Innlent

Kílómetri grafinn af Norðfjarðargöngum

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setur af stað fyrstu sprenginguna við Norðfjarðargöng.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setur af stað fyrstu sprenginguna við Norðfjarðargöng. Vísir/Daníel
Kílómetri hefur nú verið grafinn af Norðfjarðargöngum. Það jafngildir rúmum 13,5% af áætlaðri lengd ganganna. Þetta kemur fram á Austurfrétt.is.

Í síðustu viku voru 44,8 metrar grafnir Norðfjarðarmegin en aðeins 8,5 Eskifjarðarmegin. Ástæða þess að svo hægt gengur Eskifjarðarmegin er sú að setlög sem laus eru í sér hægja mjög á framkvæmdum.

Þar eð setlögin eru þykkari en búist var við er frekari umbóta þörf. Þarft er að breikka göngin til þess að hægt sé að skjóta inn ýmis styrkingum. Því verður framvinda Eskifjarðarmegin hægfara á næstu dögum líkt og í síðustu viku.

Samkvæmt Vegagerðinni er áætlað að Norðfjarðargöng verði 7,5 km að lengd. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um það bil 12 milljarðar króna. Verktaki áætlar að ljúka við verkið um mitt ár 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×