Fréttamaður í heita pottinum Yngvi Örn Kristinsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar