Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ítalía 27-21 | Stelpurnar í góðri stöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 30. nóvember 2014 00:01 vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti