Fréttamaður í heita pottinum Yngvi Örn Kristinsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar