Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-26 | Dramatískur sigur Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. vísir/daníel Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 25-26, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ í dag. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum á morgun. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og þar með var tóninn gefinn. Alls varði Íris 17 skot í fyrri hálfleik, eða 65% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Íris lagði grunninn að fjögurra marka forskoti Gróttu í leikhléi, 13-9, en munurinn hefði svo auðveldlega getað verið meiri. Gróttustúlkur fóru t.a.m. illa að ráði sínu þegar þær voru einni fleiri í tvígang undir lok fyrri hálfleiks og það vantaði herslumuninn til að slíta sig frá Stjörnustúlkum. Garðbæingar gátu helst þakkað Florentinu Stanciu að munurinn var ekki meiri í leikhléi, en hún fór í gang seinni hluta fyrri hálfleiks eftir rólega byrjun. Landsliðsmarkvörðurinn varði sérstaklega vel þegar Stjarnan var einni færri. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði sex af fyrstu átta mörkum hans. Hanna G. Stefánsdóttir jafnaði metin í 15-15 eftir hraðaupphlaup, en þau reyndust Garðbæingum dýrmæt í dag. Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnustúlkum skömmu síðar yfir í fyrsta sinn, eftir hraðaupphlaup, 16-17. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og skoruðu á víxl. Og að vild, en varnir beggja liða voru ekki til staðar á lokakafla leiksins. Það voru Stjörnustúlkur sem reyndust sterkari á svellinu undir lokin en þær skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og unnu eins marks sigur, 25-26. Helena reyndist hetja Stjörnustúlkna en hún skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Helena skoraði sex mörk, en Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Florentina var frábær í markinu með 22 skot varin. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með 10 mörk. Íris varði sem áður sagði frábærlega í marki Seltirninga, alls 27 skot.Esther: Þessi var virkilega sætur Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vonum kát eftir eins marks sigur, 25-26, á Gróttu í undanúrslitum deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. "Þessi var virkilega sætur, þar sem þetta var mjög kaflaskiptur leikur. "Forystan flakkaði svolítið milli liðanna, en við komum mjög sterkar til leiks í seinni hálfleik og keyrðum eiginlega yfir þær. Mér fannst við eiga meira inni," sagði Esther og bætti við: "Flora var alveg frábær í seinni hálfleik og hún gaf okkur mikinn kraft sem við þurftum á að halda. "Hún varði skot á mikilvægum augnablikum og á stóran þátt í þessum sigri," sagði Esther en Stjörnustúlkur mæta annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 13:00 á morgun. "Nú er það bara að hvíla sig og borða vel og vonandi mætum við enn sprækari til leiks á morgun," sagði Esther að lokum.Kári: Markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða Kára Garðarssyni, þjálfara Gróttu, þótti súrt í broti að tapa fyrir Stjörnunni í deildarbikar HSÍ í dag, en Seltjarnesliðið var yfir lengst af í leiknum. "Þetta var hundfúlt og sérstaklega hvernig þetta þróaðist á lokamínútunum. Við leiddum leikinn og vorum klaufar að klára þetta ekki. Þetta féll ekki okkar megin. "Við hefðum mátt róa okkur aðeins undir lokin þar sem við gerðum full mikið af mistökum," sagði Kári og bætti við: "Var fannst við eiga sigurinn skilið. Við vorum örugglega yfir í 50-55 mínútur og getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki unnið," sagði Kári en hvað getur hann tekið jákvætt út úr þessum leik? "Það er heilmargt. Vörnin var þokkaleg og markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða. "Við erum svolítið stirðar sóknarlega og erum að spila á fáum leikmönnum. Við erum með leikmenn í meiðslum sem eiga eftir að koma til baka. "Svo má ekki gleyma því að við erum að koma úr mánaðarfríi og þess vegna má búast við að þetta sé svolítið ryðgað," sagði Kári að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 25-26, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ í dag. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum á morgun. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og þar með var tóninn gefinn. Alls varði Íris 17 skot í fyrri hálfleik, eða 65% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Íris lagði grunninn að fjögurra marka forskoti Gróttu í leikhléi, 13-9, en munurinn hefði svo auðveldlega getað verið meiri. Gróttustúlkur fóru t.a.m. illa að ráði sínu þegar þær voru einni fleiri í tvígang undir lok fyrri hálfleiks og það vantaði herslumuninn til að slíta sig frá Stjörnustúlkum. Garðbæingar gátu helst þakkað Florentinu Stanciu að munurinn var ekki meiri í leikhléi, en hún fór í gang seinni hluta fyrri hálfleiks eftir rólega byrjun. Landsliðsmarkvörðurinn varði sérstaklega vel þegar Stjarnan var einni færri. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði sex af fyrstu átta mörkum hans. Hanna G. Stefánsdóttir jafnaði metin í 15-15 eftir hraðaupphlaup, en þau reyndust Garðbæingum dýrmæt í dag. Helena Rut Örvarsdóttir kom Stjörnustúlkum skömmu síðar yfir í fyrsta sinn, eftir hraðaupphlaup, 16-17. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og skoruðu á víxl. Og að vild, en varnir beggja liða voru ekki til staðar á lokakafla leiksins. Það voru Stjörnustúlkur sem reyndust sterkari á svellinu undir lokin en þær skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og unnu eins marks sigur, 25-26. Helena reyndist hetja Stjörnustúlkna en hún skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Helena skoraði sex mörk, en Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Florentina var frábær í markinu með 22 skot varin. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með 10 mörk. Íris varði sem áður sagði frábærlega í marki Seltirninga, alls 27 skot.Esther: Þessi var virkilega sætur Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vonum kát eftir eins marks sigur, 25-26, á Gróttu í undanúrslitum deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. "Þessi var virkilega sætur, þar sem þetta var mjög kaflaskiptur leikur. "Forystan flakkaði svolítið milli liðanna, en við komum mjög sterkar til leiks í seinni hálfleik og keyrðum eiginlega yfir þær. Mér fannst við eiga meira inni," sagði Esther og bætti við: "Flora var alveg frábær í seinni hálfleik og hún gaf okkur mikinn kraft sem við þurftum á að halda. "Hún varði skot á mikilvægum augnablikum og á stóran þátt í þessum sigri," sagði Esther en Stjörnustúlkur mæta annað hvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 13:00 á morgun. "Nú er það bara að hvíla sig og borða vel og vonandi mætum við enn sprækari til leiks á morgun," sagði Esther að lokum.Kári: Markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða Kára Garðarssyni, þjálfara Gróttu, þótti súrt í broti að tapa fyrir Stjörnunni í deildarbikar HSÍ í dag, en Seltjarnesliðið var yfir lengst af í leiknum. "Þetta var hundfúlt og sérstaklega hvernig þetta þróaðist á lokamínútunum. Við leiddum leikinn og vorum klaufar að klára þetta ekki. Þetta féll ekki okkar megin. "Við hefðum mátt róa okkur aðeins undir lokin þar sem við gerðum full mikið af mistökum," sagði Kári og bætti við: "Var fannst við eiga sigurinn skilið. Við vorum örugglega yfir í 50-55 mínútur og getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki unnið," sagði Kári en hvað getur hann tekið jákvætt út úr þessum leik? "Það er heilmargt. Vörnin var þokkaleg og markvarslan hjá Írisi var á heimsmælikvarða. "Við erum svolítið stirðar sóknarlega og erum að spila á fáum leikmönnum. Við erum með leikmenn í meiðslum sem eiga eftir að koma til baka. "Svo má ekki gleyma því að við erum að koma úr mánaðarfríi og þess vegna má búast við að þetta sé svolítið ryðgað," sagði Kári að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira