskylduvæna jólaspilsins „Hver stal kökunni úr krúsinni?“. Hugmyndina að spilinu fékk Embla frá spili sem hún átti sjálf og að eigin sögn, kláraði alveg. Hvenær hún byrjaði að gera þetta spil man hún ekki, en allt í einu hafi hún verið búin að gera prótótýpu af spilinu. „Svo tók ég hana bara með mér hvert sem ég fór og fékk vini mína til að prófa. Þannig að það tóku allir þátt í að þróa þetta,“ segir Embla. Spilið sjálft er spilastokkur og er hvert spil mismunandi íslensk jólakaka og svo er ein tóm krús. Hver kaka hefur mismunandi hæfileika og snýst spilið um að finna þann sem er með tómu krúsina. Til að hrista upp í leiknum eru nokkur atvikaspil í bunkanum sem kallast lummur. Lummurnar hafa mismunandi hlutverk, þær geta til dæmis komið þér aftur inn í spilið eða snúið spilahringnum við.Hér má sjá kökurnar á spilunum; kleinur, lakkrístoppa, randalínur og fleira.Vísir/Einkasafn„Mig langar svo að koma þessu út fyrir jólin, ég er viss um þetta verði rosa fín möndlugjöf. En að framleiða svona kostar sitt,“ segir Embla sem ætlar að setja af stað söfnun fyrir spilinu á Karolinafund strax í næstu viku. „Ég er að gera video fyrir spilið sem kemur inn á Karolinafund síðuna, en ég óskaði eftir aðstoð við að gera myndbandið inni á síðunni Íslendingar í Kaupmannahöfn á facebook, þar sem ég er búsett. Það voru ótrúlega margir sem buðu fram aðstoð sína sem er alveg frábært,“ segir Embla.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira